Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Haukar töpuðu stórt

Karlalið Hauka tapaði 38-25 fyrir slóvenska liðinu Gorenje Velenja í Meistaradeildinni í handknattleik í dag. Staðan í hálfleik var 18-13 fyrir Gorenje.

Sport
Fréttamynd

Aðalsteinn svekktur og sár

Kvennalið Stjörnunnar féll úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í gær með því að tapa með sex marka mun, 27-33, fyrir tyrkneska liðinu Anadolu University. Fimm marka sigur Stjörnunnar í fyrri leiknum dugði ekki til.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta tap Valsstúlkna

Kvennalið Vals tapaði sínum fyrsta leik í DHL-deild kvenna í handknattleik í dag þegar liðið lá fyrir FH í Laugardalshöllinni, 26-23. Valur var yfir í hálfleik 14-12, en FH hafði betur í síðari hálfleiknum og vann sinn annan leik í röð, eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar í Meistaradeildinni

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real rúlluðu yfir Tatra Presov frá Slóvakíu í Meistaradeildinni í handbolta í dag, 39-24. Alfreð Gíslason og félagar í Magdeburg sigruðu franska liðið Montpellier 32-28 og lið Sturlu Ásgeirssonar, Arhus, sigraði Merano frá Ítalíu 35-28 á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Valur áfram í EHF keppninni

Handknattleikslið Vals er komið áfram í þriðju umferð EHF-keppninnar þrátt fyrir tap gegn finnska liðinu Sjundea í Laugardalshöllinni í dag, 31-28, en Valsmenn unnu fyrri leikinn með sex marka mun. Baldvin Þorsteinsson var markahæstur Valsmanna með 11 mörk.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan tapaði óvænt

Stjarnan tapaði nokkuð óvænt fyrir Víkingi/Fjölni í DHL-deild karla í handknattleik í dag. Leikurinn fór fram á heimavelli Stjörnunnar og lauk með sigri gestanna, 25-23, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 12-12. Hjá Stjörnunni var Arnór Theódórsson markahæstur með fimm mörk, en Sverrir Hermannsson skoraði sex fyrir Víking/Fjölni.

Sport
Fréttamynd

Haukar þurfa að eiga toppleik

"Þetta er mjög grimmt lið og þeir eru fljótir að refsa fyrir hver einustu mistök, skora mikið úr hraðaupphlaupum. Það er ljóst að við verðum að eiga toppleik til að eiga möguleika á móti þeim. Ég sá þá spila gegn þessu ítalska liði og þar unnu þeir öruggan sigur," sagði Páll Ólafsson þjálfari Hauka sem leika í Meistaradeildinni í dag gegn Gorenje Velenje í Slóveníu en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Enn eitt tapið hjá FH

Hrakfarir FHinga halda áfram í DHL-deild karla, en í dag tapaði liðið fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, þar sem úrslitin réðust með dramatískum hætti á lokasekúndunum. Eftir að FH hafði forystu 16-15 í hálfleik, sigur heimamenn fram úr í síðari hálfleiknum og skoruðu sigurmarkið tveimur sekúndum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn áfram þrátt fyrir tap

Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27.

Sport
Fréttamynd

Fimm leikir á fimm dögum

Stefán Arnarsson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur valið sextán leikmenn í liðið sem tekur þátt í æfingamóti í Hollandi dagana 11. til 15. október næstkomandi. Ásamt Íslandi leika lið Rúmeníu, Tékklands og Slóvakíu á mótinu ásamt A- og B- liði Hollands. Leikið verður á hverjum degi sem mótið fer fram.

Sport
Fréttamynd

Valur mætir Sjundea í dag

Valur mætir í dag Sjundea IF öðru sinni í Evrópukeppninni í handbolta en Valur vann fyrri leikinn með sex marka mun, 33-27 í Finnalandi. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals á von á erfiðum leik, þar sem fyrri leikurinn var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna.

Sport
Fréttamynd

Stjörnustúlkur lögðu Tyrkina

Stjörnustúlkur lögðu tyrkneska liðið Anadolu University 39-34 í annari umferð Evrópukeppni bikarhafa í Ásgarði í kvöld. Tyrkneska liðið er mjög sterkt og er þessi sigur því mjög góður hjá Stjörnunni, sem spilar síðari leik liðanna einnig á heimavelli sínum. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir tyrkneska liðið.

Sport
Fréttamynd

Þór og ÍR skyldu jöfn

Leikur Þórs og ÍR í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld var æsispennandi og lauk með jafntefli 33-33, en leikið var á Akureyri. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir gestina.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Fylki og Aftureldingu

Fylkir og Afturelding skyldu jöfn 26-26 í Árbænum í DHL-deild karla í kvöld, eftir að staðan hafði verið jöfn 13-13 í hálfleik. Arnar Jón Agnarsson var markahæstur í liði Fylkis með 7 mörk og Heimir Örn Árnason skoraði 6, en hjá Aftureldingu skoraði Ernir Hrafn Arnarsson 9 mörk.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir í handboltanum í kvöld

Þrír leikir eru á dagskrá í DHL-deildinni í handknattleik karla í kvöld og á morgun fara svo fram fimm leikir í karla- og kvennaflokki. Í kvöld taka Þórsarar á móti ÍR, Fylkir á móti Aftureldingu og Selfyssingar taka á móti HK.

Sport
Fréttamynd

Selfoss lagði HK

Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu HK í Vallaskóla í DHL-deild karla í kvöld, eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir gestina í hálfleik. Ívar Grétarsson og Ramunas Mikalonis skoruðu 7 mörk hvor fyrir heimamenn, en Elías Halldórsson og Valdimar Þórsson skoruðu 7 mörk hvor í liði HK.

Sport
Fréttamynd

Arnór með 7 mörk

Arnór Atlason skoraði sjö mörk og Sigfús Sigurðsson þrjú þegar Magdeburg burstaði Wilhelmshavener, 45-22, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Gylfi Gylfason skoraði fjögur mörk fyrir Wilhelmshavener.

Sport
Fréttamynd

Dagur hugar að heimkomu

Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð.

Sport
Fréttamynd

Haukar lögðu HK

Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir áfram

Bikarmeistarar ÍR eru komnir í 16 liða úrslit bikarkeppninnnar í handbolta karla. Liðið sigraði Víking/Fjölni í ótrúlegum markaleik, 47-36 í eina leik kvöldsins þar sem lið í deildakeppninni mættust á heimavelli sínum í Austurbergi. Alls fóru fimm leikir fram í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Fimm leikir í SS bikarnum í kvöld

Fimm leikir verða á dagskrá í 32-liða úrslitum SS bikarsins í handknattleik karla í kvöld. Á meðal athyglisverðra leikja má nefna að gömlu kempurnar Júlíus Jónasson og Geir Sveinsson verða í eldlínunni með Val 2 gegn Stjörnunni. í Laugardalshöllinni.

Sport
Fréttamynd

Davíð mætir Golíat í kvöld

Fimm leikir verða á dagskrá í SS-bikarkeppni karla í handbolta í kvöld og þar á meðal er viðureign sem kölluð hefur verið Davíð gegn Golíat, en það er viðureign Fylkis 2 og aðalliðs Vals sem fram fer í Fylkishöll klukkan 20.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur kláruðu verkefnið

Haukar eru komnir áfram í næstu umferð EFH-keppninnar en þær lögðu St.Otmar að velli í tveimur leikjum, samanlagt 70-45. Mótspyrna svissneska liðsins var ekki mikil og það sást strax að styrkleikamunurinn á liðunum var töluverður.

Sport
Fréttamynd

Sigga Sveins-vörnin tryggði sigur

HK og Stjarnan áttust við í DHL-deild karla í Digranesi í gærkvöldi og það voru gestirnir úr Garðabænum sem höfðu betur í sannkölluðum hörkuslag. Leikur liðanna var hnífjafn allt fram í miðjan síðari hálfleikinn, þegar gamla kempan Patrekur Jóhannesson tók til sinna ráða og lagði grunninn að sigri sinna manna með þremur mörkum í röð.

Sport
Fréttamynd

Düsseldorf vann Minden

Düsseldorf bar sigurorð af Minden 33-31 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Markús Máni Michaelsson skoraði fimm mörk fyrir Düsseldorf og Snorri Steinn Guðjónsson fimm fyrir Minden.

Sport
Fréttamynd

Haukar fóru létt með St.Otmar

Haukastúlkur völtuðu yfir svissneska liðið St.Otmar í Evrópukeppni meistaraliða í handbolta kvenna í kvöld, með 16 marka mun 41-25. Hanna G.Stefánsdóttir var markahæst Hauka með 11 mörk, þar af þrjú úr vítum og Ramune Pekarskyte kom næst með 8 mörk. Leikurinn Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum klukkan 17:30 á morgun.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan lagði HK

Einn leikur var á dagskrá í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. Stjarnan vann sigur á HK í Digranesi 23-19, eftir að jafnt hafði verið í hálfleik, 9-9. Patrekur Jóhannesson og Kristján Kristjánsson voru markahæstir í liði Stjörnunnar með 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

Haukar lágu naumlega fyrir Århus

Haukar töpuðu naumt fyrir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta nú síðdegis, 28-27. Leikið var að Ásvöllum og var þetta fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðsins í riðlinum. Haukar áttu góðan endasprett eftir að hafa elt allan leikinn en staðan í hálfleik var 18-14 fyrir Århus.

Sport
Fréttamynd

Valur í góðum málum í UEFA Cup

Valsmenn sigruðu finnska liðið Sjundeä, 27-33 á útivelli í dag en þetta var fyrri leikur liðanna annarri umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Þetta var fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Laugardalshöll um næstu helgi. Valur leiddi í hálfleik 18-15. Mohamadi Loutoufi var markahæstur Valsmanna með 11 mörk, Sigurður Eggertsson kom næstur með 8 mörk og Baldvin Þorsteinsson 7.

Sport
Fréttamynd

ÍBV náði jafntefli gegn Stjörnunni

Fjórir leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í dag. Topplið Stjörnunnar missti leik sinn gegn ÍBV niður í jafntefli, 24-24 eftir að hafa leitt 17-12 í hálfleik. FH vann 6 marka útisigur á Víkingi, 22-28. Framstúlkur eru enn án stig en þær töpuðu fyrir Gróttu, 13-18.

Sport