Spænski boltinn

Fréttamynd

Forseti Barca: Guardiola ræður því hvort við þurfum Neymar eða ekki

Sandro Rosell, forseti Barcelona, segir að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, ráði því algjörlega sjálfur hvort að félagið kaupi brasilíska landsliðsmanninn Neymar frá Santos. Neymar gat lítið sýnt í 0-4 tapi Santos á móti Barcelona í úrslitaleik Heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum en hann er talinn einn efnilegasti leikmaður heims.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi búinn að vinna 19 titla með Barcelona

Xavi Hernández og félagar í Barcelona tryggðu sér Heimsmeistaratitil félagsliða í gær með því að vinna sannfærandi 4-0 sigur á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik. Xavi átti flottan leik, lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan annað markið sjálfur.

Fótbolti
Fréttamynd

Villa líklega frá keppni í hálft ár

Spánverjinn David Villa verður líklega frá keppni næsta hálfa árið en hann fótbrotnaði í dag í leik Barcelona gegn Al-Sadd í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola sakar Marca um lygar

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að það sé ekkert hæft í þeim fregnum að félagið muni reyna að selja framherjann David Villa í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo skoraði í bikarsigri Real Madrid

Real Madrid vann 2-0 sigur á C-deildarliðinu Ponferradina á útivelli í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum spænska bikarsins í kvöld. Ponferradina féll úr b-deildinni á síðustu leiktíð en Real hóf bikarvörn sína í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Teiknimyndaþættir um Mourinho

Vinsældir Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, og það miklar að nú á að ráðast í gerð teiknimyndaþátta þar sem portúgalski þjálfarinn verður í aðalhlutverki.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Klúðruðum of mörgum færum

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Benzema í sögubækurnar

Markið sem Karim Benzema skoraði fyrir Real Madrid gegn Barcelona í kvöld fer í sögubækurnar en ekkert mark hefur verið skorað eftir jafn skamman tíma í leik þessara sögufrægu liða í þau 216 skipti sem þau hafa mæst.

Fótbolti
Fréttamynd

Rýr uppskera Real í tíð Guardiola

Já, það er komið að því. Leikur Real Madrid og Barcelona fer fram í kvöld og það er nokkuð ljóst að það eru ekki margir knattspyrnuáhugamenn sem geta staðist freistinguna að sjá tvö bestu lið heims mætast í leik þar sem koma saman fjölmargir frábærir fótboltaleikmenn, tveir stórbrotnir stjórar og einstakur rígur sem virðist bara magnast með hverri orustu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho skrópar á blaðamannafundinn fyrir El Clasico

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, mætir ekki á blaðamannafundinn fyrir stórleik Real Madrid og Barcelona. El Clasico fer fram á Estadio Santiago Bernabéu í Madrid á morgun en þetta er fyrri deildarleikur liðanna á tímabilinu og eftir hann getur Real verið búið að ná sex stiga forskot á erkifjendur sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Guti: Real Madrid vinnur Barcelona 3-1

Guti, fyrrum stjarna Real Madrid liðsins, er sannfærður um öruggan sigur Real Madrid á móti Barcelona í El Clasico leiknum sem fer fram á Santiago Bernabéu í Madrid á laugardaginn. Real Madrid getur náð sex stiga forskoti á Barcelona með sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas: Við hræðumst ekki Real Madrid

Cesc Fabregas skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann 5-0 sigur á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en framundan er El Clasico leikurinn á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu um næstu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas með tvö mörk í stórsigri Barcelona

Barcelona-liðið fór á kostum í 5-0 stórsigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Levante-liðið sem er í fjórða sæti deildarinnar átti aldrei möguleika á Nývangi í kvöld. Cesc Fabregas skoraði tvö mörk fyrir Börsunga í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann sinn fjórtánda leik í röð

Real Madrid hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna 3-0 sigur á Sporting Gijon í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Real náði sex stiga forskoti á Barcelona með þessum sigri en Börsungar geta minnkað muninn aftur í þrjú stig í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Pele: Neymar er mun betri en Messi

Brasilíumaðurinn Pele heldur áfram að tala niður Argentínumanninn Lionel Messi sem flestir nema kannski hann telja Messi vera besta knattspyrnumann heims.

Fótbolti
Fréttamynd

Þetta eru 55 bestu fótboltamenn í heimi

Alþjóðaknattspyrnsambandið, FIFA, hefur gefið það út hvaða 55 leikmenn koma til greina í heimslið sambandsins fyrir árið 2011. FIFA mun síðan tilkynna það 9. janúar næstkomandi hvaða ellefu leikmenn komast í úrvalslið ársins. FifPro, sem eru regnhlífarsamtök atvinnuknattspyrnumanna, stendur fyrir kjörinu í samstarfi við FIFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka vill ekki fara frá Real Madrid

Brasilíumaðurinn Kaka hefur verið orðaður við franska liðið Paris Saint-Germain að undanförnu en spænska blaðið hefur það eftir manni innan herbúða Kaka að leikmaðurinn vilji ekki fara frá Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona aftur á sigurbraut

Alexis Sanchez skoraði tvívegis þegar að Börsungar komu sér aftur á sigurbraut í spænsku úrvalsdeildinn í kvöld með 4-0 sigri á Rayo Vallecano.

Fótbolti