Innlent

Fréttamynd

Tekinn fullur á bíl foreldranna

Aðfaranótt sunnudags stöðvaði lögreglan í Reykjavík níu ökumenn sem eru grunaðir um ölvun við akstur. Þar af var einn fimmtán ára ökumaður sem lögregla stöðvaði í austurhluta Reykjavíkur um níuleytið um morguninn.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla fann engar skemmdir

Skálaverðir og vegfarendur tilkynntu lögreglunni á Hvolsvelli um utanvegaakstur hóps torfærubifhjólamanna milli Hvanngils og Kaldaklofskvíslar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Endaði fjörutíu metrum frá vegi

Nítján ára ökumaður missti stjórn á bifreið sinni um hálf átta leytið í gærmorgun á Ólafsfjarðarvegi við bæinn Djúpárbakka, með þeim afleiðingum að bifreiðin valt.

Innlent
Fréttamynd

Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt á Sæbrautinni

Ökumaður velti bíl sínum á Sæbrautinni til móts við Seðlabankann um klukkan tíu í morgun. Svo virðist sem hann hafi misst stjórn á bifreiðinni í beygju en hún er nokkuð kröpp þar sem nú standa yfir framkvæmdir á svæðinu

Innlent
Fréttamynd

Messa undir berum himni

Messað var undir berum himni í Grafarvogi í morgun. Séra Vigfús Þór Árnason þjónaði fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni.

Innlent
Fréttamynd

Maður lést í vinnuslysi

Karlmaður á fimmtugssaldri lést í gærdag þar sem hann var við vinnu á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins í Álfsnesi á Kjalarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Erill hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöld og nótt vegna mikillar ölvunar í miðbænum. Þurftu þónokkrir að leita á slysadeild vegna áverka eftir slagsmál en enginn þeirra var þó alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla í eftirför á Kjalvegi í gær

Lögreglan á Blönduósi lenti í háskalegri eftirför á hálendinu í gær þar sem hún var við eftirlit. Í frétt frá lögreglunni kemur fram við Áfangafell, sem er við Blöndulón, hafi hún komið auga á jeppabifreið sem ekið var á miklum hraða suður Kjalveg.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél BA hélt áfram ferð sinni í gærkvöld

Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði.

Innlent
Fréttamynd

Slapp lifandi eftir að hafa verið hrint fyrir lest

Það þykir ganga nærri kraftaverki að tuttugu og sex ára gamalla heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Fram kemur á fréttavef Politiken hann það hafi orðið honum til happs að hann lenti á milli járnbrautateina og því keyrði lest sem kom aðvífandi ekki beint á hann.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í kjallara

Eldur kom upp í kjallara nýbyggingar við Dalveg í Kópavogi, rétt eftir klukkan átta í gærkvöldi. Kviknaði hafði í frauðplasti sem var þar til geymslu og lagði mikinn reyk frá eldinum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fresta því að fylla Hálslón

Stjórn og þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur skorað á ríkisstjórnina og stjórn Landsvirkjunar að fresta því að fylla Hálslón þar til sérstök matsnefnd, skipuð óháðum aðilum, verður fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi

Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi til móts við Djúparbakka um klukkan sjö í morgun. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Ekki er vitað hver meiðsli hans eru að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Íslandssafn í Sognafirði

Össur Skarphéðinsson vill að íslenska ríkisstjórnin eigi frumkvæði að stofnun safns í Sognafirði í Noregi til minningar um landnámsmenn Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Nýr formaður breytir engu

Formannsskipti í Framsóknarflokknum breyta ekki fylgi Framsóknarflokksins samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks dalar en Samfylking og Vinstri græn bæta við sig.

Innlent
Fréttamynd

Kveikti í dýnu í fangaklefanum

Góðkunningja lögreglunnar sem gisti fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu aðfaranótt laugardags tókst að smygla inn kveikjara í sokknum sínum og kveikja í horni rúmdýnu í klefa sínum, sem orsakaði minniháttar eldsvoða. Maðurinn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en sú reyndist ekki raunin. Hann var sendur til baka í fangageymslu og fluttur á geðdeild þegar leið á gærdaginn.

Innlent
Fréttamynd

Frjálslyndir tapa miklu fylgi

Frjálslyndi flokkurinn missir rúm fjögur prósentustig samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig um fjórum prósentustigum hvor, en Sjálfstæðisflokkur missir tæp þrjú prósentustig. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður sökuð um að leyna skýrslunni

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir Valgerði Sverrisdóttur hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúkavirkjun. Gerði ekkert rangt, segir Valgerður.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmenni á Akureyrarvöku

Á fimmta þúsund manns voru í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þegar Listasumri Akureyringa lauk með Akureyrarvöku. Í tilefni dagsins var boðið upp á menningarviðburði um allan Akureyrarbæ sem góður rómur var gerður að.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt verkefni framundan

„Það vekur at­hygli að Framsóknarflokkurinn er enn með svipað fylgi, svo flokksþing þeirra hefur ekkert híft flokkinn upp. Framsókn á erfiðan vetur fyrir höndum ef þeir eiga að ná kosningafylginu,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Bruni í húsi við gæsluvöll

Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í húsnæði við gæsluvöll við Heiðarból í Keflavík klukkan rúmlega átta í gærmorgun. Gluggi í húsinu var brotinn og eldurinn er talinn hafa kviknað innan frá.

Innlent
Fréttamynd

Flugmenn léku listir sínar

Á annað þúsund manns var söfnuðust saman á Reykjavíkurflugvelli í gær til að fylgjast með flugsýningu Flugmálafélagsins í tilefni 70 ára afmælis félagsins. „Þetta var ótrúlega vel heppnuð sýning enda lék veðrið við okkur,“ segir Kristján Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys í Sorpu á Álfsnesi

Karlmaður á sextugsaldri lést um tvöleytið í gær þegar hann var við vinnu í sorpurðunarstöð Sorpu á Álfsnesi á Kjalarnesi. Engin vitni urðu að slysinu og lögregla vinnur að rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Varð vélarvana í Reyðarfirði

Hollenskt tólf þúsund tonna flutningaskip, Aalsmeergracht, varð vélarvana í Reyðarfirði um tíuleytið að kvöldi föstudags. Engin skip í nágrenninu voru nægilega öflug til að geta komið til aðstoðar, svo brugðið var á það ráð að kalla til björgunarskips Slysavarnarfélagsins á Norðfirði og línubátinn Pál Jónsson, sem var staddur austur af Gerpi. Sérfræðingar sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til ráðgjafar um góðan haldbotn fyrir akkeri og var skipinu ráðlagt að kasta akkeri norðvestur af Grímu. Viðgerð stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Orsök ókunn

Ekki er ljóst hvað olli því að báturinn Sigurvin GK119 sökk á föstudagskvöld. Báturinn sökk undan Rifi á Snæfellsnesi á níunda tímanum á föstudagskvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli því að báturinn hóf að leka, en skipverjar voru að ljúka veiðiferð þegar skipið sökk.

Innlent
Fréttamynd

Nauðlenti vegna brauðofns

Nauðlending Neyðarástandi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli um stund þegar tilkynnt var um hugsanlegan eld í farþegarými flugvélar British Airways um klukkan sex í gær. Flugvélin var þá um fimmtíu kílómetra úti fyrir Reykjarnesi á leið til Denver í Bandaríkjunum. Ekki reyndist hætta á ferðum því í ljós kom þegar flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli að reykur í farþegarými vélarinnar stafaði af brauðofni sem ofhitnaði.

Innlent
Fréttamynd

Keyrði á tengivagn og valt

Fólksbíll keyrði út af og valt, laust fyrir miðnætti á föstudag eftir að hafa keyrt yfir á rangan vegarhelming og á tengivagn vöruflutningabíls, sem kom úr gagnstæðri átt á Reykjanesbraut. Tvennt var í fólksbílnum, og sluppu þau með minniháttar áverka og skurði eftir glerbrot.

Innlent
Fréttamynd

Mikill reykur frá frauðplasti

Eldur kom upp í bílakjallara undir nýbyggingu við Dalveg í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Mikinn reyk lagði frá byggingunni enda hafði eldurinn læst sig í nokkra rúmmetra af frauðplasti.

Innlent
Fréttamynd

Eldur á Dalveginum

Allt tiltækt slökkvilið var nú á áttunda tímanum sent að Dalvegi 14 í Kópavogi þegar tilkynning barst um að mikinn reyk legði frá húsinu. Það mun vera iðnaðarhúsnæði og nýbygging. Allar stöðvar eru nú á vettvangi og reykkafarar á leið inn í húsið.

Innlent