SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild 17. október 2006 20:30 Borgar Þór Einarsson, formaður SUS. MYND/Vilhelm Gunnarsson Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUS í dag. Þar segir að óþolandi sé að búa við ásakanir tengdar hlerunarmálinu og að þær liggi í loftinu. Sambandið furðar sig á því að þeir sem hafi komið fram með ásakanirnar hafi ekki gert það fyrr eða látið yfirvöld vita af hinu meinta athæfi. Í ályktuninni hafnar sambandið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar til viðbótar greiningardeil lögreglu sem fyrir sér. Ef slíkar hugmyndir næðu fram að ganga hefðu slík yfirvöld ekki einungis heimildir til að rannsaka grunaða glæpamenn áður en glæpur væri framinn, heldur einnig heimildir til að handtaka, yfirheyra, hlera og gera húsleit hjá viðkomandi án undanfarandi dómsúrskurðar. Slíkar valdheimildir séu varhugaverðar þar sem þær bjóða heim hættu á misnotkun, misrétti og ofsóknum. Í ályktuninni segir ennfremur að þegar við bætist að starfsemi slíkra yfirvalda verði, eðli máls samkvæmt, leynileg og einungis háð innra eftirliti, verði hættan á misnotkun enn meiri. Telur sambandið að ef ofangreindar hugmyndir verði að veruleika muni það leiða til þess að ákveðinn hópur manna innan stjórnsýslunnar hefði fáheyrð völd og nánast enga ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. SUS áréttar í ályktun sinni að frumskylda ríkisvaldsins, og réttlæting fyrir tilvist þess, sé að standa vörð um öryggi borgaranna. Slík varðstaða megi þó aldrei verða til þess að skerða réttindi borgaranna og gera þá berskjaldaða fyrir vörðunum. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUS í dag. Þar segir að óþolandi sé að búa við ásakanir tengdar hlerunarmálinu og að þær liggi í loftinu. Sambandið furðar sig á því að þeir sem hafi komið fram með ásakanirnar hafi ekki gert það fyrr eða látið yfirvöld vita af hinu meinta athæfi. Í ályktuninni hafnar sambandið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar til viðbótar greiningardeil lögreglu sem fyrir sér. Ef slíkar hugmyndir næðu fram að ganga hefðu slík yfirvöld ekki einungis heimildir til að rannsaka grunaða glæpamenn áður en glæpur væri framinn, heldur einnig heimildir til að handtaka, yfirheyra, hlera og gera húsleit hjá viðkomandi án undanfarandi dómsúrskurðar. Slíkar valdheimildir séu varhugaverðar þar sem þær bjóða heim hættu á misnotkun, misrétti og ofsóknum. Í ályktuninni segir ennfremur að þegar við bætist að starfsemi slíkra yfirvalda verði, eðli máls samkvæmt, leynileg og einungis háð innra eftirliti, verði hættan á misnotkun enn meiri. Telur sambandið að ef ofangreindar hugmyndir verði að veruleika muni það leiða til þess að ákveðinn hópur manna innan stjórnsýslunnar hefði fáheyrð völd og nánast enga ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. SUS áréttar í ályktun sinni að frumskylda ríkisvaldsins, og réttlæting fyrir tilvist þess, sé að standa vörð um öryggi borgaranna. Slík varðstaða megi þó aldrei verða til þess að skerða réttindi borgaranna og gera þá berskjaldaða fyrir vörðunum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira