Innlent

Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni
Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála.
Bensínverð lækkaði um eina krónu
Bensínorkan lækkaði bensínverð um eina krónu og sextíu aura á lítrann í morgun. Að sögn talsmanns félagsins var þetta gert vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði og þrátt fyrir að dollarinn hafi aðeins hækkað gagnvart krónunni.
Viðgerðir á Hringvegi 1
Vegna slitlagsviðgerða verður Hringvegur 1 lokaður til suðurs frá Grundartangavegi að Akrafjallsvegi við Hvalfjarðargöng til kl. 19 í dag og frá kl 9 til 14 á morgun. Vegfarendum er bent á að aka Akrafjallsveg.

Ekki vitað hvort Dell-fartölvur hér séu með gallaða rafhlöðu
Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Ekki liggur fyrir hvort einhverjar fartölvur hér á landi eru með rafhlöðutegundina sem um ræðir.

Töldu sig ekki mega versla á frísvæði Keflavíkurflugvallar
Hertar öryggisreglur á Keflavíkurflugvelli hafa áhrif á mörgum ólíkum sviðum. Til dæmis þorðu margir brottfararfarþegar ekki að versla á frísvæðinu í flugstöðinni í morgun af ótta við að brjóta reglur, en svo er þó ekki.

Funduðu á Ísafirði í gær
Það hljóp á snærið hjá þeim sem leita logandi ljósi að klíkumyndun vegna leiðtogakjörs í Framsóknarflokknum þegar fréttir bárust af því að þrír frambjóðendur til þriggja æðstu embætta flokksins hefðu sameiginlega efnt til fundar með framsóknarmönnum á Ísafirði í gærkvöldi.

Landsvirkjun semur við TM Software
Landsvirkjun hefur gert samning við TM Software um uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggist á nýjustu IP-símatækni fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Fljótsdalsstöð, Kárahnjúkum. Í verkinu felst meðal annars forritun, uppsetning, prófanir og kennsla á IP-símstöðvarnar og símabúnaðinn sem þeim tilheyrir.

Féll af hestbaki
Kona féll af hestbaki í Norðurárdal í gær og varð undir hestinum. Hún var flutt á Slysadeild Landsspítalans af ótta við að hún hafi meiðst innvortist, en rannsóknir leiddu það ekki í ljós. Til öryggis var hún undir eftirlits lækna á sjukrahúsinu á Akranesi í nótt, þar sem hún er þaðan.
Innbrotsþjófur handtekinn
Ungur innbrotsþjófur var handtekinn eftir að hann braust inn í apótek við Álfabakka í Breiðholti í Reykjavík um þrjú leitið í nótt. Lögreglugmenn gripu hann á staðnum og kom þá í ljós að þetta var sami þjofurinn og lögreglan handtók í fyrrinótt fyrir að hafa brotist inn í sama apótek og annað til viðbótar um nóttina. Eftir það var hann vistaður í fangageymslum en sleppt að yfirheryslum loknum í gær. Það verður væntanleg gert aftur í dag og býst lögregla allt eins við að hann fari enn á kreik í nótt.-

Mega bæta þremur kílóum við farangurinn
Icelandair hefur ákveðið að heimila fólki að bæta þremur kílóum við farangur sinn, sem fer í lest flugvélanna, þannig að heildarþyngd verði 23 kíló, áður en til greiðlsu á yfirvigt kemur.

Kreditkortavelta eykst um nær fjórðung
Kreditkortavelta heimilanna á fyrri helmingi ársins var 22,1 prósenti meiri en á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt Hagstofunni er hefur veltan aukist um 18,3 síðustu tólf mánuði samanborið við mánuðina tólf þar á undan.

Á 116 kílómetra hraða á Sæbraut
Lögregla stöðvaði vélhjólamann á Sæbraut í Reykjavík um miðnætti, eftir að hann hafði mælst á 116 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetar. Hann var auk þess með farþega á hjólinu. Fjögurra kílómetra hraða vantaði upp á að hann væri á tvöföldum hámarkshraða, en þá hefði hann misst ökuréttindin.

Kreditkortavelta eykst um 22,1%
Kreditkortavelta heimilanna á fyrri helmingi ársins var 22,1 prósent meiri en á sama tíma fyrir ári.
Ástand vinnumarkaðar
Starfandi aðilum á vinnumarkaði hefur fjölgað á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt Hagstofunni voru 163.800 manns á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi ársins 2005 en nú eru 171.600 manns starfandi.

Hertar öryggisreglur í Leifsstöð
Öryggisreglur hafa verið hertar til muna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Íslendingar sem hyggjast ferðast erlendis eru vafalítið óöruggir um hvað þeir mega og eiga að gera.
Rafmagn komið á að nýju
Rafmagn er komið á að nýju í Fellahverfi í Breiðholti, en þar og við Vesturberg og á nærliggjandi götum varð rafmangslaust um kl. 18:40 í kvöld. Bilun varð í háspennukerfinu og er nú unnið að fullnaðarviðgerð.

Útilokar ekki að fjölga friðargæsluliðum
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, leggur mikla áherslu á þátttöku Íslendinga í friðargæslu á Srí Lanka. Ákvörðun verður tekin síðar í vikunni en Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að íslenskum friðargæsluliðum verði fjölgað, þrátt fyrir vaxandi ólgu.

Öryggisreglur gilda um alla flugfarþega
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að þær kröfur sem gerðar hafa verið til flugfarþega á leið til Bretlands og Bandaríkjanna gildi nú um alla farþega þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu.

Vilja stöðva agaleysi í framúrkeyrslum fjárheimilda
Sitjandi formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að ræða verði við fjármálaráðuneytið og forstöðumenn helstu stofnana til að stöðva agaleysi í framúrkeyrslum fjárheimilda. Sem dæmi fóru Háskólinn á Akureyri og Landhelgisgæslan langt fram úr heimildum eða samtals um nærri hálfan milljarð króna.

Kristinn H. býður sig fram til ritara
Kristinn H. Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til ritara á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Hann segir áherslur sínar í velferðarmálum og öðrum málaflokkum vera þau vopn sem flokkurinn þarf á að halda til að ná sínu fyrra fylgi.
Á ekki þátt í auglýsingu um "meðferð " við samkynhneigð
Þjóðkirkjan þvær hendur sínar af auglýsingu Samvinnuhóps kristinna trúfélaga, þar sem fólki er boðin meðferð til að losna úr viðjum samkynhneigðar. Hún er ekki sögð í samræmi við þær áherslur sem nú eru til umræðu innan Þjóðkirkjunnar.
Mótmælendur héldu starfsfólki í gíslingu
Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar.
11 torfærustólar teknir í notkun
Íþróttasamband fatlaðra tekur í notkun 11 torfæruhjólastóla á morgun, en þeir hafa staðið óhreyfðir í átta mánuði vegna deilna sambandsins við tollayfirvöld hér á landi. Stólarnir komu til landsins í janúar. ÍF sótti um niðurfellingu aðflutningsgjalda en var hafnað. Málið var kært og var niðurfelling gjalda staðfest nú í júlí.
Viðbótarfé til Líbanons
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita viðbótarfé til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon. Það framlag nemur fjórtán komma tveimur milljónum króna. Það kemur til viðbótar tíu milljónum króna sem veittar voru í lok júlí. Framlagið núna skiptist jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða krossins.

FL Group tapar á öðrum ársfjórðungi
FL Group hagnaðist um rúma 5,7 milljarða króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæpum 3,8 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 6,3 milljörðum króna en hann var rúmir 2,3 milljarðar króna fyrir ári. FL Group tapaði 118 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, sem er nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið skilaði rúmlega 1,9 milljarða króna hagnaði.

Segir mótmælendur hafa haldið starfsfólki í gíslingu
Hópur andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar lét að sér kveða á Reyðarfirði í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Eskifirði fór einn maður inn á byggingarsvæði álvers Alcoa og stöðvaði þar vinnu í eina til tvær klukkustundir. Þá fór um 10 manna hópur inn á skrifstofur.

Kristinn H. vill í ritaraembættið
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið.
Sandgerðisvegur lokaður í dag og á morgun
Sandgerðisvegur verður lokaður frá Miðnesheiðarvegi að Garðskagavegi í dag og á morgun vegna. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinna að vegurinn verði þó opinn í nótt til kl. níu í fyrramálið. Vegfarendum er bent á að aka Garðskagaveg.

Dregur úr sölu á nýjum íbúðum
Nýjum fullbúnum íbúðum, sem standa tómar og seljast ekki, fjölgar dag frá degi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma verður víða vart tómra íbúða í grónum hverfum þaðan sem fólk er flutt í nýjar íbúðir en getur ekki selt þær gömlu.

Ýjar að því að Fons kaupi aftur Sterling
Berlingske Tidende í Danmörku lætur að því liggja að eignarhaldsfélagið Fons, sem í fyrra keypti dönsku flugfélögin Mersk og Sterling og seldi þau sameinuð til FL Group, muni aftur eignast Sterling á næstunni.