
UMF Álftanes

Hipsumhaps og Dikta sameinast í nýju stuðningsmannalagi Álftnesinga
Það er allt fyrst á Álftanesi í ár og þar á meðal er nýtt lag sem varð til eftir samvinnu tveggja manna úr vinsælum hljómsveitum á Íslandi.

Spá Vísis fyrir Subway (7.-9.): Baráttan um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina
Subway deild karla í körfubolta hefst á fimmtudaginn kemur og Vísir telur niður í mótið með því að spá fyrir um lokaröð liða deildarinnar næstu daga. Í dag er komið að þeim þremur liðum sem við teljum að muni berjast um síðustu tvö sætin inn í úrslitakeppnina.

Stólunum spáð titlinum og mjög mikil trú á nýliðunum af Álftanesinu
Íslandsmeistarar Tindastóls verja Íslandsmeistaratitil sinn ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var opinberuð á kynningarfundi Subway deildar karla í körfubolta í dag.

Álftnesingar sækja fyrrverandi landsliðsmann í þjálfarateymið
Álftanes hefur samið við fyrrverandi leikmann Grindavíkur og íslenska landsliðsins, Helga Jónas Guðfinsson, um að vera hluti af þjálfarateymi liðsins á komandi tímabili í Subway deild karla í körfubolta.

Foreldrar stelpunnar þakklátir
Foreldrar stelpunnar sem fór í hjartastopp í leik Álftaness og Fjölnis í 2. deild kvenna í fótbolta í gærkvöld hafa óskað eftir að koma á framfæri þökkum til viðbragðsaðila, Fjölnis og annara sem sýndu stuðning.

Skjót viðbrögð skiptu sköpum þegar ungur leikmaður fór í hjartastopp
Axel Örn Sæmundsson, þjálfari kvennaliðs Álftaness, þakkar skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr þegar ungur leikmaður liðs hans hneig niður til jarðar og lenti í hjartastoppi í leik gegn Fjölni í 2. deild kvenna í knattspyrnu.

Leik hætt eftir að ungur leikmaður Álftaness fór í hjartastopp
Leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld var hætt eftir að ungur leikmaður Álftaness hneig niður og lenti í hjartastoppi.

Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig
Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur samið við bakvörðinn Daniel Love um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild karla í körfubolta.

Stjarna úr bandaríska háskólaboltanum semur við Álftanes
Það er ljóst að Álftanes ætlar sér að gera meira en að vera bara með í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Nýliðarnir hafa sótt landsliðsmennina Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson og nú hefur Douglas Wilson samið við félagið út komandi leiktíð.

„Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes“
Nýliðar Álftanes í Subway deild karla í körfubolta hafa látið til sín taka á leikmannamarkaðnum og eru þegar búnir að semja við tvo íslenska landsliðsmenn fyrir fyrsta tímabilið í efstu deild í sögu félagsins.

Haukur Helgi til Álftaness
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla.

Kjartan Atli kveður Körfuboltakvöld
Eftir átta ár hefur Kjartan Atli Kjartansson ákveðið að segja skilið við Subway Körfuboltakvöld. Hann stýrir Álftanesi í Subway deild karla á næsta tímabili.

Hörður Axel í Álftanes
Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson.

Forsetinn fagnaði með Álftnesingum: „Nú er um að gera að njóta“
„Þetta er mikið afrek fyrir ekki stærra sveitarfélag leyfi ég mér að segja þótt að við auðvitað tilheyrum nú Garðabæ við Álftnesingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og stuðningsmaður Álftaness, eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni fyrr í kvöld.

Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni: Myndir
Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83.

„Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti“
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var eðlilega stoltur eftir að hafa stýrt liðinu upp í Subway-deild karla í körfubolta í fyrstu tilraun í kvöld þegar liðið vann 13 stiga sigur gegn Skallagrími, 96-83.

Álftnesingar geta skrifað söguna í Forsetahöllinni í kvöld
Álftanes getur brotið blað í sögu félagsins þegar það mætir Skallagrími í lokaleik 25. umferðar 1. deildar karla í körfubolta.

Hamar hafði betur í toppslagnum og jafnaði Álftanes að stigum
Hamar frá Hveragerði vann afar mikilvægan sjö stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Álftaness í toppslag 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-91 og liðin deila nú toppsæti deildarinnar.

Álftanes styrkti stöðu sína á toppnum
Álftanes vann stórsigur á Ármanni í eina leik dagsins í 1. deild karla í körfubolta, lokatölur 115-81. Álftanes er með afgerandi forystu á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum til þessa.

Allur ágóði fyrsta heimaleiks Álftaness rennur óskertur til Ljóssins
Körfuknattleiksdeild Álftaness og Ljósið hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér kynningu á starfsemi Ljóssins í gegnum körfuboltastarf félagsins.

Álftanes safnar liði: Dúi Þór kynntur til leiks
Leikstjórnandinn Dúi Þór Jónsson er genginn til liðs við Álftanes sem leikur í 1.deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Dúi Þór gengur til liðs við Álftnesinga frá Þór Akureyri sem lék í Subway-deild karla á síðustu leiktíð.

„Veit vel að með því að ræða körfubolta í sjónvarpinu þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir“
Kjartan Atli Kjartansson, sem verið hefur umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport um árabil, hefur ákveðið að gerast meistaraflokksþjálfari að nýju. Hann stýrir karlaliði Álftaness á næstu leiktíð, fyrir uppeldisfélagið sitt, og ætlar sér að koma því í Subway-deildina sem hann fjallar um í hverri viku.