Valsmenn áfram þrátt fyrir tap 8. október 2005 00:01 Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27. "Við komum í leikinn til að sigra en náðum því ekki, þeir voru bara miklu betri en við bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera of mikið af mistökum þannig að það verður að teljast mjög gott að við séum komnir áfram. Vörnin hjá okkur var mjög slök í byrjun en var betri í þeim síðari þegar við fórum í gömlu góðu 3-2-1 vörnina. Ef við lítum á það jákvæða þá var Baldur mjög góður og við vorum að nota þrjá 19 ára stráka sem stóðu fyrir sínu. Fannar skoraði mikilvæg mörk og lokaði vörninni og Elvar líka," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals en liðið vann viðureignina gegn Sjundeå samtals 61-58. Valsmenn voru undir nær allan leikinn og geta talist heppnir að hafa aðeins verið einu marki undir í hálfleik. Í þeim síðari misstu þeir Sjundeå aldrei of langt frá sér en þeir náðu mest fjögurra marka forystu. Það fór ekki milli mála að Valur var lakara liðið á vellinum en voru þó með besta leikmann hans, Baldvin Þorsteinsson skoraði ellefu mörk. "Ég hef ekki verið að spila neitt æðislega upp á síðkastið og þetta var sennilega minn skásti leikur til þessa í vetur. Við töpuðum en tilgangurinn helgar meðalið og við erum komnir áfram í þriðju umferð. Vörnin hjá okkur var töluvert slakari en í leiknum ytra og sóknin sömuleiðis. Finnarnir spiluðu hinsvegar hörkuvörn sem við áttum í erfiðleikum með," sagði Baldvin. Á þriðjudaginn verður dregið í næstu umferð og á hann sér óskamótherja. "Ég vona að við fáum eitthvað stórlið í næstu umferð, Gummersbach er í pottinum og það væri frábært að fá Guðjón Val og Róbert Gunnarsson á klakann og fylla Höllina," sagði Baldvin að leik loknum. Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27. "Við komum í leikinn til að sigra en náðum því ekki, þeir voru bara miklu betri en við bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera of mikið af mistökum þannig að það verður að teljast mjög gott að við séum komnir áfram. Vörnin hjá okkur var mjög slök í byrjun en var betri í þeim síðari þegar við fórum í gömlu góðu 3-2-1 vörnina. Ef við lítum á það jákvæða þá var Baldur mjög góður og við vorum að nota þrjá 19 ára stráka sem stóðu fyrir sínu. Fannar skoraði mikilvæg mörk og lokaði vörninni og Elvar líka," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals en liðið vann viðureignina gegn Sjundeå samtals 61-58. Valsmenn voru undir nær allan leikinn og geta talist heppnir að hafa aðeins verið einu marki undir í hálfleik. Í þeim síðari misstu þeir Sjundeå aldrei of langt frá sér en þeir náðu mest fjögurra marka forystu. Það fór ekki milli mála að Valur var lakara liðið á vellinum en voru þó með besta leikmann hans, Baldvin Þorsteinsson skoraði ellefu mörk. "Ég hef ekki verið að spila neitt æðislega upp á síðkastið og þetta var sennilega minn skásti leikur til þessa í vetur. Við töpuðum en tilgangurinn helgar meðalið og við erum komnir áfram í þriðju umferð. Vörnin hjá okkur var töluvert slakari en í leiknum ytra og sóknin sömuleiðis. Finnarnir spiluðu hinsvegar hörkuvörn sem við áttum í erfiðleikum með," sagði Baldvin. Á þriðjudaginn verður dregið í næstu umferð og á hann sér óskamótherja. "Ég vona að við fáum eitthvað stórlið í næstu umferð, Gummersbach er í pottinum og það væri frábært að fá Guðjón Val og Róbert Gunnarsson á klakann og fylla Höllina," sagði Baldvin að leik loknum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira