Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Kennir okkur hvað það merkir að lifa í sam­fé­lagi“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að faraldur kórónuveirunnar og viðbrögðin við honum hér á landi hafi kennt okkur hvað það merkir í samfélagi. Ólíkir aðilar hafi unnið að saman markmiði og að styrkur samfélagsins geti verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Öllu aflétt innanlands á miðnætti

Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ó­reglu­legar blæðingar eftir bólu­setningu or­sakast lík­lega af hita

Ekki þarf að koma á ó­vart að konur geti fengið ó­­­reglu­­legar blæðingar eftir bólu­­setningu við Co­vid-19. Slíkt þekkist af öðrum bólu­efnum og sjúk­­dómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannes­­sonar, sér­­­náms­­læknis í lyf­­lækningum á Land­­spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að létta verulega á takmörkunum

Viðbúið er að verulegar breytingar á samkömutakmörkunum verði kynntar á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir innanlands og á landamærunum.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni var aldrei rannsakaður

Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Gray Line áætlar endurreisn

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram

Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu

Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Enn slatti af bóluefni eftir og opið inn í kvöldið

Ennþá er opið í bólusetningu gegn Covid-19 og segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að enn séu um 500 skammtar eftir í Laugardalshöllinni. Líklega verði opið þar til klukkan 20:00 að minnsta kosti.

Innlent
Fréttamynd

Klókir kjúklingasalar auglýsa á besta stað í bólusetningu

Auglýsing fyrir kjúklingastað er nú meðal þess sem birtist á stjórum skjá inni í stóra sal Laugardalshallar og tekur á móti höfuðborgarbúum sem hyggjast láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir kjúklingastaðinn hafa átt hugmyndina að birtingu auglýsingarinnar, sem vel hafi verið tekið í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur orð­róm um að ungt fólk svindli á bólu­setningu hæpinn

Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist ekki hafa orðið var við það að ungt fólk mæti í bólusetningu í Laugardalshöll, láti skanna strikamerkið sitt og yfirgefi svo svæðið án þess að fá sprautu. Með því væri hægt að fá bólusetningarvottorð án þess að hljóta fulla bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni Moderna er nú Spikevax

Bóluefni Moderna hefur nú fengið nýtt nafn og heitir því Spikevax það sem eftir er. Bóluefnið hefur verið í notkun hér á landi frá því í janúar og hefur hingað til verið vísað til þess bara sem „Moderna“ en nú hlýtur að verða breyting þar á.

Erlent