Logi Tómasson: Þetta var rothögg Sverrir Mar Smárason skrifar 17. september 2022 16:50 Logi Tómasson, leikmaður Víkings. Vísir/Diego Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. „Ég er bara svekktur og ég held að liðið sé svekkt. Þetta var rothögg. Við skoruðum tvö mörk og mér fannst við vera með þá þangað til á svona 70.mín þegar við förum bara að pakka í vörn og bíða eftir því að leikurinn klárast. Þá mæta þeir framar og byrja að setja upp langa bolta og svoleiðis,“ sagði Logi. Víkingar breyttu í 5 manna vörn á 65. mínútu og talaði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari, um að það hafi verið hans mistök í viðtali eftir leikinn. Logi vill meira að liðið hafi bakkað of mikið. „Já það gæti verið. Ég er enginn þjálfari en mér fannst þetta bara lélegt. Það var lítil ákefð í lokin og menn voru kannski þreyttir. Ég veit það ekki alveg en þetta var bara lélegt,“ sagði Logi. Líkt og áður segir þá eru Víkingar eftir leiki dagsins 8 stigum á eftir Breiðablik og möguleikar þeirra á titli minnka mikið. „Möguleikarnir eru ekki miklir sko. Við höldum áfram og reynum að vinna rest og tryggja annað sætið sem gefur Evrópusæti sem getur verið sterkt líka,“ sagði Logi um möguleika liðsins. Logi hefur átt frábært tímabil í áhugaverðri stöðu sem einhverskonar blanda af bakverði og miðjumanni. Hann nýtur stöðunnar vel og þakkar Arnari fyrir traustið. Logi var valinn í u21 landslið Íslands fyrir mikilvæga leiki. Þá var einnig að ganga saga um að hann hefði neitað að fara á reynslu hjá Gautaborg í Svíþjóð en Logi tekur fyrir það. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg staða og ástæðan fyrir því að ég er búinn að skora svona mikið af mörkum er því ég fæ frjálsræði frá Arnari. Hann vill að ég fari hærra því ég er gamall kantmaður í yngri flokkum og mér finnst gaman að sækja.“ „Þetta er spennandi verkefni með u21. Þetta verða 50/50 leikir held ég og við ætlum okkur áfram bara.“ „Þetta var nú bara eitthvað djók hjá félaga mínum. Ég er ekki á leiðinni á neina reynslu eða allavega ekki svo ég viti,“ sagði Logi að lokum. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
„Ég er bara svekktur og ég held að liðið sé svekkt. Þetta var rothögg. Við skoruðum tvö mörk og mér fannst við vera með þá þangað til á svona 70.mín þegar við förum bara að pakka í vörn og bíða eftir því að leikurinn klárast. Þá mæta þeir framar og byrja að setja upp langa bolta og svoleiðis,“ sagði Logi. Víkingar breyttu í 5 manna vörn á 65. mínútu og talaði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari, um að það hafi verið hans mistök í viðtali eftir leikinn. Logi vill meira að liðið hafi bakkað of mikið. „Já það gæti verið. Ég er enginn þjálfari en mér fannst þetta bara lélegt. Það var lítil ákefð í lokin og menn voru kannski þreyttir. Ég veit það ekki alveg en þetta var bara lélegt,“ sagði Logi. Líkt og áður segir þá eru Víkingar eftir leiki dagsins 8 stigum á eftir Breiðablik og möguleikar þeirra á titli minnka mikið. „Möguleikarnir eru ekki miklir sko. Við höldum áfram og reynum að vinna rest og tryggja annað sætið sem gefur Evrópusæti sem getur verið sterkt líka,“ sagði Logi um möguleika liðsins. Logi hefur átt frábært tímabil í áhugaverðri stöðu sem einhverskonar blanda af bakverði og miðjumanni. Hann nýtur stöðunnar vel og þakkar Arnari fyrir traustið. Logi var valinn í u21 landslið Íslands fyrir mikilvæga leiki. Þá var einnig að ganga saga um að hann hefði neitað að fara á reynslu hjá Gautaborg í Svíþjóð en Logi tekur fyrir það. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg staða og ástæðan fyrir því að ég er búinn að skora svona mikið af mörkum er því ég fæ frjálsræði frá Arnari. Hann vill að ég fari hærra því ég er gamall kantmaður í yngri flokkum og mér finnst gaman að sækja.“ „Þetta er spennandi verkefni með u21. Þetta verða 50/50 leikir held ég og við ætlum okkur áfram bara.“ „Þetta var nú bara eitthvað djók hjá félaga mínum. Ég er ekki á leiðinni á neina reynslu eða allavega ekki svo ég viti,“ sagði Logi að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10