Innlent

Landsvirkjun sögð raska Eyjabökkum
Samtökin Íslandsvinir saka Landsvirkjun um að ganga gegn umhverfismati við byggingu lóns á Eyjabökkum og þurrka að auki upp fossa í Jökulsá á Fljótsdal. Landsvirkjun vísar ásökununum á bug og segir mótmælendur illa upplýsta.

Tafir á aðstöðu fyrir áhætturannsóknir
Aðstaða fyir áhætturannsóknir sem byggja átti upp á Keldum fyrir 1. febrúar verður ekki tilbúin í tæka tíð. Ástæðan er stöðvun sem stjórnvöld settu á útboð allra opinberra framkvæmda, að sögn Helga Helgasonar framkvæmdastjóra.

Orkuboltarnir á Reykhólum
Það er sólskin og blíða þegar Jón Sigurður Eyjólfsson kemur akandi að Reykhólum. Þar búa kraftmiklir og sjálfsöruggir sveitungar enda fá þeir auka orku úr þanginu og vissuna úr völunni hans Dalla.

Engin lagastoð fyrir birtingu
Samkvæmt skattalögum ber skattstjórum að leggja fram álagningarskrár almenningi til sýnis í hverju sveitarfélagi, þar sem skattar á hvern gjaldanda eru tilgreindir. En hvergi er kveðið á um í lögum að taka skuli saman lista yfir hæstu gjaldendur til birtingar.

Veiddu yfir 500 laxa á einni viku
í sumar hefur enn sem komið er ekki alveg staðið undir þeim væntingum sem veiðimenn gerðu sér í vor. Víðast hvar er veiðin nokkru minni en hún var á sama tíma í fyrra en þess ber þó að geta að sumarið 2005 var eitt besta laxveiðisumar sem um getur og samanburðurinn því ekki að öllu leyti sanngjarn.

Heimilt að blása framkvæmdina af
Esso fær takmarkað byggingarleyfi fyrir bensínstöð við Hringbraut, en fundargerð frá byggingarfulltrúa varðandi þetta var staðfest á borgarráðsfundi í gær.

Tíu sérsveitarmenn verða ráðnir í haust
Eignakaup embættis ríkislögreglustjóra jukust um 57 prósent milli áranna 2004 og 2005. 14 milljónir fóru í stækkun sérsveitarinnar sem skýrir helst aukninguna, að sögn yfirlögregluþjóns. Sértekjur embættisins lækkuðu um 44 prósent.

Fljúga beint til Bandaríkjanna
Flugfélag Íslands mun að líkindum missa spón úr aski sínum á næsta ári þegar Grænlandsflug mun hefja reglubundin áætlunarflug milli Grænlands og Bandaríkjanna.

Ellefu tegundir ánamaðka
Um fimmtíu vísindamenn eru staddir á ráðstefnu um dýralíf í jarðvegi sem haldin er á Akureyri. Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur segir að hér kunni að finnast smádýrategundir sem ekki finnist annars staðar.
Hlutabréf ekki lægri á árinu
Landsbankinn og Bakkavör birtu í gær uppgjör sín. Bæði félög skiluðu afkomu sem var í efri hluta meðaltalsvæntinga greiningardeilda bankanna.
Níu ára piltur gerði viðvart
Níu ára drengur var einn í bústaðnum að horfa á sjónvarp, sem var með innbyggðan DVD-spilara, þegar kviknaði í tækinu. Hann tók þá til fótanna og gerði foreldrum sínum sem voru á svæðinu viðvart.

Allir þurfa meðmæli
Dorrit Moussaieff forsetafrú fær íslenskan ríkisborgararétt næsta mánudag. Meðmælendur hennar voru Karl Sigurbjörnsson biskup og Rannveig Rist, forstjóri Alcan. Hjalti Zóphóníasson er skrifstofustjóri dómsmálaráðurneytisins.
Samgöngur til Vestmannaeyja
Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa lagt fram tillögur að úrbótum í samgöngumálum.

Vill ekki tengivagna
Þetta hefur ekki verið neitt að bögga mig. En svo náttúrulega þegar maður heyrir af svona hlutum eins og slysinu þegar flutningabíllinn hellti niður olíu fyrir norðan fer maður að pæla í þessu.
Ökumaðurinn útskrifaður
Maðurinn sem slasaðist þegar hann ók flutningabíl með brotajárnsfarm fram af veginum efst á Bessastaðafjalli í Fljótsdal í fyrradag hefur verið útskrifaður af Heilsugæslunni á Egilsstöðum.

Mega aðeins gifta sig í fimm löndum
Hæstiréttur Washington-ríkis í Bandaríkjunum úrskurðaði á dögunum að ekkert væri athugavert við lög sem banna samkynhneigðum að ganga í hjónaband í ríkinu. Nítján samkynhneigð pör höfðu kært lögin og töldu þau brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Spörkuðu í liggjandi menn
Tveir menn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir grófar líkamsárásir í apríl í fyrra. Annar mannanna er einnig ákærður fyrir tvö fíkniefnabrot.

Verðum að efla aðrar greinar
Feðgarnir Óli Bjarni Ólason útgerðarmaður í Grímsey og Óli Hjálmar Ólason skoða nú sölu á aflaheimildum sínum í Grímsey. Um er að ræða tæp tólf hundruð þorskígildistonn en það eru rúm fjörutíu prósent veiðiheimilda í eynni.

Með alla útlimi krosslagða
"Aðalfrétt dagsins í dag er að það eru akkúrat 23 ár síðan tvíburarnir mínir fæddust. Þeir eru því orðnir einu ári eldri en ég var þegar ég eignaðist þá," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, leikskólastjóri Klambra. Á afmælisdeginum fær hún annan tvíburann í heimsókn enda eru þeir "orðnir karlar í sitt hvoru landinu".

Búa sig undir fyrsta veturinn
Þeir sem fara akandi frá höfuðborginni til Vestfjarða hafa margir átt góðar griðastundir við þjóðveginn í Bjarkalundi. Í vetur tóku nýir eigendur við staðnum og í kjölfarið hefur verið ráðist í nokkrar breytingar.

Fundu bækur við uppgröft
Tvær bækur hafa fundist við uppgröft á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Er þetta í fyrsta skipti sem vitað er til að bækur hafi fundist við fornleifauppgröft hérlendis en bækurnar fundust ásamt beinum tveggja manna.

Margir með kvefpestir
Talsvert meiri aðsókn hefur verið á Læknavaktina í sumar en fyrri sumur. Rétt tæplega fimm þúsund manns hafa leitað til lækna vaktarinnar það sem af er júlímánuði og sami fjöldi gerði slíkt hið sama í júní.

Fjöltefli við skákmeistara
Gestum og gangandi gefst kostur á að spreyta sig á fjöltefli við skákmeistarann Róbert Harðarson í dag. Fjölteflið verður fyrir framan verslun Bónuss í Kringlunni milli klukkan fjögur og átta.

Vistvænir bílar í ráðhúsinu
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók nýlega á leigu átta Kia Picanto bifreiðar sem allar eru knúnar dísileldsneyti og teljast sparneytnar. Ástæða þess er sú að umhverfissvið vill vera til fyrirmyndar í vistvænum rekstri, að sögn Ellýar Katrínar Guðmundsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs.

Lést í vinnuslysi
Maðurinn sem lést í vinnuslysinu við Hellisheiðarvirkjun á þriðjudag hét Frédéric Robert Negro. Hann var fæddur 2. janúar 1957 og var franskur. Fréderic lést þegar jarðvegur undir lyftara seig og lyftarinn valt. Fréderic stóð á göfflum lyftarans í sjö til tíu metra hæð. Rannsókn á slysinu stendur yfir hjá lögreglunni á Selfossi.
Fannst á hótelherbergi
Michal Piecychna, pólskur karlmaður sem hefur verið saknað frá 20. júlí síðastliðinn, er kominn í leitirnar. Hann fannst á hótelherbergi í Reykjavík í fyrrinótt, heill á húfi.
Ísland styrkir neyðaraðstoð
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að íslenska ríkið veiti tíu milljónum króna til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon og sex milljónum til Sameinuðu þjóðanna.
Allir vel undir mörkunum
Engir þeirra sem verða starfs síns vegna fyrir geislun hér á landi eru nálægt heilsuspillandi mörkum. Meirihluti þeirra starfar annað hvort innan heilbrigðisþjónustunnar eða í tengslum við hana.

Vilja umhverfismat mun fyrr
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun mála í rannsóknar- og nýtingarleyfum til virkjana í vatnsafli og jarðvarma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flokknum sem blaðinu barst í gær.

Kominn til meðvitundar
Jonathan Motzfeldt, formaður grænlenska landsþingsins, er kominn til meðvitundar og hefur verið fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans, þar sem hann hefur legið meðvitundarlaus í öndunarvél undanfarna daga. Motzfeldt var greindur með lungnabólgu og nýrnabilun vegna bakteríusýkingar.