Innlent

Fréttamynd

LÍ sagður bjóða 87 milljarða í írskan sparisjóð

Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósent í dag, stendur í 42,3 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Atorku rýkur upp

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað afar lítið eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Atorku hefur hækkað langmest það sem af er dags, eða um 6,73 prósent. Gengi einungis þriggja félaga hefur hækkað en jafn mörg lækkað. Önnur félög standa í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast

Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orkurisar sameinast

Nýtt og öflugt félag í orkugeiranum varð til í dag þegar Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy voru sameinuð. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur staðfesti samkomulagið nú síðdegis eftir átakafund. Fulltrúi minnihlutans gagnrýndi harðlega að þurfa að taka afstöðu til þessa stóra máls á þremur klukkustundum.

Innlent
Fréttamynd

Straumur hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lok viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Straumi hækkaði mest, eða um 3,33 prósent og standa bréf fjárfestingabankans í 21,7 krónum á hlut. Gengi bréfa í FL Group hækkaði næstmest, eða um 3,1 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameining í orkugeiranum

Sameina á fjárfestingafélögin Reykjavik Energy Invest (REi) og Geysi Green Energy sem bæði fjárfesta í orkuiðnaði. REi er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, en stærsti hluthafi Geysis Green er FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður sameiningin kynnt á blaðamannafundi seinna í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækka skatta á fólk og fyrirtæki

Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata.

Innlent
Fréttamynd

Kraftur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa tók sprettinn við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun og rauk Úrvalsvísitalan upp um 1,23 prósent. FL Group leiddi hækkanalestina en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,65 prósent. Þegar stundarfjórðungur var liðinn frá opnun Kauphallarinnar kom lækkanakippur sem olli því að bréf í Straumi tóku toppsætið af FL Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Promens kaupir framleiðslueiningu á Spáni

Promens yfirtók í dag framleiðslueiningu spænska fyrirtækisins STE Packaging Development á snyrtivöruumbúðum. Kaupverð er trúnaðarmál en það verður greitt með handbæru fé. Fyrirtækið er staðsett í Esparraguera, nálægt Barcelona á Spáni. Starfsmenn fyrirtækisins eru 33 talsins en árssala fyrirtækisins nemur 3,8 milljónum evra, 332 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan tók sprettinn

Gengi hlutabréfa tók sprettinn rétt fyrir lokun viðskipta í Kauphöllinni fyrir nokkrum mínútum. Gengi bréfa í 365 leiddi lestina fram eftir degi en það hækkaði langmest skráðra félaga í Kauphöllinni, eða um 7,97 prósent. Gengi allra fjármálafyrirtækjanna hækkaði sömuleiðis. Föroyabanki er það undanskilinn en gengi bréfa í honum lækkaði mest, um 2,17 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugvél í Bónus

Baugur gerir þokkalega vel við þá forstjóra sem standa sig í stykkinu ef marka má frétt í breska blaðinu Telegraph.

Innlent
Fréttamynd

Dauðadæmd sjávarpláss

Hátt í tugur sjávarplássa er dauðadæmdur, segir Eiríkur Stefánsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. Hann er hlynntur því að fólk fái styrk til að flytja frá veikustu byggðunum. Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir að bera eigi fé á fólk til að flytja suður.

Innlent
Fréttamynd

Framboðsræða í SÞ

Íslendingar ætla að hjálpa til við að linna þjáningar írösku þjóðarinnar með því að byggja skóla fyrir íraska flóttamenn í Jórdaníu. Þetta sagði utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Byltingarkennd tilraun

Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra burt af þingi

Framsóknarmenn vilja að ráðherrar fái ekki að gegna þingmennsku samfara ráðherrastörfum. Það sé mikilvægt til að styrkja þingræðið í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn vill fleiri milljarða í mótvægisaðgerðir

Framsóknarflokkurinn vill að ríkisvaldið verji fjórtán og hálfum milljarði í mótvægisaðgerðir. Hann leggur til að sjómenn og fiskvinnslufólk verði styrkt til að setjast á skólabekk og að samkeppni verði í hafrannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt fæðingarheimili

Nýtt fæðingarheimili verður opnað á næsta ári, hið fyrsta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lagt niður um miðjan síðasta áratug. Það eru einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, InPro og Alhjúkrun, sem standa að heimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Brottvísun fyrir mótmæli?

Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu.

Innlent
Fréttamynd

Byggingarréttur ætti að fyrnast

Formaður Torfusamtakanna segir óeðlilegt að byggingarréttur sé óafturkræfur. Þá geti hluti gamla bæjarins í Reykjavík glatast. Hann vill að sett verði á fót embætti umboðsmanns íbúa til að gæta hagsmuna þeirra við breytinga á skipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Siggi Hall kennir alþjóðasamskipti

Tveggja ára verkefni til að auka samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og lífsleikni fólks var hrundið af stað í morgun undir yfirskriftinni Mannauður - upphafið að nýrri framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Skaðabætur vegna brunalóða

Borgin gæti þurft að reiða fram á fjórða tug milljóna króna í skaðabætur til eigenda brunalóðarinnar að Austurstræti 22 því ekki er gert ráð fyrir að fullnýta byggingarrétt lóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smávegis hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrímnir frá Hrafnagili er fallinn 32 vetra

Einn mesti gæðingur allra tíma er fallinn. Hrímnir frá Hrafnagili var heigður við húsvegg heima á Varmalæk í dag. Hrímnir hefur verið við góða heilsu fram til þessa og verið undir nánu eftirliti Björns eiganda síns dag hvern. Hrímnir var ásamt öðrum hesti í garðinum heima á Varmalæk og veiktist skyndilega í morgun.

Sport
Fréttamynd

Nánast óbreytt staða í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum, sem þó hafa hækkað litlu meira. Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði mest í dag, eða um 1,87 prósent. Mest var lækkunin hins vegar á gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 0,52 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttuðust að Blæ frá Torfunesi væri ekki hugað líf

"Ljóst er að hesturinn hefur mátt sæta illri meðferð og hefur nú verið settur í umsjá dýralækna þar sem reynt verður að byggja upp fyrra þrek og þol“. Mál Blæs frá Torfunesi hefur verið tilkynnt til dýraverndunaryfirvalda með vísan til Dýraverndunarlaga nr. 15/1994 og Búfjárlaga nr. 103/2002 og verður rekið í þeim farvegi". Segir í tikynningu frá Blær ehf.

Sport
Fréttamynd

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Föroya banka hefur hækkað langmest, eða um 3,23 prósent. Bréf í öðrum fyrirtækjum hefur ýmist hækkað rúmt hálft prósent eða staðið í stað. Gengi bréfa í færeyska bankanum Eik er hins vegar eina félagið sem hefur lækkað í dag.

Viðskipti innlent