Fótbolti á Norðurlöndum

Hlutabréf FCK í frjálsu falli í morgun vegna tapsins í gær
Sölvi Geir Ottesen og félagar í FCK Kaupmannahöfn fengu að heyra það í dönsku fjölmiðlunum í morgun eftir 1-3 tap á móti tékkneska liðinu Viktoria Plzen í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Theodór Elmar fékk kjaftshögg - myndband
Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð, fékk þungt kjafsthögg í leik sinna manna gegn Elfsborg í gær.

Bjarni og Pálmi tryggðu Stabæk sigur - Ondo sá rautt
Pálmi Rafn Pálmason fór á kostum í liði Stabæk sem vann 2-0 sigur á Strömsgodset í norska boltanum. Pálmi skoraði annað markið og Bjarni Ólafur Eiríksson hitt.

Þóra, Sara og félagar áfram með eins stigs forskot á toppnum
LdB FC Malmö og Umeå IK FF gerðu 1-1 jafntefli í toppslag sænsku kvennadeildarinnar í kvöld en liðin eiga í harðri baráttu um sænska meistaratitilinn.

Draumamark hjá Gunnari Heiðari
Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir Norrköping á útivelli gegn Halmstad um helgina. Gunnar Heiðar tók boltann á lofti fyrir utan teig og klippti hann í netið.

Aftur stórsigur hjá Andrési Má og félögum í Haugesund
Andrés Már Jóhannesson hefur byrjað vel með Haugesund í norsku úrvalsdeildinni en liðið vann 4-1 útisigur á Start í kvöld. Haugesund keypti Andrés frá Fylki á dögunum og hann fór beint inn í byrjunarlið liðsins með góðum árangri.

Fjórar íslenskar stelpur í byrjunarliðinu í tapi Kristianstad
Elísabet Gunnarsdóttir og liðsmenn hennar í Kristianstad töpuðu 1-3 á útivelli á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli á heimavelli Kristianstad fyrir átta dögum. Kristianstad er áfram í sjötta sæti deildarinnar en er nú aðeins einu stigi á undan Linköping.

Dóra María skoraði í sigri Djurgården
Djurgården vann í dag góðan 3-2 sigur á Piteå í sænsku úrvalsdeildinni. Dóra María Stefánsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins og kom Djurgården yfir strax á fjórðu mínútu.

Þrumufleygur Ara Freys í Svíþjóð - myndband
Ari Freyr Skúlason skoraði sannkallað draumamark þegar að lið hans, Sundsvall, vann 4-0 sigur á Falkenberg í sænsku B-deildinni í vikunni.

Eyjólfur skoraði í Íslendingaslag
Eyjólfur Hérðinsson skoraði eitt mark er lið hans, SönderjyskE, vann 3-1 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Stefán Gíslason hættur hjá Lilleström
Miðjumaðurinn Stefán Gíslason er hættur hjá norska knattspyrnufélaginu Lilleström. Á heimasíðu Lilleström kemur fram að Stefán hafi undir höndum tilboð frá félagsliði í Evrópu.

Stórsigur hjá Haugesund í fyrsta leik Andrésar
Andrés Már Jóhannesson var í byrjunarliði Haugesund sem vann 4-0 sigur á Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Andrés Már var að leika sinn fyrsta leik með Haugesund eftir að félagið keypti hann frá Fylki á dögunum.

Dönsku Íslendingaliðin komin í 4. umferð forkeppni Meistaradeildar
Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru í liði FC Kaupmannahafnar sem sló út Shamrock Rovers frá Írlandi í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rúrik Gíslason og félagar í OB Óðinsvéum eru einnig komnir áfram eftir sigur á Panathinaikos.

Veigar Páll í miklu stuði í síðasta leiknum með Stabæk
Veigar Páll Gunnarsson fór á kostum í síðasta leiknum sínum með Stabæk í dag en hann hefur verið seldur til Vålerenga. Veigar Páll skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-1 sigri Stabæk á botnliði Start í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Dóra María lagði upp mark í sigri Djurgården
Dóra María Lárusdóttir lagði upp mark og Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt hreinu þegar Djurgården vann 2-0 útisigur á Piteå IF í sænska kvennafótboltanum í dag.

Eyjólfur tryggði SønderjyskE jafntefli á útivelli
Eyjólfur Héðinsson skoraði jöfnunarmark SønderjyskE tíu mínútum fyrir leikslok þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Sölvi Geir: Menn urðu stressaðir
Sölvi Geir Ottesen var hetja FC Kaupmannahafnar í 3. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Sölvi skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Shamrock Rovers en reiknað var með því að Kaupmannahafnarliðið færi létt með írsku meistarana.

Veigar Páll: Vill frekar spila áfram með Stabæk en fara til Vålerenga
Mál íslenska knattspyrnumannsins Veigars Páls Gunnarssonar eru enn óleyst þó að Veigar Páll sjálfur hafi gert upp hug sinn og vilji frekar fara til Rosenborg en til Vålerenga.

Arnór Guðjohnsen við Aftonbladet: Veigar Páll vill fara til Rosenborg
Veigar Páll Gunnarsson vill fara til Rosenborg samkvæmt frétt á vef Aftonbladet en blaðið hefur það eftir umboðsmanni Veigars Páls, Arnóri Guðjohnsen.

Hallgrímur tryggði SönderjyskE þrjú stig
Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson tryggði SönderjyskE sinn fyrsta sigur í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu í dag.

Sölvi skoraði bæði mörk FCK
Sölvi Geir Ottesen var heldur betur á skotskónum í danska boltanum í dag. Hann skoraði bæði mörk FCK sem gerði 2-2 jafntefli við OB.

TV2: Vålerenga búið að bjóða í Veigar Pál
TV2 í Noregi hefur heimildir fyrir því að Vålerenga er búið að gera tilboð í Veigar Pál Gunnarsson sem hefur farið á kostum með Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í sumar.

FC Köbenhavn hefur titilvörn sína með sigri gegn SönderjyskE
FC Köbenhavn sigraði SönderjyskE, 2-0, í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær en leikurinn fór fram á heimavelli SönderjyskE.

Hallgrímur til SönderjyskE
Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson hefur verið lánaður til danska félagsins SönderjyskE frá sænska félaginu GAIS.

Pálmi Rafn skoraði fyrir Stabæk í 3-3 jafntefli gegn toppliðinu
Fimm leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og mörkin létu ekki á sér standa.

Álasund lagði Lilleström
Stefán Logi Magnússon og Björn Bergmann Sigurðarson léku báðir allan leikinn þegar að lið þeirra, Lilleström, tapaði fyrir Álasundi á útivelli, 1-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Björn Bergmann og Veigar orðaðir við Rosenborg
Íslensku sóknarmennirnir Björn Bergmann Sigurðarson og Veigar Páll Gunnarsson hafa báðir verið orðaðir við Rosenborg í Norgi, þar sem báðir leika fyrir.

Tvö mörk frá Birni dugðu ekki til sigurs
Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson skoraði tvö mörk fyrir Lilleström í kvöld er það mætti Rosenborg í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar. Mörkin dugðu þó ekki til því Rosenborg hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.

Örebro vann dramatískan sigur í Svíþjóð
Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir voru báðar í byrjunarliði Örebro sem vann góðan 2-1 sigur á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ragnar samdi til fjögurra ára
Ragnar Sigurðsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar á heimasíðu félagsins, eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.