Veiddu yfir 500 laxa á einni viku 28. júlí 2006 07:15 Steinar Torfi Vilhjálmsson í sumar hefur enn sem komið er ekki alveg staðið undir þeim væntingum sem veiðimenn gerðu sér í vor. Víðast hvar er veiðin nokkru minni en hún var á sama tíma í fyrra en þess ber þó að geta að sumarið 2005 var eitt besta laxveiðisumar sem um getur og samanburðurinn því ekki að öllu leyti sanngjarn. Veiðin virðist þó vera að glæðast víða. Þannig komu meira en fimm hundruð laxar upp úr Ytri-Rangá og Hólsá í síðustu viku og eru árnar að ná svipaðri veiði og í fyrra. Láxá á Ásum er líka að taka við sér en þar hafa veiðst um hundrað laxar síðustu vikuna, sem telst allgott, á einungis tvær stangir.Viðvarandi bjartsýniPáll Þór ÁrmannLaxveiðimenn og veiðimenn almennt eru upp til hópa bjartsýnismenn enda það kannski partur af prógramminu að eiga alltaf von á því besta framundan. Á hverju vori má oft lesa viðtöl við veiðigarpa sem langflestir eiga von á góðu veiðisumri, þótt illa hafi veiðst í mörg ár á undan.Þegar góður afli gengur ekki eftir og veiði er treg framan af sumri, halda menn að minnsta kosti í vonina um að lokaspretturinn verði góður. Þannig er því varið með viðmælendur Fréttablaðsins um laxveiðisumarið 2006, þeir eru bjartsýnir á að þær vikur sem eftir eru af laxveiðitímabilinu skili mun fleiri löxum á land en þær sem liðnar eru.Óhemju veiði í fyrraLaxveiðar Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengd laxa í sumar. Það hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill fiskur í ánum og enginn geti svarað fyrir víst hver skýringin sé. Sumir halda því fram að þetta bendi til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu. fréttablaðið/sigurður jökullSteinar Torfi Vilhjálmsson, sölumaður hjá Lax-á, segir veiðisumarið hafa farið hægt af stað og veiðin verið misgóð.„Fólk er misánægt, það er búin að vera mikil uppsveifla síðustu sumur, óhemjumikil veiði og fólk býst alltaf við að þetta verði enn betra,“ segir hann.Hann bendir jafnframt á að erfitt sé að bera veiðitölur á miðju sumri saman við heildarafla ársins á undan. „Sumar ár fara seint af stað eins og dæmið með Ytri-Rangá og Hólsá sýnir og þar stendur veiðitímabilið auk þess fram í október.“Sígandi lukka bestUndir þetta tekur Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Samanburðurinn við árið í fyrra er ekki alveg sanngjarn, Þá voru nokkrar ár að ná algjörri metveiði, til dæmis Norðurá þar sem komu upp rúmlega þrjú þúsund laxar. Hún er komin í um fimmtán hundruð laxa núna, sem er mjög góð veiði, og hún fer örugglega yfir tvö þúsund laxa í ár, sem er mjög fín veiði.“Páll Þór vekur líka athygli á því að besti veiðitími í ám landsins sé mjög mismunandi og nefnir, líkt og Steinar Torfi, Rangárnar á Suðurlandi sem dæmi um ár sem gefa meira eftir því sem lengra líður á veiðitímabilið. „Norðurland og sérstaklega Norðausturhornið eru líka svæði þar sem yfirleitt veiðist meira síðsumars,“ segir hann.Færri fiskar í ánumÞrátt fyrir sameiginlega bjartsýni um að laxveiðisumarið 2006 verði gott þegar upp verður staðið í haust, eru þeir Steinar Torfi og Páll Þór þó sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengdinni í sumar. „Það hefur einfaldlega ekki nógu mikill fiskur skilað sér í árnar í sumar og það getur enginn svarað því fyrir víst hver skýringin á því er.Hugsanlega getur þetta skilað sér síðar í sumar,“ segir Steinar Torfi og bætir því við að sumir telji þetta benda til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu.Göngur seinna á ferðinniPáll Þór segir veiðimenn almennt sammála um að göngur séu seinna á ferðinni í ár en í fyrra, en þær séu að sama skapi jafnari. „Veiðin í Elliðaánum er til dæmis örlítið betri núna en á sama tíma í fyrra en samt hafa um þúsund færri laxar farið gegnum teljarann. Þeir eru þó að koma jafnt og þétt núna, til að mynda fóru um níutíu laxar gegnum teljarann í fyrrinótt,“ segir hann og bætir við að laxveiðimenn um land allt horfi fram á góðar laxagöngur áfram eitthvað frameftir sumri. Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
í sumar hefur enn sem komið er ekki alveg staðið undir þeim væntingum sem veiðimenn gerðu sér í vor. Víðast hvar er veiðin nokkru minni en hún var á sama tíma í fyrra en þess ber þó að geta að sumarið 2005 var eitt besta laxveiðisumar sem um getur og samanburðurinn því ekki að öllu leyti sanngjarn. Veiðin virðist þó vera að glæðast víða. Þannig komu meira en fimm hundruð laxar upp úr Ytri-Rangá og Hólsá í síðustu viku og eru árnar að ná svipaðri veiði og í fyrra. Láxá á Ásum er líka að taka við sér en þar hafa veiðst um hundrað laxar síðustu vikuna, sem telst allgott, á einungis tvær stangir.Viðvarandi bjartsýniPáll Þór ÁrmannLaxveiðimenn og veiðimenn almennt eru upp til hópa bjartsýnismenn enda það kannski partur af prógramminu að eiga alltaf von á því besta framundan. Á hverju vori má oft lesa viðtöl við veiðigarpa sem langflestir eiga von á góðu veiðisumri, þótt illa hafi veiðst í mörg ár á undan.Þegar góður afli gengur ekki eftir og veiði er treg framan af sumri, halda menn að minnsta kosti í vonina um að lokaspretturinn verði góður. Þannig er því varið með viðmælendur Fréttablaðsins um laxveiðisumarið 2006, þeir eru bjartsýnir á að þær vikur sem eftir eru af laxveiðitímabilinu skili mun fleiri löxum á land en þær sem liðnar eru.Óhemju veiði í fyrraLaxveiðar Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengd laxa í sumar. Það hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill fiskur í ánum og enginn geti svarað fyrir víst hver skýringin sé. Sumir halda því fram að þetta bendi til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu. fréttablaðið/sigurður jökullSteinar Torfi Vilhjálmsson, sölumaður hjá Lax-á, segir veiðisumarið hafa farið hægt af stað og veiðin verið misgóð.„Fólk er misánægt, það er búin að vera mikil uppsveifla síðustu sumur, óhemjumikil veiði og fólk býst alltaf við að þetta verði enn betra,“ segir hann.Hann bendir jafnframt á að erfitt sé að bera veiðitölur á miðju sumri saman við heildarafla ársins á undan. „Sumar ár fara seint af stað eins og dæmið með Ytri-Rangá og Hólsá sýnir og þar stendur veiðitímabilið auk þess fram í október.“Sígandi lukka bestUndir þetta tekur Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Samanburðurinn við árið í fyrra er ekki alveg sanngjarn, Þá voru nokkrar ár að ná algjörri metveiði, til dæmis Norðurá þar sem komu upp rúmlega þrjú þúsund laxar. Hún er komin í um fimmtán hundruð laxa núna, sem er mjög góð veiði, og hún fer örugglega yfir tvö þúsund laxa í ár, sem er mjög fín veiði.“Páll Þór vekur líka athygli á því að besti veiðitími í ám landsins sé mjög mismunandi og nefnir, líkt og Steinar Torfi, Rangárnar á Suðurlandi sem dæmi um ár sem gefa meira eftir því sem lengra líður á veiðitímabilið. „Norðurland og sérstaklega Norðausturhornið eru líka svæði þar sem yfirleitt veiðist meira síðsumars,“ segir hann.Færri fiskar í ánumÞrátt fyrir sameiginlega bjartsýni um að laxveiðisumarið 2006 verði gott þegar upp verður staðið í haust, eru þeir Steinar Torfi og Páll Þór þó sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengdinni í sumar. „Það hefur einfaldlega ekki nógu mikill fiskur skilað sér í árnar í sumar og það getur enginn svarað því fyrir víst hver skýringin á því er.Hugsanlega getur þetta skilað sér síðar í sumar,“ segir Steinar Torfi og bætir því við að sumir telji þetta benda til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu.Göngur seinna á ferðinniPáll Þór segir veiðimenn almennt sammála um að göngur séu seinna á ferðinni í ár en í fyrra, en þær séu að sama skapi jafnari. „Veiðin í Elliðaánum er til dæmis örlítið betri núna en á sama tíma í fyrra en samt hafa um þúsund færri laxar farið gegnum teljarann. Þeir eru þó að koma jafnt og þétt núna, til að mynda fóru um níutíu laxar gegnum teljarann í fyrrinótt,“ segir hann og bætir við að laxveiðimenn um land allt horfi fram á góðar laxagöngur áfram eitthvað frameftir sumri.
Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira