Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Guðmundur: Alltaf jafn erfitt að velja

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir að það hafi verið erfitt verkefni að velja aðeins sautján leikmenn fyrir EM í handbolta sem haldið verður í Austurríki í næsta mánuði.

Handbolti
Fréttamynd

Haukakonur í úrslit en ekki Valur - Nína var ólögleg

Valskonur fá ekki að spila til úrslita í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum þrátt fyrir að hafa unnið 31-26 sigur á Haukum í undanúrslitaleiknum í dag. Nína Kristín Björnsdóttir lék með Val þrátt fyrir að vera ekki komin með leikheimild en hún er að skipta í Val úr Haukum.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar unnu örugglega unglingaliðaslaginn við Val

Haukar tryggðu sér sæti í úrslitaleik karla í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum með 29-22 sigri á Val á Strandgötu. Bæðu liðin hvíldu eldri leikmenn sína í leiknum og ungir strákar liðanna voru í aðalhlutverkum í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Valskonur komnar í úrslitaleikinn - Hrafnhildur í stuði

Valskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleik kvenna í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum með 31-26 sigri á Haukum á Strandgötu. Haukar byrjuðu vel og náðu fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en þær réðu ekkert við Hrafnhildi Skúladóttur sem átti stórleik.

Handbolti
Fréttamynd

Handboltahátið á Strandgötunni í dag

Fjögur efstu karla og kvennaliðin í N1-deildunum í handbolta spila í dag undanúrslitaleikina í Flugfélags Íslands deildarbikarnum sem fram fer á Strandgötunni í Hafnarfirði í ár. Konurnar byrja og enda daginn en karlaleikirnir fara síðan fram á milli þeirra.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Skemmtun fyrir allan peninginn

„Það er nokkuð ljóst að áhorfendur fengu skemmtun fyrir allan peninginn, þetta tók á taugarnar ansi mikið," sagði Guðmundur Sigfússon, aðstoðarþjálfari Gróttu, eftir dramatískan sigur á Víking í Eimskipsbikarnum í handknattleik í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Sveinn: Maður var orðinn dofinn undir lokin

„Við gáfum allt í þetta og mér fannst allir leikmennirnir vera taka þátt í leiknum og skila sínu. Við skiptum mörkum vel á milli okkar og það mjög gott," sagði Sveinn Þorgeirsson, leikmaður Víkings, eftir tap gegn Gróttu í tvíframlengdum leik í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin Hólmgeirs: Við sýndum mikinn karakter

„Það er alltaf ánægjulegt að vinna, hvað þá í bikarnum á móti FH í tvíframlengdum leik. Maður er í þessu útaf svona leikjum en þreytan var auðvitað farin að segja til sín í lokin," sagði Björgvin Hólmgeirsson, stórskytta Hauka, eftir dramatískan sigur í Eimskips-bikarnum gegn FH í dag.

Handbolti
Fréttamynd

HK-ingar í undanúrslitin eftir öruggan sigur á Selfossi

HK-ingar eru komnir áfram í undanúrslit Eimskipsbikars karla eftir sjö marka sigur á 1. deildarliði Selfoss á Selfossi í kvöld. HK verður því pottinum ásamt Haukum sem unnu FH í tvíframlengdum leik í dag en hinir tveir leikirnir fara fram á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Einar Andri: Gríðarleg vonbrigði en stoltur af strákunum

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði en ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta og það er mín skoðun að þeir hefðu átt skilið að vinna þennan leik." sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir tap gegn Haukum í Kaplakrika í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Reynsla, heppni og ótrúlegur vilji skóp sigurinn

„Þetta var frábær sigur og við erum virkilega ánægðir með að vera komnir áfram í bikarnum. Töpuðum hérna í fyrra með einu marki í spennuleik eins og fór fram hér í dag þannig það var gott að hefna fyrir þetta núna." sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigur gegn FH í ævintýranlegum Hafnarfjarðarslag.

Handbolti
Fréttamynd

Umfj.: Haukar unnu tvíframlengdan Hafnarfjarðarslag

Í dag fór fram Hafnarfjarðarslagur í Eimskips-bikar karla í handknattleik er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. Þessi leikur var miklu meira en bara handboltaleikur því liðin voru einnig að spila um stolt bæjarins. Það voru Haukar sem báru sigur úr býtum, 38-37, í tvíframlengdum, bráðskemmtilegum og dramatískum leik.


Handbolti
Fréttamynd

Dregið í Eimskipsbikarnum á morgun

Það verður dregið í átta liða úrslitum Eimskipsbikar karla og kvenna í handbolta í hádeginu á morgun en sex félög eiga ennþá lið í báðum keppnum. Drátturinn hefst klukkan 12.15 og fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Handbolti
Fréttamynd

Eimskipsbikar karla: Haukar unnu Hauka 2

Íslandsmeistarar Hauka lentu ekki í teljandi erfiðleikum gegn Haukum 2 í 16-liða úrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta í kvöld. Haukar unnu 28-38 sigur en staðan í hálfleik var 11-20.

Handbolti