Íslenski handboltinn Grótta lagði Íslandsmeistarana Gróttustúlkur byrja leiktíðina vel í DHL deild kvenna í handbolta en þær lögðu sjálfa Íslandsmeistarana 26-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í kvöld. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með 7 mörk, Sandra Paegle skoraði 5 og Kristín Þórðardóttir skoraði 4 mörk. Handbolti 4.10.2006 21:09 Þrír leikir í kvöld Þrír leikir fara fram í DHL-deildinni í handbolta í kvöld, tveir í karlaflokki og þá verður leikur Gróttu og ÍBV í kvennaflokki spilaður klukkan 19 á Seltjarnarnesi eftir að leiknum var frestað í gær. Í karlaflokki mætast Stjarnan og HK í Ásgarði klukkan 19 og Fram tekur á móti Haukum í Framhúsinu klukkan 20. Handbolti 4.10.2006 15:36 Fram skellti Haukum Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handknattleik. Fram vann óvæntan útisigur á Haukum 21-20, Valur lagði Stjörnuna 22-20 í Laugardalshöll og FH lagði lið Akureyrar 21-18 fyrir norðan. Handbolti 3.10.2006 21:42 Leik Gróttu og ÍBV frestað Leik Gróttu og ÍBV sem fara átti fram á Seltjarnarnesi nú klukkan 19 hefur verið frestað vegna ófærðar til og frá Vestmannaeyjum. Leikurinn verður þess í stað á dagskrá annað kvöld klukkan 19 ef veðurguðirnir lofa. Handbolti 3.10.2006 18:38 Þriðja umferðin hefst í kvöld Í kvöld hefst þriðja umferð DHL-deildar kvenna í handknattleik með fjórum leikjum. Í Laugardalshöll mætast Valur og Stjarnan klukkan 20 og á sama tíma eigast við Haukar og Fram að Ásvöllum. Klukkan 19 eigast við Akureyri og FH í KA heimilinu fyrir norðan og Grótta mætir ÍBV á Seltjarnarnesi. Handbolti 3.10.2006 14:49 Haukar unnu grannaslaginn Fjórir leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í dag. Haukastúlkur lögðu granna sína í FH nokkuð örugglega í Kaplakrika 29-22, Stjarnan valtaði yfir HK 39-21, Grótta lagði Fram á útivelli 26-23 og loks vann ÍBV góðan sigur á Val í Eyjum 30-26. Handbolti 30.9.2006 20:32 Valur lagði Akureyri Fyrsta umferð DHL deildar karla í handbolta kláraðist í dag með tveimur leikjum. Valur vann sigur á liði Akureyrar 26-22 í Laugardalshöllinni og HK lagði Fylki örugglega 31-24 í Digranesi. Handbolti 30.9.2006 17:40 Óvæntur sigur ÍR á Haukum Lið ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Haukum örugglega 36-30 í síðari leik kvöldsins í DHL deild karla í handbolta. Það var mál manna fyrir mót að ÍR yrði í miklum vandræðum í vetur eftir að hafa enn eina ferðina misst mikið af mönnum úr hóp sínum, en þessi fyrsti leikur liðsins í deildinni virðist þó ekki bera þess merki. Handbolti 27.9.2006 21:53 Framarar komu fram hefndum Íslandsmeistarar Fram sóttu Stjörnuna heim í fyrsta leik DHL deildar karla í handknattleik í kvöld og höfðu Íslandsmeistararnir sigur 30-26 og komu því fram hefndum frá tapinu í meistarakeppni HSÍ á dögunum. Þess má geta að Fram tekur á móti lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach í meistaradeildinni um helgina og verður sá leikur sýndur beint á Sýn. Handbolti 27.9.2006 21:14 HK lagði ÍBV Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð DHL deildar kvenna í handknattleik í kvöld. HK lagði ÍBV nokkuð óvænt í Digranesi 27-24, Grótta lagði FH 26-20 og þá gerðu Reykjavíkurliðin Valur og fram jafntefli 25-25. Handbolti 26.9.2006 22:24 Stjarnan lagði Hauka Bikarmeistarar Stjörnunnar tryggði sér í kvöld sigur í meistarakeppni HSÍ með því að vinna öruggan sigur á Íslandsmeisturum Fram í Framhúsinu 29-25. Bikarmeistararnir höfðu frumkvæðið allan leikinn og voru vel að sigrinum komnir. Handbolti 20.9.2006 20:37 Fram - Stjarnan að hefjast Leikur Fram og Stjörnunnar í meistarakeppni HSÍ hefst nú klukkan 19 í Framhúsinu, en þetta er árleg viðureign Íslands- og bikarmeistaranna í handboltanum og markar hann upphaf leiktíðarinnar. Handbolti 20.9.2006 18:51 Haukar lögðu ÍBV Haukastúlkur fögnuðu í kvöld sigri í meistarakeppni HSÍ þegar þær lögðu Eyjastúlkur örugglega í Eyjum 33-24 eftir að hafa verið yfir 14-11 í hálfleik. Þetta var árlegur leikur Íslands- og bikarmeistaranna í kvennaflokki og annað kvöld fer fram meistarakeppnin í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar Fram tekur á móti Stjörnunni í Safamýrinni. Handbolti 19.9.2006 21:42 Handboltavertíðin hefst á morgun Á morgun hefst handboltavertíð vetrarins með formlegum hætti þegar kvennalið ÍBV og Hauka leiða saman hesta sína í Vestmannaeyjum í meistarakeppni HSÍ. Á miðvikudaginn er svo komið að körlunum þar sem Fram og Stjarnan eigast við í Framhúsinu. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19. Handbolti 18.9.2006 16:51 Dagur ráðinn framkvæmdastjóri Vals Dagur Sigurðsson hættir í vor sem þjálfari og leikmaður austurríska handknattleiksliðsins Bregens og verður framkvæmdastjóri Vals. Dagur segir að sér hafi staðið ýmislegt til boða en uppbyggingin á Hlíðarenda hafi verið verkefni sem heillaði hann hvað mest. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á NFS nú í hádeginu. Handbolti 15.9.2006 13:43 Neitar að tjá sig Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu síðustu daga þá hefur Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Vals þar sem hann hafi reynt að skapa óróa innan félagsins með ummælum sínum. Handbolti 13.9.2006 20:49 Talar frjálslega um peningamál leikmanna Valsliðsins Á heimasíðu Vals má enn finna nokkur bréf skrifuð af Rieg og Fréttablaðið hefur einnig undir höndum spjallþráð sem hefur verið eytt af síðunni en í honum fer Rieg mikinn. Við skulum byrja á að draga út nokkur ummæli í þræðinum sem var eytt en Rieg stofnaði hann 23. maí 2006, skömmu eftir að Ernir Hrafn Arnarsson hafði gengið í raðir Vals. Fram var eitt þeirra liða sem vildi fá Ernir í sínar raðir. Handbolti 12.9.2006 21:27 Þetta er ekki málefni Fram Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Valsmanna þar sem hann hafi reynt að skapa óróa með ummælum sínum og hafi einnig haldið því fram að hann væri gallharður Valsari. Sumt af því sem Hjálmar er ásakaður um að hafa skrifað á síðunni er það gróft að Valsmenn urðu að fjarlægja það af síðunni. Handbolti 12.9.2006 21:28 Arnór byrjar vel Arnór Atlason var markahæstur með sjö mörk og þótti besti maður vallarins þegar lið hans FCK bar sigurorð af Lemvig í opnunarleik dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Handbolti 9.9.2006 11:25 Akureyri - handboltafélag prófar Litháa Í gær kom til Akureyrar litháíska skyttan Dmitrij Afanasjev en hann mun vera til reynslu hjá félaginu næstu daga og einnig mun hann leika með liðinu á Sjallamótinu um helgina. Afanasjev er 22 ára gamall og er örvhent skytta. Hann er rúmir 190 sentimetrar á hæð. Hann skoraði rúmlega fimm mörk í leik í litháísku deildinni síðasta vetur og kom ekkert þeirra af vítalínunni. Lið hans endaði í fjórða sæti deildarinnar. Handbolti 8.9.2006 21:15 HK kærði aftur Kæru HK vegna félagaskipta markvarðarins Egidijusar Petkeviciusar úr Fram í HK var vísað frá í gær vegna formgalla en HK-menn stóðu ekki nógu vel að kærunni. Þeir létu það ekki stöðva sig heldur lögðu inn nýja kæru vegna málsins í gær. Handbolti 4.9.2006 21:55 Valsmenn eru stórhuga fyrir komandi leiktíð Valsmenn boðuðu til mjög svo veglegs blaðamannafundar í húsakynnum Frjálsa fjárfestingabankans í gær þar sem farið var yfir stöðu mála, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Markmið Vals er mjög einfalt, sigur í öllum keppnum sem í boði eru. Handbolti 23.8.2006 21:46 Valsmenn ætla sér stóra hluti Handknattleiksdeild Vals ætlar sér stóra hluti í karla- og kvennaflokki á næstu leiktíð og nú hefur félagið tilkynnt leikmannahópa sína í báðum flokkum fyrir veturinn. Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur sem kunnugt er ákveðið að snúa aftur á Hlíðarenda og þá hefur félagið gert samning við hinn efnilega Ernir Hrafn Arnarson. Handbolti 23.8.2006 14:17 Sævar og Rúnar munu þjálfa Sameining KA og Þórs í handboltanum er á lokastigi. Liðið mun heita Akureyri Handboltafélag og verður bæjarmerki Akureyrar væntanlega merki félagsins. Rúnar Sigtryggson og Sævar Árnason munu þjálfa Akureyri. Handbolti 31.7.2006 17:15 Fram í riðil með Gummersbach Í morgun var dregið í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í handbolta þar sem Íslandsmeistarar Fram fara beint inn í riðlakeppnina. Útkoman úr drættinum var afar athyglisverð fyrir Fram sem dróst í riðil með Gummersbach sem Alfreð Gíslason mun stýra. Handbolti 29.7.2006 20:37 Strandhandbolti í Nauthólsvík Íslandsmótið í strandhandbolta fór fram í Nauthóslvík í dag og var mikið um dýrðir þar. Lið úr Íslandsmótinu tóku þar þátt og nota mótið m.a. sem lið í undirbúningi sínum fyrir veturinn. Handbolti 29.7.2006 20:12 Haukastúlkur til Ungverjalands Í morgun var dregið í Evrópukeppni bikarhafa í kvennaflokki og þá varð ljóst að bikarmeistarar Hauka í kvennaflokki mæta ungverska liðinu Cornexi-Alcoa-HSB. Haukar spila fyrri leik sinn á heimavelli um miðjan október og útileikinn viku síðar. Handbolti 25.7.2006 15:24 Íslenska liðið spilar í Magdeburg Búið er að tilkynna hvar riðlarnir á HM í Þýskalandi á næsta ári verða spilaðir og í ljós kom að íslenska landsliðið mun spila fyrstu þrjá leiki sína í Magdeburg. Það verður að teljast íslenska liðinu til tekna, því eins og flestir vita eru nokkrir af landsliðsmönnunum öllum hnútum kunnugir þar á bæ. Alfreð Gíslason stýrði liði Magdeburg við frábæran orðstír í mörg ár og þá hafa leikmenn eins og Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason gert fína hluti með liðinu. Sport 14.7.2006 15:18 Sáttur við mótherjana Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist mjög ánægður með mótherja íslenska liðsins í B-riðlinum á HM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í janúar næstkomandi. Í samtali við NFS sagði Alfreð að Evrópumeistarar Frakka væru ekkert verri mótherji en hinar þjóðirnar í efsta styrkleikaflokki á mótinu, en benti á að þó vissulega væri lið Úkraínu sýnd veiði en ekki gefin, væri íslenska liðið heldur ekki skipað neinum aukvisum. Sport 14.7.2006 15:09 Ísland í riðli með Frökkum, Úkraínu og Ástralíu Nú rétt áðan var dregið í riðla fyrir HM í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi snemma næsta árs. Íslendingar munu leika í B-riðli mótsins ásamt Frökkum, Úkraínumönnum og Áströlum og ljóst að íslenska liðið getur verið nokkuð sátt við mótherja sína. Sport 14.7.2006 14:04 « ‹ 86 87 88 89 90 91 92 93 94 … 123 ›
Grótta lagði Íslandsmeistarana Gróttustúlkur byrja leiktíðina vel í DHL deild kvenna í handbolta en þær lögðu sjálfa Íslandsmeistarana 26-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í kvöld. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með 7 mörk, Sandra Paegle skoraði 5 og Kristín Þórðardóttir skoraði 4 mörk. Handbolti 4.10.2006 21:09
Þrír leikir í kvöld Þrír leikir fara fram í DHL-deildinni í handbolta í kvöld, tveir í karlaflokki og þá verður leikur Gróttu og ÍBV í kvennaflokki spilaður klukkan 19 á Seltjarnarnesi eftir að leiknum var frestað í gær. Í karlaflokki mætast Stjarnan og HK í Ásgarði klukkan 19 og Fram tekur á móti Haukum í Framhúsinu klukkan 20. Handbolti 4.10.2006 15:36
Fram skellti Haukum Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handknattleik. Fram vann óvæntan útisigur á Haukum 21-20, Valur lagði Stjörnuna 22-20 í Laugardalshöll og FH lagði lið Akureyrar 21-18 fyrir norðan. Handbolti 3.10.2006 21:42
Leik Gróttu og ÍBV frestað Leik Gróttu og ÍBV sem fara átti fram á Seltjarnarnesi nú klukkan 19 hefur verið frestað vegna ófærðar til og frá Vestmannaeyjum. Leikurinn verður þess í stað á dagskrá annað kvöld klukkan 19 ef veðurguðirnir lofa. Handbolti 3.10.2006 18:38
Þriðja umferðin hefst í kvöld Í kvöld hefst þriðja umferð DHL-deildar kvenna í handknattleik með fjórum leikjum. Í Laugardalshöll mætast Valur og Stjarnan klukkan 20 og á sama tíma eigast við Haukar og Fram að Ásvöllum. Klukkan 19 eigast við Akureyri og FH í KA heimilinu fyrir norðan og Grótta mætir ÍBV á Seltjarnarnesi. Handbolti 3.10.2006 14:49
Haukar unnu grannaslaginn Fjórir leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í dag. Haukastúlkur lögðu granna sína í FH nokkuð örugglega í Kaplakrika 29-22, Stjarnan valtaði yfir HK 39-21, Grótta lagði Fram á útivelli 26-23 og loks vann ÍBV góðan sigur á Val í Eyjum 30-26. Handbolti 30.9.2006 20:32
Valur lagði Akureyri Fyrsta umferð DHL deildar karla í handbolta kláraðist í dag með tveimur leikjum. Valur vann sigur á liði Akureyrar 26-22 í Laugardalshöllinni og HK lagði Fylki örugglega 31-24 í Digranesi. Handbolti 30.9.2006 17:40
Óvæntur sigur ÍR á Haukum Lið ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Haukum örugglega 36-30 í síðari leik kvöldsins í DHL deild karla í handbolta. Það var mál manna fyrir mót að ÍR yrði í miklum vandræðum í vetur eftir að hafa enn eina ferðina misst mikið af mönnum úr hóp sínum, en þessi fyrsti leikur liðsins í deildinni virðist þó ekki bera þess merki. Handbolti 27.9.2006 21:53
Framarar komu fram hefndum Íslandsmeistarar Fram sóttu Stjörnuna heim í fyrsta leik DHL deildar karla í handknattleik í kvöld og höfðu Íslandsmeistararnir sigur 30-26 og komu því fram hefndum frá tapinu í meistarakeppni HSÍ á dögunum. Þess má geta að Fram tekur á móti lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach í meistaradeildinni um helgina og verður sá leikur sýndur beint á Sýn. Handbolti 27.9.2006 21:14
HK lagði ÍBV Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð DHL deildar kvenna í handknattleik í kvöld. HK lagði ÍBV nokkuð óvænt í Digranesi 27-24, Grótta lagði FH 26-20 og þá gerðu Reykjavíkurliðin Valur og fram jafntefli 25-25. Handbolti 26.9.2006 22:24
Stjarnan lagði Hauka Bikarmeistarar Stjörnunnar tryggði sér í kvöld sigur í meistarakeppni HSÍ með því að vinna öruggan sigur á Íslandsmeisturum Fram í Framhúsinu 29-25. Bikarmeistararnir höfðu frumkvæðið allan leikinn og voru vel að sigrinum komnir. Handbolti 20.9.2006 20:37
Fram - Stjarnan að hefjast Leikur Fram og Stjörnunnar í meistarakeppni HSÍ hefst nú klukkan 19 í Framhúsinu, en þetta er árleg viðureign Íslands- og bikarmeistaranna í handboltanum og markar hann upphaf leiktíðarinnar. Handbolti 20.9.2006 18:51
Haukar lögðu ÍBV Haukastúlkur fögnuðu í kvöld sigri í meistarakeppni HSÍ þegar þær lögðu Eyjastúlkur örugglega í Eyjum 33-24 eftir að hafa verið yfir 14-11 í hálfleik. Þetta var árlegur leikur Íslands- og bikarmeistaranna í kvennaflokki og annað kvöld fer fram meistarakeppnin í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar Fram tekur á móti Stjörnunni í Safamýrinni. Handbolti 19.9.2006 21:42
Handboltavertíðin hefst á morgun Á morgun hefst handboltavertíð vetrarins með formlegum hætti þegar kvennalið ÍBV og Hauka leiða saman hesta sína í Vestmannaeyjum í meistarakeppni HSÍ. Á miðvikudaginn er svo komið að körlunum þar sem Fram og Stjarnan eigast við í Framhúsinu. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19. Handbolti 18.9.2006 16:51
Dagur ráðinn framkvæmdastjóri Vals Dagur Sigurðsson hættir í vor sem þjálfari og leikmaður austurríska handknattleiksliðsins Bregens og verður framkvæmdastjóri Vals. Dagur segir að sér hafi staðið ýmislegt til boða en uppbyggingin á Hlíðarenda hafi verið verkefni sem heillaði hann hvað mest. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á NFS nú í hádeginu. Handbolti 15.9.2006 13:43
Neitar að tjá sig Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu síðustu daga þá hefur Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Vals þar sem hann hafi reynt að skapa óróa innan félagsins með ummælum sínum. Handbolti 13.9.2006 20:49
Talar frjálslega um peningamál leikmanna Valsliðsins Á heimasíðu Vals má enn finna nokkur bréf skrifuð af Rieg og Fréttablaðið hefur einnig undir höndum spjallþráð sem hefur verið eytt af síðunni en í honum fer Rieg mikinn. Við skulum byrja á að draga út nokkur ummæli í þræðinum sem var eytt en Rieg stofnaði hann 23. maí 2006, skömmu eftir að Ernir Hrafn Arnarsson hafði gengið í raðir Vals. Fram var eitt þeirra liða sem vildi fá Ernir í sínar raðir. Handbolti 12.9.2006 21:27
Þetta er ekki málefni Fram Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Valsmanna þar sem hann hafi reynt að skapa óróa með ummælum sínum og hafi einnig haldið því fram að hann væri gallharður Valsari. Sumt af því sem Hjálmar er ásakaður um að hafa skrifað á síðunni er það gróft að Valsmenn urðu að fjarlægja það af síðunni. Handbolti 12.9.2006 21:28
Arnór byrjar vel Arnór Atlason var markahæstur með sjö mörk og þótti besti maður vallarins þegar lið hans FCK bar sigurorð af Lemvig í opnunarleik dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Handbolti 9.9.2006 11:25
Akureyri - handboltafélag prófar Litháa Í gær kom til Akureyrar litháíska skyttan Dmitrij Afanasjev en hann mun vera til reynslu hjá félaginu næstu daga og einnig mun hann leika með liðinu á Sjallamótinu um helgina. Afanasjev er 22 ára gamall og er örvhent skytta. Hann er rúmir 190 sentimetrar á hæð. Hann skoraði rúmlega fimm mörk í leik í litháísku deildinni síðasta vetur og kom ekkert þeirra af vítalínunni. Lið hans endaði í fjórða sæti deildarinnar. Handbolti 8.9.2006 21:15
HK kærði aftur Kæru HK vegna félagaskipta markvarðarins Egidijusar Petkeviciusar úr Fram í HK var vísað frá í gær vegna formgalla en HK-menn stóðu ekki nógu vel að kærunni. Þeir létu það ekki stöðva sig heldur lögðu inn nýja kæru vegna málsins í gær. Handbolti 4.9.2006 21:55
Valsmenn eru stórhuga fyrir komandi leiktíð Valsmenn boðuðu til mjög svo veglegs blaðamannafundar í húsakynnum Frjálsa fjárfestingabankans í gær þar sem farið var yfir stöðu mála, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Markmið Vals er mjög einfalt, sigur í öllum keppnum sem í boði eru. Handbolti 23.8.2006 21:46
Valsmenn ætla sér stóra hluti Handknattleiksdeild Vals ætlar sér stóra hluti í karla- og kvennaflokki á næstu leiktíð og nú hefur félagið tilkynnt leikmannahópa sína í báðum flokkum fyrir veturinn. Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur sem kunnugt er ákveðið að snúa aftur á Hlíðarenda og þá hefur félagið gert samning við hinn efnilega Ernir Hrafn Arnarson. Handbolti 23.8.2006 14:17
Sævar og Rúnar munu þjálfa Sameining KA og Þórs í handboltanum er á lokastigi. Liðið mun heita Akureyri Handboltafélag og verður bæjarmerki Akureyrar væntanlega merki félagsins. Rúnar Sigtryggson og Sævar Árnason munu þjálfa Akureyri. Handbolti 31.7.2006 17:15
Fram í riðil með Gummersbach Í morgun var dregið í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í handbolta þar sem Íslandsmeistarar Fram fara beint inn í riðlakeppnina. Útkoman úr drættinum var afar athyglisverð fyrir Fram sem dróst í riðil með Gummersbach sem Alfreð Gíslason mun stýra. Handbolti 29.7.2006 20:37
Strandhandbolti í Nauthólsvík Íslandsmótið í strandhandbolta fór fram í Nauthóslvík í dag og var mikið um dýrðir þar. Lið úr Íslandsmótinu tóku þar þátt og nota mótið m.a. sem lið í undirbúningi sínum fyrir veturinn. Handbolti 29.7.2006 20:12
Haukastúlkur til Ungverjalands Í morgun var dregið í Evrópukeppni bikarhafa í kvennaflokki og þá varð ljóst að bikarmeistarar Hauka í kvennaflokki mæta ungverska liðinu Cornexi-Alcoa-HSB. Haukar spila fyrri leik sinn á heimavelli um miðjan október og útileikinn viku síðar. Handbolti 25.7.2006 15:24
Íslenska liðið spilar í Magdeburg Búið er að tilkynna hvar riðlarnir á HM í Þýskalandi á næsta ári verða spilaðir og í ljós kom að íslenska landsliðið mun spila fyrstu þrjá leiki sína í Magdeburg. Það verður að teljast íslenska liðinu til tekna, því eins og flestir vita eru nokkrir af landsliðsmönnunum öllum hnútum kunnugir þar á bæ. Alfreð Gíslason stýrði liði Magdeburg við frábæran orðstír í mörg ár og þá hafa leikmenn eins og Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason gert fína hluti með liðinu. Sport 14.7.2006 15:18
Sáttur við mótherjana Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist mjög ánægður með mótherja íslenska liðsins í B-riðlinum á HM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í janúar næstkomandi. Í samtali við NFS sagði Alfreð að Evrópumeistarar Frakka væru ekkert verri mótherji en hinar þjóðirnar í efsta styrkleikaflokki á mótinu, en benti á að þó vissulega væri lið Úkraínu sýnd veiði en ekki gefin, væri íslenska liðið heldur ekki skipað neinum aukvisum. Sport 14.7.2006 15:09
Ísland í riðli með Frökkum, Úkraínu og Ástralíu Nú rétt áðan var dregið í riðla fyrir HM í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi snemma næsta árs. Íslendingar munu leika í B-riðli mótsins ásamt Frökkum, Úkraínumönnum og Áströlum og ljóst að íslenska liðið getur verið nokkuð sátt við mótherja sína. Sport 14.7.2006 14:04
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent