Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Kjartan Henry og Þórður í þriggja leikja bann

Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, hafa verið dæmdir í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ eftir að sauð upp úr undir lok leiks þegar að liðin mættust í Pepsi Max deild karla í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum mennskir og getum stundum horft framhjá lögunum“

„Þetta er það sem að maður myndi kalla ástríðu,“ sagði Þorvaldur Árnason dómari þegar hann útskýrði af hverju hann taldi ekki rétt að refsa Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fyrir að hlaupa inn á völlinn og fagna sigurmarkinu gegn KR í Pepsi Max-deildinni á sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Treysti þessu liði full­kom­lega til að klára þetta án mín

Kári Árnason, leikmaður toppliðs Víkings, átti erfitt með að finna orð til að lýsa ótrúlegum leik Víkings og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga sem eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Kári gæti verið í leikbanni í leiknum sem ræður úrslitum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kári Kristján: Fengum einn á kjaftinn

„Þessi leikur á eftir að verða dýrmætur fyrir okkur til að læra af, við fengum eiginlega bara einn á kjaftinn. Það er einkunnin, einn á kjaftinn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson línumaður ÍBV eftir 30-27 sigur Eyjamanna á Víkingum í Olís-deildinni í kvöld.

Handbolti