Ítalski boltinn

Fréttamynd

Milito á leið frá Barcelona

Gabriel Milito mun líklega fara frá Barcelona nú í janúarmánuði en Pep Guardiola, stjóri liðsins, hefur gefið honum leyfi til þess.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho maður ársins á Ítalíu

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var valinn maður ársins 2010 af hinu fræga ítalska blaði Gazzetta dello Sport. Þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem fótboltaþjálfari hlýtur þennan titil.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho kominn til Brasilíu

„Mér þykir leiðinlegt að við náðum ekki því besta út úr honum. Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður heims og ég bjóst við góðu ári hjá honum," segir Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, um brasilíska leikmanninn Ronaldinho.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti þakkar Mourinho

Þrátt fyrir erfiðleika í vetur er Massimo Moratti, forseti Inter, stoltur maður í lok árs 2010. Hann er sérstaklega ánægður með gamla þjálfarann sinn, Jose Mourinho.

Fótbolti
Fréttamynd

Leonardo: Ég er ekki stuðningsmaður Inter

Ekki eru allir stuðningsmenn ítalska félagins Inter ánægðir með ráðningu Brasilíumannsins Leonardo sem þjálfara enda þjálfaði hann lið erkifjendanna í AC Milan áður. Þess utan lék hann lengi vel með AC.

Fótbolti
Fréttamynd

Berlusconi vill að Ronaldinho verði áfram hjá AC Milan

Ronaldinho verður áfram í herbúðum AC Milan um sinn þrátt fyrir að hafa á dögunum samþykkt samningstilboð frá Gremio, æskufélagi sínu í Brasilíu. Ronaldinho hefur verið orðaður við hvert félagið í fætur öðru eftir að AC Milan samdi við Antonio Cassano en hann hefur fengið fá tækifæri með AC Milan í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Marco Van Basten: Ég skil ekki af hverju Leonardo fór til Inter

Marco Van Basten, fyrrum leikmaður AC Milan, segist líta svo á málin að Brasilíumaðurinn Leonardo hafi svikið AC Milan með því að taka við sem þjálfari erkifjendanna í Inter Milan. Leonardo tók við starfinu af Rafael Benitez sem var rekinn en áður hafði Leonardo fengið sparkið hjá AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranocchia til Inter

Inter hefur gengið endanlega frá kaupum á varnarmanninum Andrea Ranocchia frá Genoa fyrir tólf milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho fær ekki að fara í janúar

Brasilíumaðurinn Ronaldinho mun líklega klára tímabilið með AC Milan þó svo hann sé búinn að semja við brasilíska félagið Gremio og Milan sé búið að kaupa Antonio Cassano frá Sampdoria.

Fótbolti
Fréttamynd

Leonardo tekur við Inter

Leikfléttan í kringum þjálfaramál Inter kom engum á óvart. Brasilíumaðurinn Leonardo tók við liðinu af Rafa Benitez en þessu hafa fjölmiðlar verið að spá í margar vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho búinn að semja við æskufélagið sitt Gremio

Brasilíumaðurinn Ronaldinho er á heimleið en hann hefur gert samning við æskufélagið sitt Gremio og er því væntanlega búinn að spila sinn síðasta leik með AC Milan. Paulo Odone, forseti Gremio, staðfesti það í kvöld að félagið væri búið að semja við Ronaldinho.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez sagt upp í tölvupósti

Það hefur ekki enn verið formlega staðfest að Rafa Benitez hafi verið rekinn sem þjálfari Inter en það virðist vera verst geymda leyndarmál fótboltaheimsins. Skilja menn ekki af hverju Inter sé ekki hreinlega búið að gefa það út formlega.

Fótbolti
Fréttamynd

Aquilani: Juventus getur orðið meistari

Ítalinn Alberto Aquilani hefur verið í fínu formi með Juventus í vetur en hann kom til félagsins frá Liverpool. Aquilani er fullur sjálfstrausts og telur Juve geta unnið ítalska meistaratitilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli ætlar sér að komast til AC Milan

Mario Balotelli virðist ekki vera allt of ánægður í herbúðum Man. City því hann gefur AC Milan undir fótinn hvað eftir annað.Nú hefur Balotelli lýst því yfir að hann muni spila með Zlatan Ibrahimovic.

Fótbolti
Fréttamynd

Cassano fer til AC Milan

Það er nú orðið ljóst að Antonio Cassano mun ganga í raðir AC Milan og spila með liðinu eftir áramót. Búið er að ganga frá öllum pappírum og Sampdoria því laust við leikmanninn sem það sagði hreinlega upp.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti vill ekki ræða um Benítez

Rafa Benítez stýrði Inter til heimsmeistaratitils félagsliða í gær og notaði svo tækifærið á blaðamannafundi eftir leikinn til að væla yfir því að fá ekki nægilega mikinn pening til leikmannakaupa.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan setur á sig Van Basten-grímu

Forsíða blaðsins La Gazzetta dello Sport á Ítalíu í morgun hefur vakið athygli en þar sést Zlatan Ibrahimovic leikmaður AC Milan vera að setja á sig grímu með andliti Marco Van Basten.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan hefur ekki efni á Tevez

Topplið ítölsku deildarinnar, AC Milan, hefur ekki efni á Carlos Tevez, sóknarmanni Manchester City. Tevez vill fara frá City en Milan er í leit að sóknarmanni þar sem Filippo Inzaghi spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.

Fótbolti