Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 21:08 Ísraelskir hermenn á húsþaki í Qabatiya þar sem fjórir menn voru felldir. AP/Majdi Mohammed Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. Myndbandið var tekið í aðgerðum Ísraelshers í þorpinu Qabatiya nærri Jenín í gær. Eftir að hermennirnir hentu líkunum niður sást jarðýta á vegum hersins fjarlægja þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðalög kveða á um að herir séu skyldugir til þess að fara með lík fallinna óvina af virðingu. Í yfirlýsingu frá Ísraelsher kom fram að atvikið væri grafalvarlegt og að framferði hermannanna samræmdist ekki gildum og vætningum hersins til þeirra. Palestínumenn segja að sjö manns hafi fallið í hernaðaraðgerð Ísraela í Qabatiya. Ísraelsher segist hafa fellt fjóra vígamenn í skotbardaga. Þrír aðrir hafi verið drepnir í drónaárás á bíl. Einn þeirra sem voru felldir hafi leitt ótilgreindan hóp hryðjuverkamanna. Engin vígahópur hefur enn gert tilkalla til þeirra föllnu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjónarvottur segir BBC að hermenn hafi umkringt byggingu í þorpinu. Fjórir menn hafi flúið upp á þak en þar hafi þeir verið skotnir af leyniskyttum. Eftir að bardaginn var um garð genginn hafi ísraelskir hermenn varpað líkum mannanna niður af þakinu. Þeim hafi svo verið hlaðið í jarðýtuna. BBC segir að þremur líkum hafi verið kastað niður af þakinu en AP-fréttastofan segir þau hafa verið fjögur og byggir það á frásögn fréttamanns hennar sem var á staðnum og myndböndum sem náðust af atvikinu. Þrátt fyrir að nærri því ársgömul átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna hafi fyrst og fremst farið fram á Gasaströndinni hafa fleiri en 690 Palestínumenn fallið á Vesturbakkanum eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. Ísraelsk yfirvöld segja að hertar aðgerðir á Vesturbakkanum séu til þess að fyrirbyggja frekari árásir vígamanna sem hafa þegar orðið 33 Ísraelum að bana. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Myndbandið var tekið í aðgerðum Ísraelshers í þorpinu Qabatiya nærri Jenín í gær. Eftir að hermennirnir hentu líkunum niður sást jarðýta á vegum hersins fjarlægja þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðalög kveða á um að herir séu skyldugir til þess að fara með lík fallinna óvina af virðingu. Í yfirlýsingu frá Ísraelsher kom fram að atvikið væri grafalvarlegt og að framferði hermannanna samræmdist ekki gildum og vætningum hersins til þeirra. Palestínumenn segja að sjö manns hafi fallið í hernaðaraðgerð Ísraela í Qabatiya. Ísraelsher segist hafa fellt fjóra vígamenn í skotbardaga. Þrír aðrir hafi verið drepnir í drónaárás á bíl. Einn þeirra sem voru felldir hafi leitt ótilgreindan hóp hryðjuverkamanna. Engin vígahópur hefur enn gert tilkalla til þeirra föllnu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjónarvottur segir BBC að hermenn hafi umkringt byggingu í þorpinu. Fjórir menn hafi flúið upp á þak en þar hafi þeir verið skotnir af leyniskyttum. Eftir að bardaginn var um garð genginn hafi ísraelskir hermenn varpað líkum mannanna niður af þakinu. Þeim hafi svo verið hlaðið í jarðýtuna. BBC segir að þremur líkum hafi verið kastað niður af þakinu en AP-fréttastofan segir þau hafa verið fjögur og byggir það á frásögn fréttamanns hennar sem var á staðnum og myndböndum sem náðust af atvikinu. Þrátt fyrir að nærri því ársgömul átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna hafi fyrst og fremst farið fram á Gasaströndinni hafa fleiri en 690 Palestínumenn fallið á Vesturbakkanum eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. Ísraelsk yfirvöld segja að hertar aðgerðir á Vesturbakkanum séu til þess að fyrirbyggja frekari árásir vígamanna sem hafa þegar orðið 33 Ísraelum að bana.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira