Fótbolti á Norðurlöndum

Ari Freyr skoraði í tapleik Sundsvall
Fótbolti var leikinn í nágrannalöndum okkar í gær og Íslendingar eins og oft áður í eldlínunni.

Bröndby steinlá
Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Stefán Gíslason var að venju í liði Bröndby sem steinlá 3-0 heima fyrir Randers.

Ólafur Örn skoraði í sigri Brann
Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrsta mark Brann úr vítaspyrnu í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Ham Kam í norsku úrvalsdeildinni. Birkir Már Sævarsson og Kristján Örn Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði Brann í leiknum og spiluðu allar 90 mínúturnar.

Gautaborg lagði Malmö
Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson voru á sínum stað í byrjunarliði Gautaborgar í dag þegar liðið vann 2-0 sigur á Malmö í úrvalsdeildinni. Meistararnir létu finna vel fyrir sér í leiknum sem sýndi sig best á því að tveir leikmanna Malmö voru fluttir alblóðugir af velli til aðhlynningar. Gautaborg er í þriðja sæti deildarinnar.

Hannes skoraði í sigri Sundsvall
Sundsvall vann 2-0 útisigur á GAIS í sænska boltanum í kvöld. Sverrir Garðarsson, Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Sundsvall.

Sonur Steve Harris til reynslu hjá Fredrikstad
Sonur bassaleikarans Steve Harris úr þungarokkssveitinni Iron Maiden er nú til reynslu hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Fredrikstad, en með liðinu leikur Garðar Jóhannsson.

Djurgården heldur áfram að tapa
Djurgården tapaði enn einu sinni í dag, að þessu sinni fyrir Helsingborg 2-1. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í apríl en þjálfari þess er Sigurður Jónsson.

Aftur tap hjá Gunnari Heiðari
Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Esbjerg hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið beið lægri hlut fyrir Velje í dag 0-1.

Fredrikstad í efsta sætið
Fredrikstad vann Brann 1-0 í norska boltanum í kvöld. Með sigrinum komst Fredrikstad í efsta sæti deildarinnar, hefur eins stigs forskot á Stabæk sem á leik til góða.

Indriði framlengdi við Lyn
Indriði Sigurðsson framlengdi í dag samning sinn við norska úrvalsdeildarfélagið Lyn út leiktíðina 2011. Indriði hefur verið hjá Lyn síðan árið 2005 og í samtali við Aftenposten í dag sagði Indriði aldrei hafa komið til greina að fara annað, en sagt var að nokkur dönsk félög hefðu verið að spyrjast fyrir um hann.

Garðar besti Íslendingurinn í Svíþjóð
Þó svo að Norrköping sé á botni sænsku úrvalsdeildarinnar er Garðar Gunnlaugsson, leikmaður liðsins, besti íslenski leikmaður deildarinnar að mati Aftonbladet.

Molde rótburstaði Brann í bikarnum
Einn leikur fór fram í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Molde gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Íslendingalið Brann 8-0 á heimavelli sínum.

Hrakfarir Djurgården halda áfram
Í gær hitnaði enn meira undir Sigurði Jónssyni en þá tapaði Djurgården 2-0 fyrir Helsingborg. Djurgården er í 10. sæti deildarinnar og hefur ekki unnið leik síðan í apríl.

Tap í fyrsta leik Gunnars Heiðars
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn fyrir Esbjerg sem tapaði 1-0 fyrir FC Kaupmannahöfn í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Stabæk vann toppslaginn
Stabæk náði fimm stiga forskoti í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann Fredrikstad í toppslag deildarinnar 5-1.

Pálmi búinn að skrifa undir
Pálmi Rafn Pálmason er formlega orðinn leikmaður norska liðsins Stabæk. Hann skrifaði í dag undir samning til þriggja og hálfs árs við liðið.

Brann tapaði fyrir Álasundi
Það urðu óvænt úrslit í norska boltanum í gær. Brann tapaði þá 1-2 á heimavelli fyrir Álasundi en fyrir leikinn hafði Álasund tapað í 12 útileikjum í röð.

Sigurður segist ekki hafa þurft lögreglufylgd
Sigurður Jónsson þjálfari Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kveðst ekki hafa þurft lögreglufylgd af æfingu í gær eins og fram kemur í sænskum fjölmiðlðum í dag.

Indriði skoraði fyrir Lyn
Þrír leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Indriði Sigurðsson skoraði fyrsta mark Lyn þegar liðið lagði Stomsgodset 3-2 á heimavelli.

Sigurður þurfti lögreglufylgd af æfingu
Sigurður Jónsson þjálfari Djurgarden í Svíþjóð fékk lögreglufylgd af æfingu í gær eftir að reiðir stuðningsmenn liðsins ruddust inn á svæðið.

Sigur hjá Helga og félögum
Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu Elfsborg unnu 2-1 útisigur á Halmstad í sænska boltanum í dag. Helgi Valur lék allan leikinn á miðju Elfsborg.

Ólafur með jöfnunarmark Brann
Það var sannkallaður Íslendingaslagur í Noregi í kvöld þegar Brann og Lyn gerðu jafntefli 1-1. Ólafur skoraði jöfnunarmark Brann úr vítaspyrnu.

Sundsvall tapaði fyrir Örebro
Íslendingaliðið Sundsvall tapaði fyrir Örebro 2-1 í sænska boltanum í kvöld. Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall.

Garðar skoraði tvö
Fredrikstad vann Lilleström 4-0 í norsku úrvalsdeildinni í dag. Garðar Jóhannsson skoraði tvö af mörkunum.

Sigurður nýtur stuðnings stjórnar og leikmanna
Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu.

Ráðist að varamannaskýli Djurgården
Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården, og félagar hans á varamannabekk liðsins í gær voru í hættu er æstir stuðningsmenn réðust að varamannaskýlinu.

Ragnar maður leiksins
Ragnar Sigurðsson var besti leikmaður IFK Gautaborgar sem vann 2-1 sigur á Djurgården á útivelli í gær samkvæmt Expressen.

Helgi Valur og félagar áfram
Helgi Valur Daníelsson átti góðan leik fyrir sænska liðið Elfsborg sem vann 2-0 heimasigur á Hibernian í Intertoto keppninni. Elfsborg vann leikinn í Skotlandi með sömu markatölu.

Gautaborg vann Djurgården
Gautaborg vann 2-1 útisigur á Sigurði Jónssyni og lærisveinum hans í Djurgården í sænska boltanum í dag. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku báðir allan leikinn fyrir Gautaborg.

Jóhann sagður á förum frá Gais
Gautaborgarpósturinn í Svíþjóð fullyrðir í dag að miðjumaðurinn Jóhann B. Guðmundsson sé á förum fá Gais í sænsku úrvalsdeildinni.