Fótbolti

Fréttamynd

Albert og fé­lagar halda í við topp­liðin

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í 2-1 útisigri á Cosenza í Serie B, næstefstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn lyftir Genoa upp í fimmta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Ternana.

Fótbolti
Fréttamynd

Greenwood hand­tekinn fyrir að rjúfa skil­orð

Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Hvað er í gangi hjá KR?

Sumarið hjá meistaraflokkum KR í knattspyrnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Mikið gekk á hjá kvennaliði félagsins sem endaði í neðsta sæti Bestu deildar og leikur því í Lengjudeildinni að ári. Hjá körlunum hefur einnig mikið gengið á en liðið getur þó endað í fjórða sæti þrátt fyrir að lykilmenn hafi misst mikið úr vegna meiðsla. Framkoma félagsins í garð Kjartans Henry Finnbogasonar hefur hins vegar vakið upp hörð viðbrögð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kanté missir að öllum líkindum af HM

Það virðast litlar sem engar líkur á því að N‘Golo Kanté geta hjálpað Frakklandi að verja heimsmeistaratitil sinn í knattspyrnu þegar HM fer fram í Katar undir lok þessa árs. Talið er að miðjumaðurinn öflugi verði frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla aftan í læri.

Enski boltinn
Fréttamynd

Er með tvo af eig­endum liðsins í leik­manna­hópnum

Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Ton­ey sá um Brig­hton

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brentford vann 2-0 sigur á Brighton & Hove Albion þökk sé tveimur mörkum frá Ivan Toney. Sigurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Brentford, heimalið kvöldsins, var aðeins 27 prósent með boltann.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hamrén hafði betur gegn Frey

Erik Hamrén hafði betur gegn Frey Alexanderssyni er lið þeirra, Álaborg og Lyngby, mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Álaborg vann 2-0 sigur sem þýðir að liðið er nú níu stigum á undan Lyngby sem situr á botni deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefnir allt í að Rosengård verji titilinn

Guðrún Arnarsdóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri Rosengård á Eskilstuna United í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Rosengård er hársbreidd frá að verja titil sinn en Íslendingalið Kristianstad heldur í vonina um að Guðrún og stöllur hennar renni á bananahýði áður en tímabilinu lýkur.

Fótbolti
Fréttamynd

Norðanvindurinn í Genóa og stór heimsmeistari í lítilli tjörn

Ég man þá tíð þegar maður spilaði fótbolta sem barn, áhyggjulaus á túninu með félögunum. Reglan var þannig að ef annað liðið var að vinna stórt, þurfti einn leikmaður úr liðinu sem var að vinna yfir í liðið sem var að tapa. Skrefin voru þung þar sem maður þrammaði yfir á hinn vallarhelminginn þar sem maður þurfti að reyna að byggja upp sjálfstraust nýju liðsfélaganna sem maður var nýbúinn að niðurlægja.

Fótbolti
Fréttamynd

Alexander-Arn­old fór sömu leið og Ari Freyr

Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool.

Enski boltinn
Fréttamynd

Verið stuðnings­maður Man Utd allt sitt líf og fékk mynd með Ten Hag

„Ég er ekki vonsvikinn af því við áttum frábæran leik þó ég hefði verið til í að fá að minnsta kosti stig. Ég er ánægður, þetta er ekki auðveldur staður til að koma á – gegn svona góðum leikmönnum svo almennt séð er ég ánægður,“ sagði skælbrosandi Francis Uzoho eftir naumt 1-0 tap Omonia gegn Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fyrst og fremst er ég rosa­lega spenntur“

„Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi

Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir á­fram á Hlíðar­enda

Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Bestu deildarlið Vals. Samningurinn gildir til þriggja ára. Valur greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Íslenski boltinn