Verslun

Fréttamynd

Í rekstur „með mömmu sem er alltaf til í allt“

„Aldursmunur dætranna hefur gert það að verkum að þær hafa ekki gert allt of mikið saman um ævina og þegar þessi hugmynd kom upp í huga okkar ákváðum við að með þessu væri hægt að eiga sameiginlegt markmið til að stefna að með mömmu sem er alltaf til í allt,“ segir Vilborg Norðdahl sem skömmu fyrir síðustu jól hóf rekstur með tveimur dætrum sínum undir nafninu Verzlanahöllin að Laugavegi 26.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Rekstrinum kippt undan Pink Iceland sem hefur opnað CBD verslun

Í tíu ár hefur Pink Iceland látið drauma ferðafólks rætast sem kemur til Íslands til að gifta sig. Brúðkaupin eru orðin fleiri en sex hundruð, hvert öðru litríkara og ævintýralegra og hægt væri að gera heilan raunveruleikaþátt út frá ótrúlegum sögum brúðkaupsskipuleggjanda.

Lífið
Fréttamynd

Koma ný inn í stjórn SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, var í morgun endurkjörinn sem stjórnarformaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, til næstu tveggja ára. Þá var kosið um fjögur sæti meðstjórnenda, en alls buðu tólf sig fram og hafa aldrei verið fleiri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Hag­kaups í Garða­bæ smitaður

Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gærkvöldi. Umræddur starfsmaður vinnur á nóttunni við áfyllingar og var við störf aðfaranótt laugardags og sunnudags um liðna helgi.

Innlent
Fréttamynd

Erla Wigelund er látin

Erla Wigelund, kaupmaður í Verðlistanum í Reykjavík, er látin 92 ára að aldri. Hún lést á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin 2020

Vörumerkjastofan brandr mun í dag útnefna bestu íslensku vörumerkin árið 2020 í beinu streymi sem hefst klukkan 16. Kynnir verðlaunanna er Þorsteinn Bachmann og mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flytja stutt ávarp áður en sigurvegarar verða kynntir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta rekstri Qu­iznos á Ís­landi

Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri flug­vélar lentu á Akur­eyri en á Kefla­víkur­flug­velli

Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. 

Innlent
Fréttamynd

Verslunarveldi á endastöð

Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eig­endur inn­eignar­nóta muni lík­lega sitja eftir með sárt ennið

Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar.

Neytendur
Fréttamynd

Andrúmsloftið þungt en engin dramatík

Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp

Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 

Viðskipti innlent