Innlent Búast við hörðum viðbrögðum Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ákvörðunina valda samtökunum þungum áhyggjum. Við höfum lengi varað við þessu af því að okkar langstærstu viðskiptaþjóðir eru mótfallnar hvalveiðum. Innlent 17.10.2006 20:52 Jesus verður birt ákæra í dag Jesus Sains, fyrrverandi starfsmanni deCODE, verður birt ákæra nú klukkan níu fyrir hádegi, vegna meints stuldar á gögnum frá fyrirtækinu. Sains lagði í síðustu viku fjögurra milljóna króna tryggingu fyrir því að hann yrði hér við þingfestingu málsins sem verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Innlent 17.10.2006 20:52 Mótþrói við handtöku verði refsiverður Landssamband lögreglumanna vill að mótþrói við handtöku verði gerður refsiverður, að sögn Sveins Ingibergs Magnússonar, formanns sambandsins. Hann segir að þetta atriði hafi verið viðrað í greinargerð um öryggismál lögreglunnar sem sambandið hafi sent dómsmálaráðherra. Innlent 17.10.2006 20:53 Ríkidæmi dregur úr lesskilningi Niðurstöður rannsóknar á lesskilningi íslenskra barna bendir til þess að virðingarstaða foreldra þeirra hafi neikvæð áhrif á lesskilning. Þetta kom fram á ráðstefnu á vegum menntamálaráðuneytisins í gær, en málshefjendur þar vöktu athygli á því að íslensk börn eru undir meðallagi í lesskilningi, bæði snemma í grunnskóla og síðar á námsleiðinni. Innlent 17.10.2006 20:52 Ekki gerðar ráðstafanir gegn hlerunum „Við höfum ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari aðspurður um eftirlit með öryggi fjarskipta hjá forsetaembættinu. Innlent 17.10.2006 20:52 Þingnefnd ræði um hleranamál Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á þingi vilja að nefnd á vegum Alþingis fari ofan í saumana á símhlerunum íslenskra stjórnvalda, bæði á tímum kalda stríðsins og eftir það. Í umræðum um störf þingsins í gær kom fram eindreginn vilji stjórnarandstöðunnar um að frekar verði aðhafst í málinu en þegar hefur verið ákveðið. Var leið sem norska Stórþingið fór nefnd til fyrirmyndar. Innlent 17.10.2006 20:53 Veiðar á hval vekja ugg Sjávarútvegur Fréttatilkynning vegna atvinnuhvalveiða barst fjölmiðlum frá sendiráði Bretlands í Reykjavík klukkan 13.21, eða áður en umræður um framtíð hvalveiða á Íslandi hófust á Alþingi í gær. Innlent 17.10.2006 20:52 Atvinnuhvalveiðar hófust á miðnætti Sjávarútvegsráðherra tók í gær ákvörðun í samráði við ríkisstjórnina um að hefja atvinnuhvalveiðar. Leyft er að veiða níu langreyðar og þrjátíu hrefnur. Framtíðarfyrirkomulag hvalveiða ákveðið í vetur. Ákvörðunin vekur hörð viðbrögð. Innlent 17.10.2006 20:53 Telur hættu á einkavæðingu Umræður um breytingu á rekstrarfyrirkomulagi Ríkisútvarpsins héldu áfram á Alþingi í gær. Fjölmargir stjórnarandstæðingar lýstu þeirri skoðun sinni að með hlutafélagsvæðingu stofnunarinnar væri opnað fyrir möguleikann á einkavæðingu og hörmuðu það. Innlent 17.10.2006 20:52 Hélt konu nauðugri í hálftíma Maður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haldið konu nauðugri í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis. Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, auk rúmlega 100 þúsund króna greiðslu í miskabætur. Innlent 17.10.2006 20:53 Fram í prófkjör Samfylkingar Ellert B. Schram hefur lýst yfir að hann gefi kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram þann 11. nóvember næstkomandi. Innlent 17.10.2006 20:52 Stal myndavélum og úrum Tæplega tvítugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og gripdeildir. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár. Innlent 17.10.2006 20:53 Tvennt slapp án teljandi meiðsla Bíl var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um hádegisbil í gær. Ökumaður og farþegi komust úr bílnum af sjálfsdáðum og sluppu án teljandi meiðsla. Þetta er þriðji bíllinn sem fer út í sjó á þessum slóðum síðan í febrúar á þessu ári. Innlent 17.10.2006 20:52 Fyrstu umræðu um Ríkisútvarpið lokið á Alþingi Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk á Alþingi í kvöld. Búist er við að málið verði nú sent til umræðu í menntamálanefnd. Umræðan hófst í gær og var stjórnarandstaðan þegar sökuð um málþóf. Umræðan hélt áfram fram eftir kvöld í gær og var fram haldið í dag. Innlent 17.10.2006 23:30 Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Innlent 17.10.2006 23:17 Nýr sendiherra í Úkraínu Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Sendiherra átti einnig fundi með Borys Tarasyuk, utanríkisráðherra Úkraínu og embættismönnum utanríkisráðuneytisins. Innlent 17.10.2006 22:36 Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi Útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hæst hér á landi samanborið við öll önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins. Hlutfallið á Íslandi er þar sagt 8,8% en meðaltal OECD er 6,4%. Innlent 17.10.2006 22:29 3 og 5 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag tvo menn um tvítugt í 3 og 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu. Mennirnir voru starfsmenn í 2 verslunum á Akureyri þegar brotin voru framin. Innlent 17.10.2006 21:28 30 daga fangelsi fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. Innlent 17.10.2006 20:57 15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 19 ára karlmann í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem hann hafði ekki. Maðurinn mun, ásamt jafnaldra sínum, hafa ekið bíl um götur Kópavogs og Hafnarfjarðar með blá ljós og gefið um leið frá sér hljómerki. Þeir hafi stöðvað 3 ökumenn og leikið lögreglumenn. Innlent 17.10.2006 20:49 SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Innlent 17.10.2006 20:17 Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Innlent 17.10.2006 19:43 Samfylkingin vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu Stjórnarandstaðan segir skort á fjármagni til byggingar á nýju fangelsi stóra vandann er lýtur að föngum. Varaformaður Samfylkingarinnar vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu og nefnir í því samhengi yfirgefið svæði Varnarliðsins. Innlent 17.10.2006 18:56 Gylfi Arnbjörnsson dregur framboð sitt til baka Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti. Innlent 17.10.2006 17:45 Mesta verðbólgan á Íslandi Samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs mældist 12 mánaða verðbólga á Íslandi 6,1 prósent í síðasta mánuði. Þetta er um 1 prósentustig frá ágústmánuði. Á sama tíma lækkaði verðbólga í EES-ríkjunum um 0,4 prósentustig og mældist 1,9 prósent í mánuðinum. Verðbólgan hér er því hæst innan EES. Viðskipti innlent 17.10.2006 17:42 Samið um kaup á netaveiðiréttindum í Hvítá og Ölfusá Stangaveiðifélaga Reykjavíkur hefur gert samninga við stóran hluta þeirra bænda sem eiga netaveiðirétt í Hvítá og Ölfusá með það að markmiði að efla stanga veiði á svæðinu. Félagið hefur um árabil reynt að fá netaveiði aflagða í ánum en gengið hefur verið frá samningum við sem tryggir upptöku á netum sem nemur um tveimur þriðju af meðalnetaveiði. Innlent 17.10.2006 17:17 Litlar breytingar á ástandi nytjastofna Litlar breytingar hafa orðið á ástandi nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi samkvæmt árlegri úttekt Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem unnin er af ráðgjafarnefnd um nýtingu fiskistofna. Innlent 17.10.2006 17:01 Vill að Alþingi breyti lögum til að afstýra einokun í mjólkuriðnaði Talsmaður neytenda vill að Alþingi samþykki þegar í stað breytingu á lögum til þess að afstýra einokun í mjólkuriðnaði með samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 17.10.2006 16:51 Skipalyfta gaf sig í Vestmannaeyjum Óttast er að milljónatjón hafi orðið þegar skipalyfta við höfnina í Vestamannaeyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabátnum Gandí VE í slipp. Lyftan er í eigu Skipalyftunnar ehf. en ekki er vitað hvers vegna hún gaf sig. Lítils háttar slys urðu á fólki að sögn verkstjóra hjá fyrirtækinu. Innlent 17.10.2006 16:37 Samruni Lyfjavers og Lyfja og heilsu ógiltur Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að ógilda skuli samruna lyfsölukeðjanna DAC og Lyfjavers þar sem talið var að hann myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings. Innlent 17.10.2006 16:11 « ‹ 199 200 201 202 203 204 205 206 207 … 334 ›
Búast við hörðum viðbrögðum Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ákvörðunina valda samtökunum þungum áhyggjum. Við höfum lengi varað við þessu af því að okkar langstærstu viðskiptaþjóðir eru mótfallnar hvalveiðum. Innlent 17.10.2006 20:52
Jesus verður birt ákæra í dag Jesus Sains, fyrrverandi starfsmanni deCODE, verður birt ákæra nú klukkan níu fyrir hádegi, vegna meints stuldar á gögnum frá fyrirtækinu. Sains lagði í síðustu viku fjögurra milljóna króna tryggingu fyrir því að hann yrði hér við þingfestingu málsins sem verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Innlent 17.10.2006 20:52
Mótþrói við handtöku verði refsiverður Landssamband lögreglumanna vill að mótþrói við handtöku verði gerður refsiverður, að sögn Sveins Ingibergs Magnússonar, formanns sambandsins. Hann segir að þetta atriði hafi verið viðrað í greinargerð um öryggismál lögreglunnar sem sambandið hafi sent dómsmálaráðherra. Innlent 17.10.2006 20:53
Ríkidæmi dregur úr lesskilningi Niðurstöður rannsóknar á lesskilningi íslenskra barna bendir til þess að virðingarstaða foreldra þeirra hafi neikvæð áhrif á lesskilning. Þetta kom fram á ráðstefnu á vegum menntamálaráðuneytisins í gær, en málshefjendur þar vöktu athygli á því að íslensk börn eru undir meðallagi í lesskilningi, bæði snemma í grunnskóla og síðar á námsleiðinni. Innlent 17.10.2006 20:52
Ekki gerðar ráðstafanir gegn hlerunum „Við höfum ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari aðspurður um eftirlit með öryggi fjarskipta hjá forsetaembættinu. Innlent 17.10.2006 20:52
Þingnefnd ræði um hleranamál Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á þingi vilja að nefnd á vegum Alþingis fari ofan í saumana á símhlerunum íslenskra stjórnvalda, bæði á tímum kalda stríðsins og eftir það. Í umræðum um störf þingsins í gær kom fram eindreginn vilji stjórnarandstöðunnar um að frekar verði aðhafst í málinu en þegar hefur verið ákveðið. Var leið sem norska Stórþingið fór nefnd til fyrirmyndar. Innlent 17.10.2006 20:53
Veiðar á hval vekja ugg Sjávarútvegur Fréttatilkynning vegna atvinnuhvalveiða barst fjölmiðlum frá sendiráði Bretlands í Reykjavík klukkan 13.21, eða áður en umræður um framtíð hvalveiða á Íslandi hófust á Alþingi í gær. Innlent 17.10.2006 20:52
Atvinnuhvalveiðar hófust á miðnætti Sjávarútvegsráðherra tók í gær ákvörðun í samráði við ríkisstjórnina um að hefja atvinnuhvalveiðar. Leyft er að veiða níu langreyðar og þrjátíu hrefnur. Framtíðarfyrirkomulag hvalveiða ákveðið í vetur. Ákvörðunin vekur hörð viðbrögð. Innlent 17.10.2006 20:53
Telur hættu á einkavæðingu Umræður um breytingu á rekstrarfyrirkomulagi Ríkisútvarpsins héldu áfram á Alþingi í gær. Fjölmargir stjórnarandstæðingar lýstu þeirri skoðun sinni að með hlutafélagsvæðingu stofnunarinnar væri opnað fyrir möguleikann á einkavæðingu og hörmuðu það. Innlent 17.10.2006 20:52
Hélt konu nauðugri í hálftíma Maður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haldið konu nauðugri í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis. Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, auk rúmlega 100 þúsund króna greiðslu í miskabætur. Innlent 17.10.2006 20:53
Fram í prófkjör Samfylkingar Ellert B. Schram hefur lýst yfir að hann gefi kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram þann 11. nóvember næstkomandi. Innlent 17.10.2006 20:52
Stal myndavélum og úrum Tæplega tvítugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og gripdeildir. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár. Innlent 17.10.2006 20:53
Tvennt slapp án teljandi meiðsla Bíl var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um hádegisbil í gær. Ökumaður og farþegi komust úr bílnum af sjálfsdáðum og sluppu án teljandi meiðsla. Þetta er þriðji bíllinn sem fer út í sjó á þessum slóðum síðan í febrúar á þessu ári. Innlent 17.10.2006 20:52
Fyrstu umræðu um Ríkisútvarpið lokið á Alþingi Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk á Alþingi í kvöld. Búist er við að málið verði nú sent til umræðu í menntamálanefnd. Umræðan hófst í gær og var stjórnarandstaðan þegar sökuð um málþóf. Umræðan hélt áfram fram eftir kvöld í gær og var fram haldið í dag. Innlent 17.10.2006 23:30
Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Innlent 17.10.2006 23:17
Nýr sendiherra í Úkraínu Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Sendiherra átti einnig fundi með Borys Tarasyuk, utanríkisráðherra Úkraínu og embættismönnum utanríkisráðuneytisins. Innlent 17.10.2006 22:36
Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi Útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hæst hér á landi samanborið við öll önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins. Hlutfallið á Íslandi er þar sagt 8,8% en meðaltal OECD er 6,4%. Innlent 17.10.2006 22:29
3 og 5 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag tvo menn um tvítugt í 3 og 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu. Mennirnir voru starfsmenn í 2 verslunum á Akureyri þegar brotin voru framin. Innlent 17.10.2006 21:28
30 daga fangelsi fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. Innlent 17.10.2006 20:57
15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 19 ára karlmann í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem hann hafði ekki. Maðurinn mun, ásamt jafnaldra sínum, hafa ekið bíl um götur Kópavogs og Hafnarfjarðar með blá ljós og gefið um leið frá sér hljómerki. Þeir hafi stöðvað 3 ökumenn og leikið lögreglumenn. Innlent 17.10.2006 20:49
SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Innlent 17.10.2006 20:17
Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Innlent 17.10.2006 19:43
Samfylkingin vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu Stjórnarandstaðan segir skort á fjármagni til byggingar á nýju fangelsi stóra vandann er lýtur að föngum. Varaformaður Samfylkingarinnar vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu og nefnir í því samhengi yfirgefið svæði Varnarliðsins. Innlent 17.10.2006 18:56
Gylfi Arnbjörnsson dregur framboð sitt til baka Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti. Innlent 17.10.2006 17:45
Mesta verðbólgan á Íslandi Samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs mældist 12 mánaða verðbólga á Íslandi 6,1 prósent í síðasta mánuði. Þetta er um 1 prósentustig frá ágústmánuði. Á sama tíma lækkaði verðbólga í EES-ríkjunum um 0,4 prósentustig og mældist 1,9 prósent í mánuðinum. Verðbólgan hér er því hæst innan EES. Viðskipti innlent 17.10.2006 17:42
Samið um kaup á netaveiðiréttindum í Hvítá og Ölfusá Stangaveiðifélaga Reykjavíkur hefur gert samninga við stóran hluta þeirra bænda sem eiga netaveiðirétt í Hvítá og Ölfusá með það að markmiði að efla stanga veiði á svæðinu. Félagið hefur um árabil reynt að fá netaveiði aflagða í ánum en gengið hefur verið frá samningum við sem tryggir upptöku á netum sem nemur um tveimur þriðju af meðalnetaveiði. Innlent 17.10.2006 17:17
Litlar breytingar á ástandi nytjastofna Litlar breytingar hafa orðið á ástandi nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi samkvæmt árlegri úttekt Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem unnin er af ráðgjafarnefnd um nýtingu fiskistofna. Innlent 17.10.2006 17:01
Vill að Alþingi breyti lögum til að afstýra einokun í mjólkuriðnaði Talsmaður neytenda vill að Alþingi samþykki þegar í stað breytingu á lögum til þess að afstýra einokun í mjólkuriðnaði með samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 17.10.2006 16:51
Skipalyfta gaf sig í Vestmannaeyjum Óttast er að milljónatjón hafi orðið þegar skipalyfta við höfnina í Vestamannaeyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabátnum Gandí VE í slipp. Lyftan er í eigu Skipalyftunnar ehf. en ekki er vitað hvers vegna hún gaf sig. Lítils háttar slys urðu á fólki að sögn verkstjóra hjá fyrirtækinu. Innlent 17.10.2006 16:37
Samruni Lyfjavers og Lyfja og heilsu ógiltur Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að ógilda skuli samruna lyfsölukeðjanna DAC og Lyfjavers þar sem talið var að hann myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings. Innlent 17.10.2006 16:11