Fótbolti

Fréttamynd

Þjálfari FCK segist hafa stuðning leik­manna

FC Kaupmannahöfn hefur hafið titilvörn sína skelfilega en liðið mátti þola enn eitt tapið er það heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Jess Thorup, þjálfari liðsins, segist hafa fullan stuðning leikmanna þrátt fyrir slakt gengi. Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Vand­ræði Juventus halda á­fram

Ítalska stórliðið Juventus mátti þola 1-0 tap gegn nýliðum Monza í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Þá vann Lazio 4-0 sigur og fór upp fyrir fjendur sína í Roma í töflunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Udinese á toppinn

Udinese tók á móti Inter í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Udinese vann 3-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Phillips frá vegna meiðsla og HM í hættu

Þegar Manchester City festi kaup á Kalvin Phillips í sumar var vonast til að hann myndi veita Rodri samkeppni sem aftasti miðjumaður liðsins. Phillips vildi fara í stærra lið sem væri að berjast um titla en að sama skapi spila til að tryggja sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM í Katar.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“

Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Logi Tómasson: Þetta var rothögg

Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok.

Sport
Fréttamynd

Svava Rós og Selma Sól skoruðu báðar í jafn­tefli

Svava Rós Guðmundsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu báðar þegar Brann og Rosenborg gerðu 1-1 jafntefli. Sveindís Jane Jónsdóttir hóf tímabilið á bekknum hjá Wolfsburg, Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir París Saint-Germain og Anna Björk Kristjánsdóttir var í liði Inter sem vann stórsigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Vinícius mun ekki hætta að dansa

Brasilíumaðurinn Vinícius Junior, einn albesti fótboltamaður heims í dag, hefur sagt að hann muni ekki hætta að fagna mörkum sínum að hætti hússins. Vinícius segir að „gleði svarta Brasilíumanna í Evrópu“ sé á bakvið gagnrýnina á fögnum hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé þénar mest allra árið 2022

Kylian Mbappé er tekjuhæsti knattspyrnumaður í heimi árið 2022. Hann fær 105 milljónir Bandaríkjadala [14,6 milljarðar íslenskra króna] í laun hjá París Saint-Germain ásamt því að þéna 20 milljónir Bandaríkjadala [2,8 milljarðar] í gegnum auglýsingar og því um líkt.

Fótbolti