
Ástin á götunni

Loksins lágu Danir í því
Vaskir landsliðsmenn sýndu og sönnuðu að lengi lifir í gömlum glæðum á Akureyri um helgina. Íslendingar lögðu Dani á 40 ára afmæli 14-2 leiksins margfræga á Parken. Mikil ánægja ríkti með þennan einstaka viðburð.

Frábær sigur hjá íslensku nördunum
Íslensku nördarnir í KF Nörd héldu uppi heiðri Íslands í uppgjöri norrænu lúðanna í gærkvöld þegar þeir gjörsigruðu þá sænsku 7-0 á Kópavogsvelli. Á fimmta þúsund manns mættu til að fylgjast með þessum óhefðbundnu íþróttamönnum leiða saman hesta sína.

Fer fram á Parken
Það varð ljóst í gær að landsleikur Danmerkur og Íslands fer fram á Parken eftir allt saman. Áfrýjunardómstóll UEFA hefur mildað dóm sinn í kjölfar leiks Dana og Svía.

Nördaleikur í dag
Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrðir í Kópavogi enda stendur Landsmót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boðuðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-landsliðsins fyrir Svíum nýverið í undankeppni Evrópumótsins.

Nördaleikurinn á föstudaginn
Á föstudag fer fram stórleikur milli íslensku og sænsku nördanna á Kópavogsvelli - þar sem nýja stúkan verður jafnframt vígð. Landslið íslensku nördanna hyggur þá á hefndir, eftir ófarir A-landsliðsins í Svíþjóð á dögunum.

Leikir dagsins hér heima
Þrír leikir verða í kvöld í landsbankadeild kvenna. KR mætir ÍR, Fylkir tekur á móti Val og Keflavík mætir Fjölnisstúlkum á Fjölnisvelli. Heil umferð verður leikin í 1. deild karla.

Úrslit dagsins á Íslandi
Þrír leikir voru spilaðir í 2. deild karla í dag. ÍH tapaði 0-2 fyrir Völsungi á heimavelli, Magni tapaði 1-3 fyrir Hetti á heimavelli og ÍR sigraði KS/Leiftur á ÍR vellinum. Í þriðju deild karla beið BÍ/Bolungarvík lægri hlut fyrir Kára á Akranesvelli, 3-0.

Valur úr leik
Valur er úr leik í Intertoto keppninni þrátt fyrir að hafa sigrað Cork City á útivelli í dag, 0-1. Cork City sigraði Val á Laugardalsvellinum um síðustu helg og því enduðu leikar samanlagt 2-1. Helgi Sigurðsson skoraði markið á 20. mínútu.

Valur yfir í hálfleik
Helgi Sigurðsson er búinn að skora fyrir Val í síðari leik liðsins gegn Cork City í Intertoto keppninni. Valur tapaði 0-2 í fyrri leik liðanna sem átti sér stað í Laugardalsvellinum um síðustu helgi. Markið kom á 20 mínútu, en nú er komið hlé.

Valur spilar seinni leikinn við Cork City í dag
Valur spilar seinni leikinn við Cork City í Intertoto keppninni í dag. Leikurinn fer fram á Írlandi og hefst hann klukkan 18:00. Valur tapaði fyrri leiknum 0-2 á Laugardalsvellinum um síðustu helgi.

Semur líklega við Viborg
Allar líkur eru á því að Rúrik Gíslason semji við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg um helgina. Á heimasíðu félagsins segir stjórnarformaðurinn að líklega verði samið við Rúrik. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Rúriks, sagði við Fréttablaðið í gær að um „alvöru tilboð“ væri að ræða og leiða má líkur að því að Rúrik semji við félagið.

Valsmenn voru sjálfum sér verstir
Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli.

Valur lá fyrir Corke
Valsmenn töpuðu 2-0 yfir írska liðinu Corke City í fyrri leik liðanna í Inter-Toto keppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku.

Valsmenn taka á móti Cork City í kvöld
Valsmenn taka í kvöld á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar í knattspyrnu. Þetta er fyrri leikur liðanna í keppninni og hefst hann klukkan 20 á Laugardalsvellinum. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku og þar sjá Valsmenn fram á erfitt verkefni þar sem írska liðið var taplaust á heimavelli á síðustu leiktíð.

Þeir mega ekki skora
Valur mætir írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto-keppninnar á Laugardalsvelli klukkan 20 í kvöld. Cork endaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Stórkostleg stemning
Alls lögðu 5.976 manns leið sína á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið og sáu þar íslenska kvennalandsliðið gjörsigra slakt lið Serba 5-0. Til samanburðar mættu 5.139 á leik karlalandsliðsins gegn Liechtenstein í byrjun júní. Áhorfendur á leiknum voru nánast jafn margir og á síðustu fimm heimaleikjum kvennalandsliðsins samtals.

Gæti dæmt í Meistaradeildinni
Kristinn Jakobsson dómari var í vikunni færður upp um flokk hjá dómaranefnd Knatstpyrnusambands Evrópu og er nú kominn í næstefsta flokk dómara.

Ég brosi allan hringinn í dag
Vanda Sigurgeirsdóttir er margreyndur leikmaður og þjálfari í knattspyrnunni. Hún fylgdist með leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld og hreifst mikið af leikmönnum Íslands og þeim fjöldamörgu stuðningsmönnum sem mættu á völlinn.

Besta byrjun frá upphafi
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei byrjað jafn vel í undankeppni stórmóts og nú. Liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og skorað níu mörk án þess að fá á sig neitt.

Stórsigur og áhorfendamet
Íslenska kvennalandsliðið sigraði í gær Serbíu í undankeppni EM 2009. 5976 áhorfendur mættu á völlinn og aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik hjá kvennalandsliðinu. Stelpurnar sigruðu leikinn 5-0 og eru nú á toppi riðilsins með 9 stig eftir 3 leiki.

Frábær sigur á Serbum
Leik íslenska kvennalandsliðsins við Serba lauk rétt í þessu með stórsigri íslenska liðsins, 5-0. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á Laugardalsvellinum. Um 6000 manns áhorfendur sátu leikinn. Leikurinn var liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum.

Hermann um kvennalandsliðið
Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður er ekkert nema ánægður með góðan árángur kvennalandsliðsins í knattspyrnu og segir enga samkeppni við karlalandsliðið. Ísland í dag heyrði í kappanum í morgun.

Allir á völlinn í kvöld
Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Serbum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 21:15 og rétt að skorar Vísir.is á alla sem hafa tök á því að mæta og styðja við bakið á stelpunum. Íslenska liðið vann síðast frækinn sigur á Frökkum í keppninni og þarf á góðum stuðningi að halda gegn sterkum andstæðingi í kvöld.

Þrír efstir og jafnir með 7
Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri.

Tölurnar tala
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Íslandsmeistarar FH hafa hæstu meðaleinkunn liða í deildinni, FH er með 6,22 í meðaleinkunn en aðeins FH og Keflavík er með yfir 6 í einkunn. Valur og Keflavík hafa sætaskipti sé einkunnagjöfin miðuð við stöðuna í deildinni.

Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum,“ sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert.

Þetta var ótrúlegt
„Mér líður mjög vel, þetta var ótrúlegt. Við höfðum reyndar allan tímann trú á því að við gætum unnið þetta lið,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Íslands eftir sigurinn gegn Frökkum í gær.

Erum að skrá okkur í sögubækurnar
Greta Mjöll Samúelsdóttir var brosmild eftir sigurinn gegn Frakklandi í gær. „Ég er í nettu sjokki, þetta er eitt besta afrek sem Ísland hefur unnið og ég held að við séum að skrá okkur í sögubækurnar,“ sagði Greta Mjöll.

Frækinn sigur á Frökkum
Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA.

Aðsóknarmetið ekki slegið
KSÍ gerði sitt besta til að slá áhorfendamet á kvennalandsleik í gær. Alls mættu 1667 áhorfendur á Laugardalsvöllinn sem er nokkuð frá metinu sem er 2974 manns. Þrátt fyrir það skapaðist fín stemning á Laugardalsvelli í gær.