Körfubolti

Fréttamynd

Vara­maðurinn Rui hetja Lakers | Giannis meiddist á baki

Los Angeles Lakers byrjar úrslitakeppni NBA-deildarinnar af krafti en liðið vann 16 stiga sigur á Memphis Grizzlies í gærkvöld. Varamaðurinn Rui Hachimura nýtti mínúturnar sínar heldur betur vel. Milwaukee Bucks tapaði fyrir Miami Heat eftir að Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrsta leikhluta vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Kristjana Eir hætt með Fjölni

Kristjana Eir Jónsdóttir mun ekki stýra Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Hún og Fjölnir hafa komist að sameiginlegi niðurstöðu um að hún hætti sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Hjalti Þór hættur með Kefla­vík

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild karla, er hættur með liðið. Þetta staðfesti Hjalti Þór eftir að Keflavík féll úr leik í úrslitakeppni Subway-deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Því miður brotnuðum við allt of snemma“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, var ekkert sérstaklega glaðlegur í lok fjórða leiks liðs hans gegn Keflavík í undanúrslitum deildarinnar. Keflavík vann stórsigur 44-79 og er komið í úrslit en leiktíð Njarðvíkur er á enda. Íslandmeistaratitilinn sem Njarðvíkingar unnu á síðustu leiktíð er á leið annað.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og viðtöl: Njarð­­­­vík – Kefla­­­­vík 44-79 | Sendu Ís­lands­­meistarana í sumar­frí og flugu inn í úr­slitin

Fyrr í kvöld fór fram fjórði leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar kvenna. Um var að ræða heimaleik Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni. Keflavík hafði forystu í einvíginu með tvo vinninga gegn einum og gat tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri. Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann stóran sigur í leiknum 44-79 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn,

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er hel­vítis sam­heldni í okkur núna“

„Ég er ekkert eðlilega kátur og stoltur,“ sagði afar ánægður Maté Dalmay eftir glæsilegan sigur Hauka á Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í Ólafssal í kvöld. Liðið var án tveggja mikilvægra pósta í þeim Norbertas Giga og Darwin Davis Jr. Sigurinn þýðir að Haukar eru komnir 2-1 yfir í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ekki einu sinni 20 stigum undir“

Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Mar­tröð Luka og Kyri­e heldur á­fram | Peli­cans á upp­leið

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Báðir gætu þó haft gríðarleg áhrif á hvernig umspilið og úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur út þegar deildarkeppninni lýkur. Miami Heat vann sjö stiga sigur á Dallas Mavericks, 129-122. Þá vann New Orleans Pelicans átta stiga sigur á Los Angeles Clippers, 122-114.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnst þetta vera van­metinn titill

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.

Körfubolti
Fréttamynd

Rúnar um undan­úr­slitin: „Það verður stríð um Reykja­nes­bæ sem enginn má missa af“

„Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjarnan einum sigri frá úrslitum en Snæfell jafnaði metin gegn Þór

Unandúrslit umspilsins í 1. deild kvenna í körfubolta um sæti í Subway-deildinni eru komin á fleygiferð. Stjarnan er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum eftir ellefu stiga sigur gegn KR, en í einvígi Snæfells og Þórs frá Akureyri er staðan nú 1-1 eftir nauman fimm stiga sigur Snægells í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Lögmál leiksins: „Það hlýtur að vera skandall“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar er að venju farið yfir stöðu mála í NBA-deildinni í körfubolta og að þessu sinni var smá sagnfræðileg tenging í fyrstu fullyrðingunni.

Körfubolti