Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi
Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi til móts við Djúparbakka um klukkan sjö í morgun. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Ekki er vitað hver meiðsli hans eru að svo stöddu.