Fótbolti

Fréttamynd

Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað

Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiða­blik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins

Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað  fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristian­stad fikrar sig nær Meistara­deildar­sæti

Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur unnu góðan 3-1 sigur á Vaxjo í sænsku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Þegar deildin er hálfnuð er Kristianstad í 4. sæti, einu stigi á eftir Pitea, en þrjú efstu sætin veita keppnisrétt í umspili Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lionel Messi aldrei verið sneggri að skora en í dag

Lionel Messi, sem fagnar 36 ára afmæli sínu eftir níu daga, er greinilega ekki dauður úr öllum æðum enn. Í vináttulandsleik Argentínu og Ástralíu sem fram fór fyrr í dag skoraði hann eftir aðeins 81 sekúndu leik, og hefur aldrei verið sneggri að koma boltanum í markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea hafnaði til­boði Man United í Mount

Enska knattspyrnufélagið Manchester United bauð formlega í Mason Mount, miðjumann Chelsea og enska landsliðsins, í gær, miðvikudag. Chelsea hafnaði tilboðinu. Frá þessu greina breskir fjölmiðlar á borð við Telegraph, Guardian og fleiri.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vinir Messi orðaðir við Inter Miami

Eftir að félagaskipti Lionel Messi til Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum voru staðfest á dögunum hrannast inn fréttir af fleiri mögulegum félagaskiptum til liðsins úr vinahópi Messi. Nýjasta nafnið er varnarmaðurinn Jordi Alba, sem leikið hefur með Barcelona síðan 2012.

Fótbolti
Fréttamynd

Vinícius fetar í fót­spor Ron­aldo

Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior mun feta í fótspor Cristiano Ronaldo á komandi tímabili í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vini Jr., eins og hann er kallaður, mun nefnilega klæðast treyju númer 7 hjá stórveldinu Real Madríd.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé mun ekki fram­lengja í París

Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur tilkynnt félaginu að hann muni ekki framlengja samning sinn sem rennur út sumarið 2024. Ákvörðunin gæti leitt til þess að PSG ákveði að selja leikmanninn í sumar.

Fótbolti