

Exista og stjórn Skipta hafa samþykkt að aðrir hluthafar í Skiptum skuli sæta innlausn Exista á hlutum sínum en félagið og dótturfélög eiga 99,22 prósent í Skiptum.
Gengi hlutabréfa í Glitni, Straumi, Landsbankanum Existu og Bakkavör lækkaði um rúmt prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á evrópskum mörkuðum.
Stjórn Existu hefur hækkað hlutafé félagsins um rúma 2,8 milljarða hluta. Þetta er gert í tengslum við kaup fyrirtæksins á Skiptum. Stefnt er að því að hlutirnir verði teknir til viðskipta á morgun en af því gæti þó orðið síðar, að því er segir í tilkynningu frá Existu.
Svíar eru öskureiðir vegna tapsins gegn Íslandi í handbolta í dag. Þeir heimta að leikurinn verði spilaður aftur, þar sem tekið hafi verið af þeim mark.
Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru hefur aldrei reynst meiri samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins.
Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði næsti borgarstjóri Reykjvíkinga ef landsmenn fengju að ráða.
Geimskutlunni Discovery var skotið á loft frá Kennedy geimferðastöðinni í Flórída í gær.
Friðbert Jónasson, prófessor í augnlækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir við Landspítala háskólasjúkrahús, hlaut í dag árleg verðlaun Heimssamtaka um augnsjúkdóminn gláku.
Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum stóð fyrir mótmælum gegn kvótakerfinu í dag.
Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaief voru meðal afmælisgesta í Hafnarfirði í dag. Hafnarfjörður fagnaði 100 ára afmæli sínu með miklu tilstandi.
Rauði krossinn verður með vakt í Hveragerði og á Selfossi eftir lokun þjónustumiðstöðva í kvöld, sunnudag.
Varnarmálastofnun tók til starfa í dag, 1. júní. Varnarmálastofnun sinnir varnartengdum verkefnum. Stofnunin heyrir undir utanríkisráðherra, sem ber ábyrgð á öryggis og varnarstefnu Íslands á alþjóðavettvangi.
Samfylkingin fengi 45% atkvæða og hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið væri nú, samkvæmt könnun Capacent Gallup.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, tók sér um helgina frí frá amstrinu fyrir austan fjall og brá sér til Lundúna.
Hafnarfjörður á 100 ára afmæli í dag og verður mikið um dýrðir í bænum af því tilefni.
Þrír Pólverjar eru í haldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um bíl sem hafði oltið af veginum við Vatnsleysuströnd.
Lögregla lokaði ellefu húsum í Ölfusi í gærkvöld sem talin eru ónýt eða óíbúðarhæf vegna skemmda eftir jarðskjálftann síðastliðinn fimmtudag.
Leigubílsstjóri var rændur í Bakkahverfi í neðra Breiðholti um klukkan hálf fjögur í nótt.
Sjómannadagurinn er í dag haldinn hátíðlegur í sjötugasta sinn um allt land. Að venju er því íslenski flotinn, um 2500 skip og bátar bundnir við bryggju á þessum hátíðisdegi sjómanna.
Tveir eftirskjálftar hvor um sig um 3,2 að stærð urðu kl. 01:57 og 02:07 í dag 01. júní um 5 km norðvestur af Eyrarbakka.
Ljósmyndir leikarans Viggó Morthesen seldust nær upp þegar ljósmyndasýning hans var opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag.
Löndin sem gera tilkall til Norðurskautsins ætla að hætta að karpa um málið og gera út um það á grundvelli Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Um sextíu manns hafa leitað til sérfræðinga um áfallahjálp á skjálftasvæðunum í dag og í gær. Sum tilfellin eru alvarleg.
Tæplega tvö þúsund tilkynningar hafa borist tryggingafélögum vegna tjóns eftir skjálftann á Suðurlandi. Tryggingafulltrúar hafa í dag gengið hús úr húsi til að eignatjón íbúa á skjálftasvæðinu.
Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi.
Rauði krossinn verður með vakt í Hveragerði og á Selfossi eftir lokun þjónustumiðstöðva þar í kvöld, og fram til hádegis á morgun.
„Þetta er eins og að handleika stýripinna í tölvuleik," sagði Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Voga, við Víkurfréttir eftir að hann hafði farið fimum fingrum um stjórntæki stórvirkrar skurðgröfu.
Gunnólfur Lárusson fráfarandi sveitarstjóri Dalabyggðar segir að sér finnist ákvörðun sveitarstjórnar frá því í gær "sorgleg fyrir samfélagið".
Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson tekur þá í Opna meistaramótinu (Hawaiian Openhampionship) í brasilísku Jiu Jitsu á Hawaii á morgun.
Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík hefur verið opnað að nýju eftir endurbætur og stækkun. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði safnið í morgun. Safnið er nú opið almenningi.