Handbolti

Fréttamynd

GUIF í góðum málum

Lið Kristjáns Andréssonar, GUIF, er einum leik frá því að komast í úndanurslit sænska handboltans. GUIF lagði Malmö, 29-31, öðru sinni í dag og er 2-0 yfir i rimmu liðanna.

Handbolti
Fréttamynd

Einar búinn að semja við Magdeburg

Eins og Vísir greindi frá í gær mun Einar Hólmgeirsson spila með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni til lokatímabilsins. Hann skrifaði undir samning þess efnis í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna

Alexander Petersson, leikmaður þýska liðsins Füchse Berlin, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handbolta sem tekur þátt í undankeppni Ólympíuleikana um páskana. Fjarvera Alexanders veikir íslenska landsliðið sem þarf að ná tveimur efstu sætunum í riðlinum í keppni við Króatíu, Japan og Síle.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin Páll og félagar áfram

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í SC Magdeburg eru komnir í undanúrslit EHF-keppninnar í handbolta eftir sigur á slóvaska félaginu Tatran Presov í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur Íslands í Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fékk sín fyrstu stig í undankeppni EM í kvöld er það lagði Sviss af velli, 19-26, í St. Gallen.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst: Virkilega mikið undir fyrir okkur í þessum leik

Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss ytra í dag í undankeppni EM. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins í riðlinum. Fyrstu tveir leikirnir töpuðust þannig að stelpurnar þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag ætli þær sér að eygja von um að komast í lokakeppni EM.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir steinlágu í Þýskalandi

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði gegn Þjóðverjum, 33-22, í vináttulandsleik sem fram fór í Mannheim í kvöld. Íslenska liðið mætti laskað til leiks en flestir lykilmenn liðsins gátu ekki gefið kost á sér í leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Geir tekur við Bregenz í Austurríki

Austurríska handknattleiksfélagið Bregenz er augljóslega hrifið af íslenskum þjálfurum því það hefur nú ráðið Geir Sveinsson sem þjálfara liðsins. Geir tekur við liðinu af Martin Liptak.

Handbolti
Fréttamynd

Margir fjarverandi gegn Þjóðverjum | Tveir nýliðar í hópnum

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið 17 leikmenn sem fara til Þýskalands í næstu viku og leika þar vináttulandsleik gegn Þýskalandi í Mannheim. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 14.mars og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór meiddist í dag | Ege sleit hásin

Arnór Atlason meiddist í leik með liði sínu, AG Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Liðsfélagi hans, markvörðurinn Steinar Ege, sleit hásin og verður frá næstu sex mánuðina.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst hættur hjá Levanger

Stjórn norska handboltaliðsins Levanger hefur ákveðið að segja Ágústi Jóhannssyni upp störfum hjá félaginu. Þrír leikir eru eftir af tímabilinu og er félagið í mikilli fallbaráttu.

Handbolti