Ölgerðin

Fréttamynd

Öl­gerðin ræður tvo markaðs­stjóra

Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaðurinn dregst saman

Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta nam 1.160 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Það gerir 22 prósent lækkun hagnaðar milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karen Ýr ráðin gæðastjóri

Karen Ýr Jóelsdóttir hefur tekið við starfi gæðastjóra Ölgerðarinnar og dótturfélaga þess. Hún tekur við starfinu af Guðna Þór Sigurjónssyni, sem nýverið var ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunardeildar félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andri Þór Við­skipta­fræðingur ársins 2024

Viðskiptafræðingur ársins 2024 er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands. Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) veitti honum þennan titil fyrir framúrskarandi störf sín og þátttöku í íslensku viðskiptalífi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andri Þór tekur við af Ara

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, hefur verið kjörinn formaður Viðskiptaráðs. Hann tekur við embætti formanns af Ara Fenger sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2020.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öl­gerðin breytir slag­orðinu fyrir Kristal

Ölgerðin hefur breytt slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal. Breytingin er hluti af sýnilegum breytingum út á við í framhaldi af vottun Samtakanna 78 á Ölgerðinni sem hinseginvænum vinnustað, fyrst íslenskra fyrirtækja. Breytingin er lítil en táknræn.  Upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra segir forstjórinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öl­gerð­in hef­ur „vax­and­i á­hyggj­ur“ af erf­ið­leik­um veit­ing­a­hús­a

Farið er að bera á erfiðleikum í rekstri veitingahúsa. „Við höfum vaxandi áhyggjur af því,“ sagði forstjóri Ölgerðarinnar á fundi með fjárfestum. Hann nefndi að það hefði ekki í för með sér „stór fjárhagsleg áföll“ fyrir fyrirtækið og fjárhagur Ölgerðarinnar réði vel við slík vandræði. Einnig var rætt um að vatn væri gullnáma og koffíndrykkir seljist í fyrsta skipti betur en kóladrykkir í stórmörkuðum.

Innherji
Fréttamynd

Skoðar að selja á­fengi til mat­vöru­verslana

For­stjóri Öl­gerðarinnar segir að fyrir­tækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja á­fengi til mat­vöru­verslana í kjöl­far yfir­lýsingar ráð­herra um lög­mæti sölunnar. Öl­gerðin hefur hingað til ekki selt á­fengi til net­verslana vegna ó­vissu um lög­mæti hennar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rekst­ur Öl­­gerð­­ar­­inn­­ar mun þyngj­­ast á næst­­a ári og að­­stæð­­ur minn­­a á  2019

Eftir „frábæra“ afkomu Ölgerðarinnar í fyrra, sem má einkum rekja til aukinnar sölu ásamt fjárfestingu í sjálfvirknivæðingu og meiri skilvirkni í rekstri, má búast við að reksturinn verði  þyngri á næsta ári, að sögn hlutabréfagreinenda. Rekstrarumhverfi Ölgerðarinnar mun minna margt á aðstæður árið 2019 þegar vöxtur einkaneyslu var hægur eftir ferðamönnum hafði fjölgað mikið á árunum á undan. Á þeim tíma stóð rekstrarhagnaður félagsins í stað og tekjuvöxtur var óverulegur að raunvirði.

Innherji
Fréttamynd

Öl­gerðin vildi stækka með yfir­töku á fyrir­tækjarisanum Veritas

Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, var í hópi þeirra fjárfesta sem sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækjasamstæðuna Veritas fyrr árinu. Óvissa í efnahagslífinu, einkum vegna hækkandi vaxta, þýddi hins vegar að talsverðu munaði í væntingum mögulegra kaupenda og seljenda um verðmiða á félaginu og var söluferlið því sett ótímabundið á ís.

Innherji
Fréttamynd

Öl­gerðin nú meiri­hluta­eig­andi í Iceland Spring

Ölgerðin hefur undirritað samninga sem fela í sér að Ölgerðin eignast 51 prósenta hlut í vatnsútflutningsfyrirtækinu Iceland Spring sem selur íslenskt vatn í um 35 þúsund verslunum Bandaríkjunum, Taílandi og Kína, þar með talið í í verslunum 7-Eleven, Walgreens og Rite Aid.

Viðskipti innlent
  • «
  • 1
  • 2