Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Rúrik og félagar töpuðu óvænt á heimavelli

Rúrik Gíslason og félagar í OB Odense töpuðu óvænt á heimavelli í dag á móti FC Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. OB er áfram í 2.sæti þremur stigum á eftir FC Midtjylland sem vann 1-0 sigur á AC Horsens.

Fótbolti
Fréttamynd

Danir gáfu sig og ætla að leyfa keppni á gervigrasi

Danska knattspyrnusambandið ætlar að leggja fram tillögu þess efnis í vor að að leikir í efstu deild þar í landi geti farið fram á gervigrasi. Danir hafa rætt þetta mál mjög lengi án þess að komast að niðurstöðu. Allan Hansen forseti danska knattspyrnusambandsins segir í viðtali við BT að hann búist við því að tillaga þess efnis að gervigrasvellir verði löglegir í keppni í efstu deild verði samþykkt á vordögum og komi til framkvæmda tímabilið 2012-2013.

Fótbolti
Fréttamynd

Björn Bergmann efsti Íslendingurinn á lista Verdens Gang

Björn Bergmann Sigurðarson hefur farið vel af stað í norsku úrvalsdeildinni með Lilleström en þar er hann að hefja sitt þriðja tímabil. Björn, sem lék með ÍA áður en hann fór til Noregs, verður tvítugur í lok ársins en hann hefur gefið fjórar stoðsendingar í fyrstu þremur umferðunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Steinþór búinn að semja við norska liðið Sandnes

Steinþór Freyr Þorsteinsson er orðinn ljósblár því þessi fyrrum Stjörnumaður búinn að semja við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf til loka ársins 2011. Steinþór hefur verið að leita sér að liði síðan að sænska liðið Örgryte varð gjaldþrota á dögunum. Þetta er staðfest á heimasíðu Sandnes.

Fótbolti
Fréttamynd

Þóra og félagar urðu meistarar meistaranna

Þóra Björg Helgadóttir og félagar hennar í LDB Malmö urðu í dag meistarar meistaranna í Svíþjóð eftir 2-1 sigur á bikarmeisturum Örebro þar sem Edda Garðarsdóttir og María Björg Ágústsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk búin að semja við LdB Malmö

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er búin að semja við sænsku meistarana í LdB Malmö en hún hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu. Sara Björk mun því ekki leika með Breiðabliki í sumar. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Fótbolti
Fréttamynd

Æstur hundur hoppar á Þóru landsliðsmarkvörð

Þóra B. Helgadóttir landsliðsmarkvörður komst í hann krappann er hún stóð í marki liðs síns. LdB Malmö, gegn bandaríska liðinu Sky Blue FC í æfingamóti í Tyrklandi á dögunum. Þetta var æfingamót meistara.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjarni Hólm mun spila fyrir Rúnar hjá Levanger

Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson verður ekki áfram með Keflvíkingum í Pepsi-deild karla í fótbolta því hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska C-deildarfélagið Levanger. Þetta kemur fram á heimasíðu Levanger og á fótbolti.net.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur hjá SönderjyskE

Ólafur Ingi Skúlason og Eyjólfur Héðinsson spiluðu báðir allan leikinn í liði SönderjyskE sem vann 2-1 sigur á Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Lilleström slátraði Stabæk

Lilleström fór afar illa með Stabæk er liðin mættust í norsku úrvalsdeildinni í dag. Alls komu sex Íslendingar við sögu í leiknum.

Fótbolti