Körfubolti

Fréttamynd

Logi Gunnarsson búinn að semja við Solna Vikings

Logi Gunnarsson mun spila í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur eins og félagar hans í landsliðinu Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson og kannski Helgi Már Magnússon. Logi er búinn að gera tveggja ára samning við Solna Vikings en þetta kom fram á Karfan.is.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már og félagar úr leik

Helgi Már Magnússon og félagar hans í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir að hafa tapað fyrir deildarmeisturum Norrköping í kvöld, 111-83.

Körfubolti
Fréttamynd

Hrannar Hólm valinn þjálfari ársins í Danmörku

Hrannar Hólm var á dögunum valinn besti þjálfarinn í dönsku kvennadeildinni í körfubolta en hann hefur gert frábæra hluti með SISU-liðið síðan hann tók við liðinu á miðju tímabili. Karfan.is segir frá þessu í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob valinn leikmaður ársins á Eurobasket-síðunni

Jakob Örn Sigurðarson fékk stóra viðurkenningu á Eurobasket-körfuboltasíðunni þegar hann var valinn leikmaður ársins í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en auk þess var Jakob valin besti Evrópuleikmaður deildarinnar og besti bakvörður ársins.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórt tap hjá Helga og félögum - 1-2 undir á móti Norrköping

Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni sænska úrvalsdeildarinnar eftir 33 stiga tap á útivelli, 105-72, á móti Norrköping í kvöld. Norrköping er þar með komið í 2-1 í einvíginu og vantar bara einn sigur til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin.

Körfubolti
Fréttamynd

Naumt tap á útivelli hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada urðu að sætta sig við eins stigs tap á útivelli á móti Caja Laboral, 69-70, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór skoraði 6 stig í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Duke og Butler mætast í úrslitaleiknum í NCAA-deildinni

Duke og Butler tryggðu sér sæti í úrslitaleik NCAA háskólaboltans í nótt en þá fóru fram undanúrslitaleikirnir í fram í Lucas Oil-leikvanginum í Indianapolis í Indiana. Butler er komið í fyrsta sinn í úrslitaleikinn eftir 52-50 sigur á Michigan State en Duke vann sannfærandi 78-57 sigur á West Virginia og er komið í úrslitaleikinn í tíunda sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekkert gekk hjá Jakobi og Sundsvall tapaði leik tvö

Jakob Örn Sigurðarson hitti á afleitan dag í kvöld þegar Sundsvall Dragons tapaði með 21 stigi fyrir Uppsala Basket, 82-61, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Uppsala.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og TCU úr leik

TCU, lið Helenu Sverrisdóttur, féll úr leik í fyrstu umferð í úrslitum bandarísku háskóladeildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

TCU valið í úrslitakeppnina

Helena Sverrisdóttir verður í eldlínunni með TCU í úrslitakeppni bandarísku háskóladeildarinnar þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið sér inn sæti með beinum hætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob fyrstur til að skora hundrað þrista á tímabilinu

Jakob Örn Sigurðarson er frábær þriggja stiga skytta og hann hefur heldur betur sannað það með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur. Jakob varð á dögunum fyrsti leikmaður sænsku deildarinnar til þess að brjóta hundrað þrista múrinn í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena ekki bara deildarmeistari heldur líka leikmaður ársins

Helena Sverrisdóttir var í nótt valinn besti leikmaður Mountain West deildarinnar í bandaríska háskólakörfuboltanum og komst auk þess í lið ársins annað árið í röð. Einn liðsfélagi hennar í TCU var einnig í liði ársins og þjálfari hennar, Jeff Mittie, var kosinn þjálfari ársins.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi búinn að ákveða að fara í Maryland

Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að spila með einum af betri háskólaliðum í Bandaríkjunum næstu fjögur árin því hann hefur gert munnlegt samkomulag við Maryland-skólann. Það verður gengið verður frá öllum formlegum pappírsmálum í apríl. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob góður í útisigri Sundsvall - tap hjá Helga

Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik í kvöld þegar Sundsvall vann 88-81 sigur á Boras á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Helgi Már og félagar í Solna urðu hinsvegar að sætta sig við 68-72 tap fyrir Södertalje á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob með tólf stig í tapi gegn toppliðinu í Svíþjóð

Jakob Sigurðarson og félagar hans í Sundsvall töpuðu 75-99 gegn Norrköping í sænska körfuboltanum í kvöld. Jakob skoraði tólf stig, tók þrjú fráköst og átti þrjár stoðsendingar á þrjátíu og tveimur mínútum í leiknum og var næst stigahæstur hjá Sundsvall.

Körfubolti