Dagný skoraði í dramatískum sigri Hamranna | Wolfsburg áfram á sigurbraut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 13:40 Leikmenn West Ham United fagna marki Dagnýjar Brynjarsdóttur í dag. Harriet Lander/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham United, skoraði fyrra mark liðs síns í naumum 2-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir lék stundarfjórðung í sigri Wolfsburg sem jók forystu sína á toppi deildarinnar. Dagný kom Hömrunum yfir strax á annarri mínútu leiksins og ekki löngu síðar tvöfaldaði Honoka Hayashi forystuna. Staðan orðin 2-0 og sigur West Ham svo gott sem kominn í hús, eða hvað? Staðan var 2-0 í hálfleik en á 73. mínútu fékk heimaliðið vítaspyrnu. Alisha Lehmann fór á punktinn en brenndi af. Það stöðvaði ekki Villa-konur og minnkaði Kenza Dali muninn skömmu síðar. Hawa Cissoko fékk svo rautt spjald í liði West Ham í þann mund sem venjulegur leiktími rann út en alls var tíu mínútum bætt við. Hawa Cissoko should get called up for the boxing tonight!! pic.twitter.com/Rfw90AB54V— Beth Fisher (@BethFisherSport) October 15, 2022 Dagný og stöllur hennar héldu hins vegar út og fóru með stigin þrjú heim til Lundúna. Hamrarnir hafa nú leikið fjóra leiki, tveir hafa unnist og tveir hafa tapast. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með sex stig. And breathe... We take all three points in the West Midlands! #AVLWHU 1-2 pic.twitter.com/Qi9dPBBZw4— West Ham United Women (@westhamwomen) October 15, 2022 Í Þýskalandi var Sveindís Jane Jónsdóttir á varamannabekk Wolfsburg er liðið sótti Potsdam heim. Sveindís Jane spilaði 15 mínútur í 2-0 sigri. Alexandra Popp og Ewa Pajor með mörkin. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig á meðan Íslendingalið Bayern München er í öðru sæti með sjö stig og leik til góða. Alexandra Jóhannsdóttir spilaði nær allan síðari hálfleikinn þegar Fiorentina vann 1-0 útisigur á Pomgliano. Fiorentina er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 15 stig að loknum sex umferðum, stigi minna en topplið Inter. Alexandra Jóhannsdóttir er leikmaður Fiorentina og spilar því í fjólubláu næstu misseri.ACF Fiorentina Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Dagný kom Hömrunum yfir strax á annarri mínútu leiksins og ekki löngu síðar tvöfaldaði Honoka Hayashi forystuna. Staðan orðin 2-0 og sigur West Ham svo gott sem kominn í hús, eða hvað? Staðan var 2-0 í hálfleik en á 73. mínútu fékk heimaliðið vítaspyrnu. Alisha Lehmann fór á punktinn en brenndi af. Það stöðvaði ekki Villa-konur og minnkaði Kenza Dali muninn skömmu síðar. Hawa Cissoko fékk svo rautt spjald í liði West Ham í þann mund sem venjulegur leiktími rann út en alls var tíu mínútum bætt við. Hawa Cissoko should get called up for the boxing tonight!! pic.twitter.com/Rfw90AB54V— Beth Fisher (@BethFisherSport) October 15, 2022 Dagný og stöllur hennar héldu hins vegar út og fóru með stigin þrjú heim til Lundúna. Hamrarnir hafa nú leikið fjóra leiki, tveir hafa unnist og tveir hafa tapast. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með sex stig. And breathe... We take all three points in the West Midlands! #AVLWHU 1-2 pic.twitter.com/Qi9dPBBZw4— West Ham United Women (@westhamwomen) October 15, 2022 Í Þýskalandi var Sveindís Jane Jónsdóttir á varamannabekk Wolfsburg er liðið sótti Potsdam heim. Sveindís Jane spilaði 15 mínútur í 2-0 sigri. Alexandra Popp og Ewa Pajor með mörkin. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig á meðan Íslendingalið Bayern München er í öðru sæti með sjö stig og leik til góða. Alexandra Jóhannsdóttir spilaði nær allan síðari hálfleikinn þegar Fiorentina vann 1-0 útisigur á Pomgliano. Fiorentina er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 15 stig að loknum sex umferðum, stigi minna en topplið Inter. Alexandra Jóhannsdóttir er leikmaður Fiorentina og spilar því í fjólubláu næstu misseri.ACF Fiorentina
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira