Ástin á götunni Nokkur meiðsli í landsliðinu Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Búlgörum á morgun í Sofiu í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið. Auðun Helgason og Heiðar Helguson tóku ekki þátt á fullu á æfingu í gær og Auðun er tæpur fyrir morgundaginn vegna meiðsla í hné. <font face="Tms Rmn"></font> Sport 13.10.2005 19:47 Mutu að ná fyrri styrk Rúmenski markaskorarinn Adrian Mutu er óðum að koma til baka eftir sjö mánaða keppnisbann sem hann fékk vegna eiturlyfjaneyslu þegar hann lék með Chelsea og er farinn að skora grimmt fyrir landslið Rúmeníu. Sport 13.10.2005 19:47 Bonhof íhugar að segja af sér Ranier Bonhof , þjálfari U-21 árs liðs Skota, hefur látið í veðri vaka að hann muni segja af sér á næstu dögum í kjölfar neyðarlegs atviks í leik liðsins við Ítali um síðustu helgi, þegar hann leyfði leikmanni að spila sem var í banni í leiknum. Sport 13.10.2005 19:47 Owen þarf að sanna sig Framherjinn Michael Owen segist eiga skilið að vera í enska landsliðshópnum gegn Norður-Írum annað kvöld, en bendir á að hann muni þurfa að sanna að hann eigi þar heima eftir fjarveruna vegna leikbanns. Sport 13.10.2005 19:46 Stoichkov vill skora mörk Hristo Stoichkov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, gerir þá kröfu til sinna manna að þeir skori mörk þegar þeir taka á móti Íslendingum í landsleik þjóðanna á morgun, en hann er mjög ósáttur við tap sinna manna gegn Svíum í síðasta leik. Sport 13.10.2005 19:47 Wenger fær peninga í janúar Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mun njóta góðs af góðri afkomu Arsenal þegar leikmannakaupaglugginn opnast á ný í janúar ef marka má orð Keith Edelman, stjórnarmanns Arsenal. Sport 14.10.2005 06:40 Annasöm nótt hjá Paul Robinson Landsliðsmarkverði Englendinga, Paul Robinson hjá Tottenham Hotspur, brá heldur betur í brún þegar hann kom til síns heima eftir landsleikinn gegn Wales um helgina, því í ljós kom að brotist hafði verið inn í íbúð hans á meðan hann var í burtu með landsliðinu. Sport 14.10.2005 06:40 Þorlákur Árnason í Stjörnuna Þorlákur Árnason, sem sagði af sér sem þjálfari Fylkis á dögunum, hefur verið ráðinn til að taka við yngriflokkastarfi Stjörnunnar í Garðabæ og mun verða skólastjóri knattspyrnuskóla félagsins. Sport 14.10.2005 06:40 Campbell nálgast fyrra form Varnarmaðurinn Sol Campell hjá Arsenal er nú í óðaönn að ná fyrra formi eftir erfið meiðsli og í kvöld spilar hann annan leikinn í röð með varaliði félagsins. Talið er að Arsene Wenger muni freistast til að velja hann í aðalliðið í framhaldinu, ef vel tekst til. Sport 14.10.2005 06:40 Kerr og Keane rifust ekki Brian Kerr, landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir að hafa lent í rifrildi við Roy Keane eða nokkurn annan af leikmönnum írska liðsins, en í gær spurðist út að ólga væri innan írska hópsins. Sport 14.10.2005 06:40 Mourinho er ósáttur Franski landsliðsmaðurinn Claude Makelele hjá Chelsea segir að Jose Mourinho sé ósáttur við leik liðsins í úrvalsdeildinni til þessa og segir liðið eiga langt í land með að ná því formi sem það var í undir lok síðustu leiktíðar. Sport 14.10.2005 06:40 Cole treystir á Rooney Ashley Cole hefur mikla trú á að enska landsliðið geti gert góða hluti á HM í Þýskalandi næsta sumar og telur Wayne Rooney vera lykilmann liðsins í þeim efnum. Sport 14.10.2005 06:40 King að ná heilsu Enski landsliðsmaðurinn Ledley King er óðum að ná sér af nárameiðslum sínum og stefnir á að vera með liði sínu Tottenham þegar það tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, Sport 14.10.2005 06:40 Jónas æfur vegna slakrar dómgæslu Jónas Sigursteinsson, þjálfari Þór/KA/KS í knattspyrnu kvenna, var afar ósáttur með Marínó Þorsteinsson, dómara í úrslitaleiknum við Fylki í 1.deild kvenna, en honum lauk með 3-2 sigri Fylkis og vann Árbæjarliðið sér með því sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. Sport 14.10.2005 06:40 Hagnaður hjá Arsenal Hagnaður á rekstri Arsenal á síðasta ári jókst um tæpar níu milljónir punda, en þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins sem lögð var fram í morgun. Hagnaður félagsins jókst úr 10,6 milljónum punda í 19,3 milljónir á tímabilinu sem lauk í maí í vor. Sport 14.10.2005 06:40 Owen aftur í hópinn Sven-Göran Eriksson segir líklegt að Michael Owen muni taka sæti sitt í byrjunarliði enska landsliðsins þegar hann snýr aftur í hópinn gegn Norður-Írum, en hann var sem kunnugt er í leikbanni gegn Wales um helgina. Sport 14.10.2005 06:40 Guðjón fagnar 8 daga hvíld Guðjón Þórðarson þjálfari Notts County segir í viðtali við BBC í dag að hann fagni mjög svo hvíldinni sem leikmenn hans fái í kringum landsleikjakrinuna. Notts County fær 8 daga hvíld eftir talsverða keyrslu í fyrstu umferðunum í ensku 2.deildinni þar sem liðið er efst. Sport 14.10.2005 06:40 Margt jákvætt í okkar leik Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. Sport 14.10.2005 06:40 Línur að skýrast fyrir HM2006 Ný styttist í HM í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári og eru línur aðeins farnar að skýrast með hvaða þjóðir munu mætast á stærsta sviði knattspyrnunnar í heiminum. Gestgjfarnir eru sjálfkrafa með í keppninni og eru 13 aðrar þjóðir úr Evrópu sem komast í lokakeppnina þar sem alls 32 landslið komast að. Sport 14.10.2005 06:40 Ísland-Króatía BEINT Boltavakt Vísis er stödd á Laugardalsvelli þar sem Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta. Lesendur Vísis geta fylgst með beinni lýsingu frá leiknum á <a href="/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000204&st=NS&re=00060&sy=1" target="_blank">BOLTAVAKTINNI.</a> Sport 13.10.2005 19:46 Líklegt byrjunarlið Íslands Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu verður tilkynnt kl. 16:00 en leikurinn hefst kl. 18:05. Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði Íslands segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann sætti sig ekki við jafntefli gegn Króötum í dag og setji markið hátt. Vísir.is hefur teiknað upp líklegt byrjunarlið Íslands. Sport 13.10.2005 19:46 Tap fyrir Hollendingum Ungmennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Hollendingum 1-0 í vináttulandsleik í Hollandi í gær. Sport 13.10.2005 19:46 Undanúrslit hafin í 3. deild karla Fyrri viðureignir liðanna í undanúrslitum á Íslandsmótinu í 3. deild karla í fótbolta fóru fram í dag. Sindri Hornafirði og Leiknir Fáskrúðsfirði gerðu markalaust jafntefli á Sindravöllum og Grótta vann Reyni í 9 marka leik á Sandgerðisvelli, 4-5. Sport 13.10.2005 19:46 Ashley Cole í sögubækurnar? Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal. Sport 13.10.2005 19:46 Brynjar B. aftur í byrjunarliðið Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 18:05 í dag í undankeppni HM 2006 í fótbolta. Nokkrar breytingar eru á byrjunarliðinu frá síðasta leik sem var gegn S.Afríku. Sport 13.10.2005 19:46 Naumur sigur Englendinga á Wales Joe Cole leikmaður Chelsea tryggði Englendingum sigur á Wales, 0-1 í undankeppni HM 2006 í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom á 54. mínútu en leikurinn fór fram í Cardiff. Með sigrinum komst England á topp riðilsins með 19 stig, einu stigi ofar en Pólverjar sem eru í 2. sæti þegar bæði liðin eiga þrjá leiki eftir. Sport 13.10.2005 19:46 Leiknir og Stjarnan í 1. deild Leiknir og Stjarnan tryggðu sér í gær sæti í 1. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Leiknir vann Njarðvík 3-2 og trónir á toppnum í 2. deild með 37 stig og hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Stjarnan tryggði einnig sæti sitt í 1. deild með 5-0 sigri á Leiftri/ Dalvík. Stjarnan í öðru sæti deildarinnar með 33 stig. Sport 13.10.2005 19:46 Tap gegn Króötum Íslendingar töpuðu fyrir Krótötum, 1-3, á Laugardalsvellinum í leik liðanna í undankeppni HM í kvöld. Íslendingar höfðu verðskuldaða 1-0 forystu í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk. Sport 17.10.2005 23:42 5000 miðar farnir á Króatíuleikinn Forsölu aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta lauk í gærkvöldi og höfðu þá alls selst um 5.000 miðar á leikinn. Aðeins 7000 miðar eru í boði. Leikur Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli í dag hefst kl. 18:05 og er miðasala nú opin við Laugardalsvöll. Byrjunarlið Íslands verður kynnt innan skamms Sport 13.10.2005 19:46 UEFA vill semja frið við Mourinho Knattspyrnusamband Evrópu hefur lofað að Jose Mourinho og Chelsea fái að hefja nýtt tímabil í Evrópukeppninni með hreinan skjöld en grunnt var á því góða milli þessara aðila í fyrra. Mourinho var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gagnrýna sænska dómarann Anders Frisk og Frank Rijkaard, knattspyrnustjóra Barcelona. Sport 14.10.2005 06:40 « ‹ 305 306 307 308 309 310 311 312 313 … 334 ›
Nokkur meiðsli í landsliðinu Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Búlgörum á morgun í Sofiu í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið. Auðun Helgason og Heiðar Helguson tóku ekki þátt á fullu á æfingu í gær og Auðun er tæpur fyrir morgundaginn vegna meiðsla í hné. <font face="Tms Rmn"></font> Sport 13.10.2005 19:47
Mutu að ná fyrri styrk Rúmenski markaskorarinn Adrian Mutu er óðum að koma til baka eftir sjö mánaða keppnisbann sem hann fékk vegna eiturlyfjaneyslu þegar hann lék með Chelsea og er farinn að skora grimmt fyrir landslið Rúmeníu. Sport 13.10.2005 19:47
Bonhof íhugar að segja af sér Ranier Bonhof , þjálfari U-21 árs liðs Skota, hefur látið í veðri vaka að hann muni segja af sér á næstu dögum í kjölfar neyðarlegs atviks í leik liðsins við Ítali um síðustu helgi, þegar hann leyfði leikmanni að spila sem var í banni í leiknum. Sport 13.10.2005 19:47
Owen þarf að sanna sig Framherjinn Michael Owen segist eiga skilið að vera í enska landsliðshópnum gegn Norður-Írum annað kvöld, en bendir á að hann muni þurfa að sanna að hann eigi þar heima eftir fjarveruna vegna leikbanns. Sport 13.10.2005 19:46
Stoichkov vill skora mörk Hristo Stoichkov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, gerir þá kröfu til sinna manna að þeir skori mörk þegar þeir taka á móti Íslendingum í landsleik þjóðanna á morgun, en hann er mjög ósáttur við tap sinna manna gegn Svíum í síðasta leik. Sport 13.10.2005 19:47
Wenger fær peninga í janúar Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mun njóta góðs af góðri afkomu Arsenal þegar leikmannakaupaglugginn opnast á ný í janúar ef marka má orð Keith Edelman, stjórnarmanns Arsenal. Sport 14.10.2005 06:40
Annasöm nótt hjá Paul Robinson Landsliðsmarkverði Englendinga, Paul Robinson hjá Tottenham Hotspur, brá heldur betur í brún þegar hann kom til síns heima eftir landsleikinn gegn Wales um helgina, því í ljós kom að brotist hafði verið inn í íbúð hans á meðan hann var í burtu með landsliðinu. Sport 14.10.2005 06:40
Þorlákur Árnason í Stjörnuna Þorlákur Árnason, sem sagði af sér sem þjálfari Fylkis á dögunum, hefur verið ráðinn til að taka við yngriflokkastarfi Stjörnunnar í Garðabæ og mun verða skólastjóri knattspyrnuskóla félagsins. Sport 14.10.2005 06:40
Campbell nálgast fyrra form Varnarmaðurinn Sol Campell hjá Arsenal er nú í óðaönn að ná fyrra formi eftir erfið meiðsli og í kvöld spilar hann annan leikinn í röð með varaliði félagsins. Talið er að Arsene Wenger muni freistast til að velja hann í aðalliðið í framhaldinu, ef vel tekst til. Sport 14.10.2005 06:40
Kerr og Keane rifust ekki Brian Kerr, landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir að hafa lent í rifrildi við Roy Keane eða nokkurn annan af leikmönnum írska liðsins, en í gær spurðist út að ólga væri innan írska hópsins. Sport 14.10.2005 06:40
Mourinho er ósáttur Franski landsliðsmaðurinn Claude Makelele hjá Chelsea segir að Jose Mourinho sé ósáttur við leik liðsins í úrvalsdeildinni til þessa og segir liðið eiga langt í land með að ná því formi sem það var í undir lok síðustu leiktíðar. Sport 14.10.2005 06:40
Cole treystir á Rooney Ashley Cole hefur mikla trú á að enska landsliðið geti gert góða hluti á HM í Þýskalandi næsta sumar og telur Wayne Rooney vera lykilmann liðsins í þeim efnum. Sport 14.10.2005 06:40
King að ná heilsu Enski landsliðsmaðurinn Ledley King er óðum að ná sér af nárameiðslum sínum og stefnir á að vera með liði sínu Tottenham þegar það tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, Sport 14.10.2005 06:40
Jónas æfur vegna slakrar dómgæslu Jónas Sigursteinsson, þjálfari Þór/KA/KS í knattspyrnu kvenna, var afar ósáttur með Marínó Þorsteinsson, dómara í úrslitaleiknum við Fylki í 1.deild kvenna, en honum lauk með 3-2 sigri Fylkis og vann Árbæjarliðið sér með því sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. Sport 14.10.2005 06:40
Hagnaður hjá Arsenal Hagnaður á rekstri Arsenal á síðasta ári jókst um tæpar níu milljónir punda, en þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins sem lögð var fram í morgun. Hagnaður félagsins jókst úr 10,6 milljónum punda í 19,3 milljónir á tímabilinu sem lauk í maí í vor. Sport 14.10.2005 06:40
Owen aftur í hópinn Sven-Göran Eriksson segir líklegt að Michael Owen muni taka sæti sitt í byrjunarliði enska landsliðsins þegar hann snýr aftur í hópinn gegn Norður-Írum, en hann var sem kunnugt er í leikbanni gegn Wales um helgina. Sport 14.10.2005 06:40
Guðjón fagnar 8 daga hvíld Guðjón Þórðarson þjálfari Notts County segir í viðtali við BBC í dag að hann fagni mjög svo hvíldinni sem leikmenn hans fái í kringum landsleikjakrinuna. Notts County fær 8 daga hvíld eftir talsverða keyrslu í fyrstu umferðunum í ensku 2.deildinni þar sem liðið er efst. Sport 14.10.2005 06:40
Margt jákvætt í okkar leik Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. Sport 14.10.2005 06:40
Línur að skýrast fyrir HM2006 Ný styttist í HM í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári og eru línur aðeins farnar að skýrast með hvaða þjóðir munu mætast á stærsta sviði knattspyrnunnar í heiminum. Gestgjfarnir eru sjálfkrafa með í keppninni og eru 13 aðrar þjóðir úr Evrópu sem komast í lokakeppnina þar sem alls 32 landslið komast að. Sport 14.10.2005 06:40
Ísland-Króatía BEINT Boltavakt Vísis er stödd á Laugardalsvelli þar sem Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta. Lesendur Vísis geta fylgst með beinni lýsingu frá leiknum á <a href="/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000204&st=NS&re=00060&sy=1" target="_blank">BOLTAVAKTINNI.</a> Sport 13.10.2005 19:46
Líklegt byrjunarlið Íslands Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu verður tilkynnt kl. 16:00 en leikurinn hefst kl. 18:05. Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði Íslands segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann sætti sig ekki við jafntefli gegn Króötum í dag og setji markið hátt. Vísir.is hefur teiknað upp líklegt byrjunarlið Íslands. Sport 13.10.2005 19:46
Tap fyrir Hollendingum Ungmennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Hollendingum 1-0 í vináttulandsleik í Hollandi í gær. Sport 13.10.2005 19:46
Undanúrslit hafin í 3. deild karla Fyrri viðureignir liðanna í undanúrslitum á Íslandsmótinu í 3. deild karla í fótbolta fóru fram í dag. Sindri Hornafirði og Leiknir Fáskrúðsfirði gerðu markalaust jafntefli á Sindravöllum og Grótta vann Reyni í 9 marka leik á Sandgerðisvelli, 4-5. Sport 13.10.2005 19:46
Ashley Cole í sögubækurnar? Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal. Sport 13.10.2005 19:46
Brynjar B. aftur í byrjunarliðið Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 18:05 í dag í undankeppni HM 2006 í fótbolta. Nokkrar breytingar eru á byrjunarliðinu frá síðasta leik sem var gegn S.Afríku. Sport 13.10.2005 19:46
Naumur sigur Englendinga á Wales Joe Cole leikmaður Chelsea tryggði Englendingum sigur á Wales, 0-1 í undankeppni HM 2006 í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom á 54. mínútu en leikurinn fór fram í Cardiff. Með sigrinum komst England á topp riðilsins með 19 stig, einu stigi ofar en Pólverjar sem eru í 2. sæti þegar bæði liðin eiga þrjá leiki eftir. Sport 13.10.2005 19:46
Leiknir og Stjarnan í 1. deild Leiknir og Stjarnan tryggðu sér í gær sæti í 1. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Leiknir vann Njarðvík 3-2 og trónir á toppnum í 2. deild með 37 stig og hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Stjarnan tryggði einnig sæti sitt í 1. deild með 5-0 sigri á Leiftri/ Dalvík. Stjarnan í öðru sæti deildarinnar með 33 stig. Sport 13.10.2005 19:46
Tap gegn Króötum Íslendingar töpuðu fyrir Krótötum, 1-3, á Laugardalsvellinum í leik liðanna í undankeppni HM í kvöld. Íslendingar höfðu verðskuldaða 1-0 forystu í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk. Sport 17.10.2005 23:42
5000 miðar farnir á Króatíuleikinn Forsölu aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta lauk í gærkvöldi og höfðu þá alls selst um 5.000 miðar á leikinn. Aðeins 7000 miðar eru í boði. Leikur Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli í dag hefst kl. 18:05 og er miðasala nú opin við Laugardalsvöll. Byrjunarlið Íslands verður kynnt innan skamms Sport 13.10.2005 19:46
UEFA vill semja frið við Mourinho Knattspyrnusamband Evrópu hefur lofað að Jose Mourinho og Chelsea fái að hefja nýtt tímabil í Evrópukeppninni með hreinan skjöld en grunnt var á því góða milli þessara aðila í fyrra. Mourinho var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gagnrýna sænska dómarann Anders Frisk og Frank Rijkaard, knattspyrnustjóra Barcelona. Sport 14.10.2005 06:40