Háskólar

Fréttamynd

Hvernig kennum við gagn­rýna hugsun? – Um­ræða sem þarf að halda á­fram

Ég átti nú alveg von á að grein sem ég skrifaði nýlega myndi vekja einhver viðbrögð, en ég bjóst ekki við því hve sterk þau yrðu. Í greininni fjallaði ég um samtal sem ég átti við 15 ára ungling sem átti í erfiðleikum með að skilja hugtakið rök þegar hann fékk það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð. Ég velti upp spurningunni: Er gagnrýnin hugsun nægilega vel kennd í skólakerfinu?

Skoðun
Fréttamynd

Magnús Karl er ein­stakur kennari og verður af­burða rektor

Rektorskjör er framundan í Háskóla Íslands. Í framboði er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Hluti af starfi hans sem prófessor er að sinna kennslu í lyfjafræði á þriðja ári í tannlæknisfræði og hefur hann fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti kennari deildarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum

Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður.

Neytendur
Fréttamynd

Hags­munir stúdenta eru hags­munir há­skóla

Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. 

Skoðun
Fréttamynd

Að­gengis­mál í HÍ – Há­skóli fyrir öll?

Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs

Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar. 

Innlent
Fréttamynd

Ingi­björg Gunnars­dóttir - Rektor með fram­tíðar­sýn fyrir Háskola Ís­lands

Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra fræðimanna á sviði næringarfræði og heilsu. Sem prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur hún haft veruleg áhrif á þróun og stefnu næringarfræðirannsókna á Íslandi. Hennar faglega nálgun, metnaður og frumkvæði hafa gert hana að einum af lykilpersónum í þessari fræðigrein og háskólasamfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Kol­brún Páls­dóttir – Öflugur leið­togi fyrir Há­skóla Ís­lands

Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs.

Skoðun
Fréttamynd

Ég styð Magnús Karl

Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. 

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land gæti orðið leiðandi í notkun hug­víkkandi efna

Mikil og velheppnuð ráðstefna þar sem notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni fór fram um síðustu helgi. Þar talaði meðal annarra Rick Doblin  sálfræðingur - afar þekktur meðal þeirra sem hafa gefið hugvíkkandi efnum í tengslum við meðferðarstarf gaum. Hann taldi Ísland hafa allt til að taka forystu á heimsvísu í þessum efnum. Og sá engin tormerki á því.

Innlent
Fréttamynd

Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn

Hinn árlegi Háskóladagur fór fram í gær. Allir háskólar landsins stóðu að viðburðinum og kynntu gesti fyrir þeim námsleiðum sem þeir hafa upp á að bjóða. 

Innlent
Fréttamynd

Háskóla­dagurinn og föður­lausir drengir

Þann 1. mars er hin árlegi háskóladagur í HÍ þar sem fer fram kynning á öllu grunnámi. Sjálf verð ég á háskólatorgi að kynna námsbraut í félagsfræði. Á þeirri námsbraut er hægt að læra afbrotafræði sem er mitt sérsvið og langar mig að deila með ykkur hvers vegna ég tel hana mikilvæga og ekki síður skemmtilega.

Skoðun
Fréttamynd

Strákar og stálp fá styrk

Háskólinn í Reykjavík fagnar nýundirrituðu samkomulagi milli Háskólans í Reykjavík og JBT Marel og Brim um styrkveitingu fyrir viðburðinum Strákar og stálp í háskóla sem mun fara fram nú í vor.  

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Magnús Karl sem næsta rektor Há­skóla Ís­lands

Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“

Skoðun
Fréttamynd

Ógeðs­lega stoltur af kennurum

Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Silja Bára, öruggur og fag­legur leið­togi fyrir Há­skóla Ís­lands

Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Færni í ný­sköpun krefst þjálfunar

Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu.

Skoðun