Valsmenn áfram þrátt fyrir tap 8. október 2005 00:01 Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27. "Við komum í leikinn til að sigra en náðum því ekki, þeir voru bara miklu betri en við bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera of mikið af mistökum þannig að það verður að teljast mjög gott að við séum komnir áfram. Vörnin hjá okkur var mjög slök í byrjun en var betri í þeim síðari þegar við fórum í gömlu góðu 3-2-1 vörnina. Ef við lítum á það jákvæða þá var Baldur mjög góður og við vorum að nota þrjá 19 ára stráka sem stóðu fyrir sínu. Fannar skoraði mikilvæg mörk og lokaði vörninni og Elvar líka," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals en liðið vann viðureignina gegn Sjundeå samtals 61-58. Valsmenn voru undir nær allan leikinn og geta talist heppnir að hafa aðeins verið einu marki undir í hálfleik. Í þeim síðari misstu þeir Sjundeå aldrei of langt frá sér en þeir náðu mest fjögurra marka forystu. Það fór ekki milli mála að Valur var lakara liðið á vellinum en voru þó með besta leikmann hans, Baldvin Þorsteinsson skoraði ellefu mörk. "Ég hef ekki verið að spila neitt æðislega upp á síðkastið og þetta var sennilega minn skásti leikur til þessa í vetur. Við töpuðum en tilgangurinn helgar meðalið og við erum komnir áfram í þriðju umferð. Vörnin hjá okkur var töluvert slakari en í leiknum ytra og sóknin sömuleiðis. Finnarnir spiluðu hinsvegar hörkuvörn sem við áttum í erfiðleikum með," sagði Baldvin. Á þriðjudaginn verður dregið í næstu umferð og á hann sér óskamótherja. "Ég vona að við fáum eitthvað stórlið í næstu umferð, Gummersbach er í pottinum og það væri frábært að fá Guðjón Val og Róbert Gunnarsson á klakann og fylla Höllina," sagði Baldvin að leik loknum. Íslenski handboltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27. "Við komum í leikinn til að sigra en náðum því ekki, þeir voru bara miklu betri en við bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera of mikið af mistökum þannig að það verður að teljast mjög gott að við séum komnir áfram. Vörnin hjá okkur var mjög slök í byrjun en var betri í þeim síðari þegar við fórum í gömlu góðu 3-2-1 vörnina. Ef við lítum á það jákvæða þá var Baldur mjög góður og við vorum að nota þrjá 19 ára stráka sem stóðu fyrir sínu. Fannar skoraði mikilvæg mörk og lokaði vörninni og Elvar líka," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals en liðið vann viðureignina gegn Sjundeå samtals 61-58. Valsmenn voru undir nær allan leikinn og geta talist heppnir að hafa aðeins verið einu marki undir í hálfleik. Í þeim síðari misstu þeir Sjundeå aldrei of langt frá sér en þeir náðu mest fjögurra marka forystu. Það fór ekki milli mála að Valur var lakara liðið á vellinum en voru þó með besta leikmann hans, Baldvin Þorsteinsson skoraði ellefu mörk. "Ég hef ekki verið að spila neitt æðislega upp á síðkastið og þetta var sennilega minn skásti leikur til þessa í vetur. Við töpuðum en tilgangurinn helgar meðalið og við erum komnir áfram í þriðju umferð. Vörnin hjá okkur var töluvert slakari en í leiknum ytra og sóknin sömuleiðis. Finnarnir spiluðu hinsvegar hörkuvörn sem við áttum í erfiðleikum með," sagði Baldvin. Á þriðjudaginn verður dregið í næstu umferð og á hann sér óskamótherja. "Ég vona að við fáum eitthvað stórlið í næstu umferð, Gummersbach er í pottinum og það væri frábært að fá Guðjón Val og Róbert Gunnarsson á klakann og fylla Höllina," sagði Baldvin að leik loknum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira