Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað Árni Jóhannsson skrifar 15. júní 2023 22:18 Telma Ívarsdóttir átti frábæran leik í kvöld og hélt markinu skínandi hreinu. Vísir/Diego Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun. „Mér fannst við vera frekar taugaóstyrkar í byrjun leiksins og vissum ekki alveg hvernig við áttum að leysa úr pressunni þeirra. Þær fengu færi á köflum og náðu einhverjum stungusendingum í gegn. Við kláruðum okkar færi og ég er mjög ánægð með að við höfum náð að klára það sem við fengum. Svo í seinni hálfleik þá vildum við ekkert sérlega halda í boltann og vildum bara halda þessu. Vorum smá stressaðar. Við náðum að halda þessu og fengum ekki mark á okkur. Mér fannst ganga betur að loka á þær í seinni hálfleik frekar en í fyrri hálfleik. Við gáfum einhverjar ódýrar aukaspyrnur. Annars bara mjög ánægð með sigurinn og að halda hreinu.“ Á úrslitunum að dæma mætti halda að þetta hafi verið fullkomin frammistaða. Var Telma á því að þetta hafi verið fullkomin frammistaða? „Nei, segi það kannski ekki. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta.“ Telma átti mjög góðan leik og varði allt sem kom að marki. Var hún einhvern tíma í vafa varðandi þau verkefni sem hún þurfti að taka á? „Mér leið bara vel. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld. Ég varði mjög vel á köflum og það skipti alveg máli í leik eins og þessum. Mér líður vel að spila á þessum velli þannig að það gekk vel í kvöld.“ Blikar hafa undanfarin tvö ár lagt Þrótt á leið sinni í úrslitin. Liðin mættust í úrslitum 2021 en Blikar töpuðu í úrslitum á síðustu leiktíð. Það er væntanlega stefnt að sigri í ár þar sem Valur er úr leik og Breiðablik hefur þegar lagt Þrótt? „Við setjum alltaf stefnuna á að vinna bikarinn. Það er allt eða ekkert í bikarnum og við ætlum okkur alla leið.“ Telma fékk væna byltu þegar hún ætlaði að kýla boltann út úr teignum og þurfti aðhlynningu en hún sagðist vera farin að finna fyrir smá verkjum þegar adrenalínið var að renna úr henni. Það væri samt ekki leikur fyrr en á miðvikudaginn þannig að þetta verður líklega orðið gott þá. Að lokum var markvörðurinn frækni spurð hvað svona sigrar gera fyrir sjálfstraust liðsins. „Mér finnst liðið vera á mjög góðum stað núna en að sjálfsögðu gerir þetta gott fyrir sjálfstraustið. Að vinna í bikarnum, ná að halda hreinu og klára færin okkar. Það bætir alltaf sjálfstraustið.“ Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
„Mér fannst við vera frekar taugaóstyrkar í byrjun leiksins og vissum ekki alveg hvernig við áttum að leysa úr pressunni þeirra. Þær fengu færi á köflum og náðu einhverjum stungusendingum í gegn. Við kláruðum okkar færi og ég er mjög ánægð með að við höfum náð að klára það sem við fengum. Svo í seinni hálfleik þá vildum við ekkert sérlega halda í boltann og vildum bara halda þessu. Vorum smá stressaðar. Við náðum að halda þessu og fengum ekki mark á okkur. Mér fannst ganga betur að loka á þær í seinni hálfleik frekar en í fyrri hálfleik. Við gáfum einhverjar ódýrar aukaspyrnur. Annars bara mjög ánægð með sigurinn og að halda hreinu.“ Á úrslitunum að dæma mætti halda að þetta hafi verið fullkomin frammistaða. Var Telma á því að þetta hafi verið fullkomin frammistaða? „Nei, segi það kannski ekki. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta.“ Telma átti mjög góðan leik og varði allt sem kom að marki. Var hún einhvern tíma í vafa varðandi þau verkefni sem hún þurfti að taka á? „Mér leið bara vel. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld. Ég varði mjög vel á köflum og það skipti alveg máli í leik eins og þessum. Mér líður vel að spila á þessum velli þannig að það gekk vel í kvöld.“ Blikar hafa undanfarin tvö ár lagt Þrótt á leið sinni í úrslitin. Liðin mættust í úrslitum 2021 en Blikar töpuðu í úrslitum á síðustu leiktíð. Það er væntanlega stefnt að sigri í ár þar sem Valur er úr leik og Breiðablik hefur þegar lagt Þrótt? „Við setjum alltaf stefnuna á að vinna bikarinn. Það er allt eða ekkert í bikarnum og við ætlum okkur alla leið.“ Telma fékk væna byltu þegar hún ætlaði að kýla boltann út úr teignum og þurfti aðhlynningu en hún sagðist vera farin að finna fyrir smá verkjum þegar adrenalínið var að renna úr henni. Það væri samt ekki leikur fyrr en á miðvikudaginn þannig að þetta verður líklega orðið gott þá. Að lokum var markvörðurinn frækni spurð hvað svona sigrar gera fyrir sjálfstraust liðsins. „Mér finnst liðið vera á mjög góðum stað núna en að sjálfsögðu gerir þetta gott fyrir sjálfstraustið. Að vinna í bikarnum, ná að halda hreinu og klára færin okkar. Það bætir alltaf sjálfstraustið.“
Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast