Handbolti

Fréttamynd

Stelpurnar hans Þóris: Naumur sigur í síðasta leik fyrir HM

Norska kvennalandsliðið vann 25-24 sigur á Brasilíu í æfingaleik í Kína í dag en þetta var síðasti æfingaleikur liðsins fyrir HM í Kína sem hefst með leik við Japana á laugardaginn. Þetta er fyrsta stórmót norska gull-liðsins síðan að Íslendingurinn Þórir Hergeirsson tók við liðinu af Marit Breivik í sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Ráð Wilbek til landsliðsmanns: Hættu í Barcelona

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, mótherja Íslands í EM í Austurríki í janúar, hefur ráðlagt danska landsliðsmanninum Mikkel Hansen að hætta að hjá spænska stórliðinu Barcelona og koma heim til Danmerkur. Hansen fær ekki mörg tækifæri hjá spænska liðinu þessa dagana.

Handbolti
Fréttamynd

Bo Spellerberg braut fingur en nær samt EM

Danski landsliðsmaðurinn Bo Spellerberg varð fyrir því óláni að fingurbrotna á æfingu með KIF Kolding en harkaði af sér og spilaði á móti FCK í bikarnum um helgina. Ísland er með Danmörku í riðli á EM í Austurríki í janúar en EM er ekki í hættu hjá Spellerberg þrátt fyrir meiðslin.

Handbolti
Fréttamynd

GOG tapaði fyrir Álaborg

GOG tapaði sínum þriðja leik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur er liðið tapaði f yrir Álaborg á útivelli, 30-26.

Handbolti
Fréttamynd

Ulrik Wilbek krossleggur fingurna fyrir GOG

Danski landsliðsþjálfarinn í handbolta, Ulrik Wilbek, segist krossleggja fingur og vonast til að Íslendingaliðið GOG Svendborg nái að bjarga sér frá peningavandræðunum sem herja á félagið þessa dagana.

Handbolti
Fréttamynd

Stefni klárlega á að vera með á EM

Landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur leikið vel með liði sínu GOG Svendborg eftir að hafa snúið aftur úr erfiðum hnémeiðslum sem héldu honum utan vallar í tæpt hálft ár.

Handbolti
Fréttamynd

Rut skoraði tvö í tapleik

Rut Jónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Team Tvis Holstebro er liðið tapaði fyrir Álaborg, 36-25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Handbolti