Innlent

Vilja að farið sé norðar yfir fjörðinn
Leið ehf. hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaðar framkvæmdir á þjóðvegi 1 milli Brúar og Staðarskála í Hrútafirði væru ekki líklegar til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skyldu framkvæmdirnar því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.

Klárast eftir ár ef allt fer vel
Endurbætur á húsnæði Þjóðleikhússins standa yfir þessa dagana. Nú eru í gangi utanhúsviðgerðir sem snúa að þaki og yfirklæðningu, segir Tinna Gunnlaugsdóttir leikhússtjóri. Við vonum að viðgerðum á þakinu ljúki í sumar, en verkpallar munu standa kringum húsið í vetur og næsta sumar verður klárað að gera við kápuna og steina húsið upp á nýtt.

Biðjum eins
Hizbollah-samtökin í Líbanon eru um þessar mundir í brennidepli vegna átakanna við Ísrael. Hizbollah eru yfirlýst samtök sjíamúslima. Salmann Tamimi er formaður félags múslima á Íslandi.

Þrír dælubílar sendir í verkið
Eldur kviknaði í vöruskemmu við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi í gærmorgun. Skemman er fyrrum áburðargeymsla verksmiðjunnar en er nú í eigu gámafélags og í henni hefur sorp frá iðnfyrirtækjum verið flokkað.

Veiðimálastjóri setti lögleysu
Ákvarðanir og málsmeðferð veiðimálastjóra við setningu reglna árið 2004 um bann við netaveiði göngusilungs við Eyjafjörð, Faxaflóa, Skjálfanda og Þistilfjörð voru að mati Umboðsmanns Alþingis ekki í samræmi við lög.

Flutningabíll sleit raflínur
rafmagnsleysi Rafmagn fór af nokkrum húsum í nágrenni við Selfoss í gærmorgun eftir að flutningabíll sleit raflínu á Suðurlandsvegi. Var bílinn á leið eftir veginum með pallinn uppi og krækti í raflínuna með þeim afleiðingum að allir þrír vírarnir slitnuðu.
Ánægð með nýja skýrslu
Samtök ferðaþjónustunnar fagna skýrslu matvælaverðsnefndar forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu frá samtökunum er þó lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni.

Læsti sjálfan sig í skottinu
Níu ára gamall drengur í Vestmannaeyjum kom sér í ógöngur í síðustu viku þegar hann læsti sjálfan sig inni í farangursgeymslu bíls. Ekki vildi betur til en svo að hann var sjálfur með lyklana að bílnum í vasanum og bíllinn var harðlæstur.

Hjólreiðamenn sóttir í göngin
Nokkuð er um að fólk fari í gegnum Hvalfjarðargöngin án þess að borga veggjaldið. Einnig hefur nokkrum sinnum komið fyrir að hjólreiðamenn reyni að stytta sér leið í gegn þrátt fyrir að stranglega bannað sé að hjóla gegnum göngin.
Engum skaðabótum lofað
Í gærmorgun funduðu forsvarsmenn Hitaveitu Suðurnesja með fulltrúum varnarliðsins vegna brotthvarfs varnarliðsins og þeirra áhrifa sem það hefur á tekjur hitaveitunnar.

Aðkoma ríkisins að rekstri Strætó skoðuð
Umhverfisráðherra ætlar að skoða hvernig hægt sé að gera almenningssamgöngur raunhæfari kost en nú er. Tilefnið er taprekstur Strætó, breytingar á leiðakerfi og fækkun ferða. Strætó greiðir árlega um 300 milljónir til ríkisins.

Íbúasamtök Grafarvogs vilja ekki að þverun verði gerð með uppfyllingu í Eiðisvík
Íbúasamtök Grafarvogs gagnrýna að ekki sé gert ráð fyrir fleiri en tveimur áþekkum valkostum í drögum að matsáætlun um framkvæmd annars áfanga Sundabrautar og benda á að hvorugur valkostanna komi til móts við hagsmuni nárrúruverndar og lífsgæða íbúa.

Betri nýting á fjármunum í forvarnastarfi
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að fela félagsmálaráðherra að leiða samstarf þeirra aðila sem starfa að forvörnum hér á landi og móta heildstæða forvarnastefnu sem byggi á betri nýtingu þeirra fjármuna sem þegar er veitt í verkefni á þessu sviði.
2500 ábendingar um barnaklám
Ábendingalínu Barnaheillar vegna barnakláms á Netinu hafa borist 2500 ábendingar síðustu ár. Talsmenn tengslasíðna eins og MySpace og Bebo hafa viðurkennt að þeir geti lagt meira á sig til að halda kynferðisglæpamönnum frá börnum.

Húsavíkurdagar framundan
Húsavíkurhátíðin, Mærudagar og Sænskir dagar, verður haldin 24. til 30. júlí.

Vel sótt sýning
Sýning á hönnun Steinunnar Sigurðardóttir vakti mikla athygli á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn en sýningin er ný nýafstaðin.

Framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi.

Fullveldishátíð Hríseyjar haldin um næstu helgi
Fullveldishátíðin í Hrísey verður haldin hátíðlega um næstu helgi. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin en hún var upphaflega haldin árið 1997 til að fagna því að tillaga um sameiningu Hríseyjar og Dalvíkur var felld.

Rafmagn komið á í Kópavogi
Rafmagn er komið aftur á í Kópavogi en grafið var í háspennustreng við Smiðjuveg um klukkan þrjú í dag. Rafmagnslaust varð í Engihjalla, Hlíðarhjalla, Stórahjalla og hluta Smiðjuvegs. Rafmagn kom á að nýju rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Biðtími hámark 3 mínútur
Strætó bs. segir að með breytingum á tímatöflum verði biðtími við tengingu á milli leiðar 19 og stofnleiðar 6 að hámarki 3 mínútur.

Samgönguráðherra beitir sér ekki fyrir breytingu vaktakerfis
Samgönguráðherra hyggst ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur.

Skaðabótakröfu vegna fyrirhugaðrar ættleiðingar vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá skaðabótakröfu konu sem krafði íslenska ríkið um greiðslu kostnaðar vegna ættleiðingar.

Tökum upp hanskann
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs og Óskar Bergsson kynntu í dag umhverfis- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar sem hefst laugardaginn 22. júlí í Breiðholti.

Leiðangri Árna Friðrikssonar lokið
Árni Friðriksson, rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, hefur lokið tveggja vikna leiðangri á Reykjaneshrygg og í landgrunnshlíðum beggja vegna hans.

Skálholtshátíð um næstu helgi
Skálholtshátíð í ár verður haldin helgina 21. til 23. júlí. Hátíðin verður með nokkuð sérstöku móti í ár, þar sem nú verður minnst þess að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins.

Sammála um að verja íslenskan landbúnað
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við matvælaskýrslunni liggja ekki fyrir á þessari stundu. Geir H. Haarde segir að stjórnarflokkarnir séu þó sammála um að verja íslenskan landbúnað.
Háspennubilun
Háspennubilun varð í Kópavogi. Hluti Smiðjuvegar, Stórihjalli, Engihjalli og Hlíðarhjalli eru nú án rafmagns. Verið er að leita að biluninni og vonast Orkuveita Reykjavíkur til að rafmagn komist á sem fyrst.