
Hitabylgja í Evrópu 2023

Borgaryfirvöld í Barcelona dreifa vatni og derhúfum til heimilislausra
Hitamet hafa fallið síðustu nætur í Barcelona, þar sem hitinn fór lægst í um 30 gráður á 24 klukkustunda tímabili. Hitinn í gær fór í 38,8 stig, sem er nýtt met en gamla metið var 37,4 gráður.

Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi
Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið.

Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu
Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur.

Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr
Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða.

Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár
Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði.

Sextán manns úr þremur fjölskyldum fórust í Alsír
Að minnsta kosti þrjátíu og fjórir hafa farist í skógareldum í Alsír, þar af sextán fullorðnir og börn úr þremur fjölskyldum. Eldar blossuðu óvænt upp í nágrenni Lissabon höfuðborgar Portúgals í gær.

Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír
Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír.