Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Draumamark hjá Gunnari Heiðari

Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir Norrköping á útivelli gegn Halmstad um helgina. Gunnar Heiðar tók boltann á lofti fyrir utan teig og klippti hann í netið.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjórar íslenskar stelpur í byrjunarliðinu í tapi Kristianstad

Elísabet Gunnarsdóttir og liðsmenn hennar í Kristianstad töpuðu 1-3 á útivelli á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli á heimavelli Kristianstad fyrir átta dögum. Kristianstad er áfram í sjötta sæti deildarinnar en er nú aðeins einu stigi á undan Linköping.

Fótbolti
Fréttamynd

Dóra María skoraði í sigri Djurgården

Djurgården vann í dag góðan 3-2 sigur á Piteå í sænsku úrvalsdeildinni. Dóra María Stefánsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins og kom Djurgården yfir strax á fjórðu mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán Gíslason hættur hjá Lilleström

Miðjumaðurinn Stefán Gíslason er hættur hjá norska knattspyrnufélaginu Lilleström. Á heimasíðu Lilleström kemur fram að Stefán hafi undir höndum tilboð frá félagsliði í Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórsigur hjá Haugesund í fyrsta leik Andrésar

Andrés Már Jóhannesson var í byrjunarliði Haugesund sem vann 4-0 sigur á Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Andrés Már var að leika sinn fyrsta leik með Haugesund eftir að félagið keypti hann frá Fylki á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sölvi Geir: Menn urðu stressaðir

Sölvi Geir Ottesen var hetja FC Kaupmannahafnar í 3. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Sölvi skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Shamrock Rovers en reiknað var með því að Kaupmannahafnarliðið færi létt með írsku meistarana.

Fótbolti
Fréttamynd

Álasund lagði Lilleström

Stefán Logi Magnússon og Björn Bergmann Sigurðarson léku báðir allan leikinn þegar að lið þeirra, Lilleström, tapaði fyrir Álasundi á útivelli, 1-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvö mörk frá Birni dugðu ekki til sigurs

Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson skoraði tvö mörk fyrir Lilleström í kvöld er það mætti Rosenborg í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar. Mörkin dugðu þó ekki til því Rosenborg hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.

Fótbolti