Orkuskipti

Fréttamynd

Orku­skipti við hafnir á Norður­landi eystra

Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Flogið á milli landa á endur­nýjan­legri orku: Draum­sýn eða Raun­veru­leiki?

Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta.

Skoðun
Fréttamynd

Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna

Nýr samningur sem Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun gerðu með sér í dag um sölu á raforku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum mun tryggja raforkuafhendingu til mikilla muna næstu fjögur árin. Forstjóri Orkubús Vestfjarða segir samninginn mikilvægan þátt í orkuskiptum Vestfjarða.

Innlent
Fréttamynd

Kíló­metra­gjaldið verst fyrir þá tekju­lægri

Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann.

Neytendur
Fréttamynd

Upp með sokkana

Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“.

Skoðun
Fréttamynd

Skilur Guð­laugur Þór orku­mál?

Í ræðustól á Alþingi í janúar síðastliðnum hélt Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því fram að þjóðin væri í vanda því við hefðum „ekki gert neitt í 15 ár þegar kemur að raforkunni“. Þetta hefur hann endurtekið ítrekað í fjölmiðlum og greinum og aðrir apað upp eftir honum.

Skoðun
Fréttamynd

Áttar sig ekki á á­kalli for­manns VG

Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma.

Innlent
Fréttamynd

Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar

Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið komið um borð í milljarðaverkefni í Eyja­firði

Uppbygging líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleifa. Ísland hefur um árabil  fengið bágt fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í þeim efnum. Um milljarðaverkefni er að ræða sem gæti orðið fyrsti vísir að uppbyggingu stórhafnar á Dysnesi.

Innlent
Fréttamynd

Raf­bílar rétta að­eins úr kútnum eftir dýfu

Flestir þeirra bíla sem voru nýskráðir í júlí voru rafbílar. Hlutfall þeirra í nýskráningum er sagt taka við sér eftir dýfu fyrr á árinu. Nýskráningum rafbíla fækkaði engu að síður mikið frá sama mánuði í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott.

Innlent
Fréttamynd

10 tækni­legir yfir­burðir rafbíla

Hátt verð og lítil drægni hefur hingað til yfirgnæft samanburðinn á rafbílum og hefðbundnum olíudrifnum bílum. Þessi stóru vígi eru hinsvegar að molna með snarlækkandi rafhlöðuverði, aukinni drægni á nýjum rafbílum sem og sístækkandi hleðsluinnviðum. Það er því tímabært að ræða raunverulega yfirburði rafbíla sem samgöngutækni.

Skoðun
Fréttamynd

Á­huga­verðar á­kvarðanir

Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna.

Skoðun
Fréttamynd

Vara við meiri­háttar skorti á kopar eftir 2025

Alþjóða Orkustofnunin (IEA) varar við því í nýrri skýrslu að framboð af kopar og öðrum málmum muni ekki duga til að fullnægja eftirspurn miðað við áætlanir um orkuskipti og kolefnishlutleysi árið 2050.

Skoðun
Fréttamynd

Þróun ES-30 flug­vélarinnar flutt frá Sví­þjóð til Kali­forníu

Sænska flugvélafyrirtækið Heart Aerospace tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að flytja hluta af þróunarstarfi vegna þrjátíu sæta tvinn-rafmagnsflugvélar frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Jafnframt hefur félagið hætt við verksmiðjubyggingu í Halmstad en í staðinn ákveðið að reisa rannsóknar- og þróunarmiðstöð í Los Angeles í Kaliforníu.

Erlent
Fréttamynd

Ný nálgun Sam­fylkingar í orku­málum konfekt í eyrum Jóns

Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun.

Innlent