Heimar fasteignafélag

Fréttamynd

Brim­garðar minnka veru­lega stöðu sína í Reitum og Heimum

Brimgarðar, stór einkafjárfestir í öllum skráðu fasteignafélögunum, hefur á undanförnum tveimur mánuðum losað um verulegan hluta af stöðu sinni í Heimum og Reitum samtímis því að fjárfestingafélagið hefur freistað þess að stækka enn frekar við eignarhlut sinn í Eik.

Innherji
Fréttamynd

Hundrað punkta lækkun vaxta myndi hækka virði eigna Heima um 26 milljarða

Stjórnendur Heima munu áfram halda að skoða tækifæri til eignasölu en á árinu hefur félagið selt eignir fyrir um 3,3 milljarða og mun skila þeim fjármunum til hluthafa í gegnum kaup á eigin bréfum. Eftir mikla hækkun á hlutabréfaverði Heima síðustu mánuði er virði hlutafjár núna að nálgast bókfært eigið fé en væntingar um lækkandi vaxtastig ættu að hafa mikil jákvæð áhrif á virðismat fjárfestingareigna og vaxtakostnað fasteignafélaganna.

Innherji
Fréttamynd

Mikill fjöldi bíla­stæða í eigu Heima gæti verið „ó­snert auð­lind“

Reksturinn hefur gengið „smurt fyrir sig“ hjá Heimum að undanförnu, að sögn hlutabréfagreinenda, en verðmatsgengi fyrirtækisins hefur verið hækkað lítillega og er núna talsvert umfram markaðsgengi. Markaðsvirði Heima, rétt eins og annarra skráðra fasteignafélaga, er samt enn mjög lágt í samanburði við bókfært virði eigna en hlutabréfaverðið hefur núna rokið upp um liðlega fjórðung á skömmum tíma.

Innherji
Fréttamynd

Stærsti hlut­hafinn studdi Gildi og lagðist gegn kaup­réttar­kerfi Heima

Þótt stjórn Heima hafi gert verulegar breytingar á upphaflegum tillögum sínum að kaupréttaáætlun til handa lykilstjórnendum eftir að hafa mætt andstöðu frá Gildi þá lagðist stærsti hluthafi fasteignafélagsins, Brú lífeyrissjóður, gegn innleiðingu á slíkum kaupréttum en laut í lægra haldi fyrir meirihluta hluthafa. Lífeyrissjóðurinn fylkti sér jafnframt að baki Gildi í andstöðu við tillögu stjórnar Haga að kaupréttarkerfi sem var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta á hluthafafundi í liðinni viku.

Innherji
Fréttamynd

Er­lendur sjóðastýringarrisi bætist í hóp stærri hlut­hafa Heima

Alþjóðlega sjóðastýringarfélagið Redwheel, sem hefur meðal annars verið hluthafi í Íslandsbanka um nokkurt skeið, fjárfesti í umtalsverðum eignarhlut í Heimum í liðinni viku og er núna í hópi stærstu eigenda. Hlutabréfaverð fasteignafélagsins hefur hækkað skarpt síðustu daga en kaup sjóða í stýringu Redwheel fóru fram nokkrum dögum áður en félag í eigu Baldvins Þorsteinssonar, sem stýrir erlendri starfsemi Samherja, festi kaup á liðlega fjögurra prósenta hlut í Heimum.

Innherji
Fréttamynd

Ey­þór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum

Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kostn­að­ar­að­hald Heim­a er til „fyr­ir­mynd­ar“

Kostnaðarstjórnun Heima er til „fyrirmyndar,“ að mati hlutabréfagreinanda sem verðmetur fasteignafélagið mun hærra en markaðsvirði. Tekjuspá félagsins hefur verið hækkuð og er nú miðað við efri mörk væntinga stjórnenda í ár en áður var reiknað með miðspá þeirra.

Innherji
Fréttamynd

Vaxtalækkanir ekki verð­lagðar inn hjá Heimum

Verðlagning fasteignafélaga virðist í engu samræmi við væntingar stjórnmálamanna, verkalýðshreyfingar, aðila vinnumarkaðarins, greiningadeilda og almennings um lækkun vaxta. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær fjárfestar vakna til lífsins og hefja kaup á hlutabréfum fasteignafélaga af fullum þunga.

Umræðan
Fréttamynd

Reginn aftur­kallar samrunatilkynningu við Eik

Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir opin­berra starfs­manna studdu ekki kaup­réttar­kerfi Regins

Tvær stærstu hluthafar Regins, lífeyrissjóðirnir LSR og Brú, greiddu ekki atkvæði með tillögu stjórnar fasteignafélagsins um innleiðingu á kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur sem var kynnt fjárfestum í aðdraganda aðalfundar fyrr í vikunni. Ekki náðist nægjanlegur meirihlutastuðningur fyrir tillögunni eftir að lífeyrissjóðurinn Gildi bókaði andstöðu við kaupréttarsamningana og taldi rétt að hluthafar myndu taka afstöðu til helstu skilmála þegar slík kerfi væru tekin upp.

Innherji
Fréttamynd

Stjórn tekur ekki afstöðu til bætts tilboðs

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samið viðbót við greinargerð sína vegna breytinga á valfrjálsu yfirtökutilboði Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags. Stjórnin tekur að svo stöddu ekki afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því við hluthafa sína að taka breyttu tilboði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærsti hluthafi Eikar tekur já­kvætt í við­ræður um sam­runa við Reiti

Stjórnendur Brimgarða, sem er stærsti hluthafinn í Eik og leggst gegn yfirtökutilboði Regins, fullyrða að ekkert sé því til stuðnings að fjármögnunarkjör stærra fasteignafélags muni batna, heldur gætu kjörin þvert á móti versnað þar sem heimildir stærri fjárfesta til áhættutöku gagnvart einstaka útgefendum er takmörkuð. 

Innherji
Fréttamynd

Yfirtakan gæti staðið og fallið með Brimgörðum

Afstaða fjárfestingafélagsins Brimgarða, sem er langsamlega stærsti hluthafi Eikar fasteignafélags, til yfirtökutilboðsins sem keppinauturinn Reginn hefur lagt fram gæti ráðið úrslitum um það hvort yfirtakan nái fram að ganga.

Klinkið
Fréttamynd

Verðmatið á Regin áfram langt yfir markaðsgengi

Nýjasta verðmat Jakobsson Capital á fasteignafélaginu Reginn hljóðar upp á 38,6 krónur á hlut sem er 58 prósentum yfir markaðsgengi félagsins í dag. Ef samruni Regins og Eikar gengur í gegn myndi verðmatið hækka í allt að 41 krónu vegna samlegðaráhrifa og þá á eftir að taka mögulegan söluhagnað á fasteignum með í reikninginn.

Innherji
  • «
  • 1
  • 2