Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2023 11:17 Sjálfboðaliði að vísa veginn nærri þorpinu Vati á Rhodes eyju í Grikklandi. Þar fór hitinn á ný yfir 40 gráður í dag. AP/Petros Giannakouris Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. Frá því seinni partinn í gær og í dag hefur verið barist við skógarelda í Grikklandi, Króatíu, Tyrklandi, á Sikiley á Ítalíu og í Alsír í norður Afríku. Tuttugu og fimm manns, þar af tíu slökkviliðsmenn, hafa farist í skógareldum í Alsír. Þessi mynd var tekin í Bouira um 100 kílómetra frá Algeirsborg.AP Miklir eldar loga nærri höfuðborginni Algeirsborg og víðar. Fimmtán íbúar hafa farist í eldunum ásamt tíu slökkviliðsmönnum sem börðust við eldana. Á þriðja tug manna hefur slasast. Eldarnir dreifast hratt vegna hvassviðris og hlífa hvorki skógum né ræktarlandi í sextán héruðum Alsírs. Í Grikklandi voru menn að vona að hitinn færi lækkandi en í morgun skall þriðja hitabylgjan í röð á landinu þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Undanfarna tólf daga hafa daglega brotist út skógareldar á um 50 stöðum í Grikklandi. Það eru um 600 eldar á þessu tímabili.AP/Petros Giannakouris Pavlos Marinakis talsmaður stjórnvalda í Grikklandi segir 19 þúsund manns hafa verið flutt á brott frá hættusvæðum á Rhodes undanfarna daga. Sextán þúsund hafi verið flutt landleiðina en um þrjú þúsund með bátum. Þetta væru mestu mannflutningar í sögu Grikklands. „Við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika. Þetta er tólfti dagurinn í röð þar sem eldar brjótast daglega út á um fimmtíu stöðum. Það þýðir að skógareldar hafa kviknað á um 600 stöðum á þessu tímabili,“ Marinakis. Miklir skógareldar hafa brotist út í nágrenni hinnar sögulegu borgar Dubrovnik í Króatíu. Hvassviðri hraðar útbreiðslu eldanna. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar er nú krökkt af ferðamönnum. Níutíu og fimm slökkviliðsmenn með sextán slökkvibíla berjast við eldana og njóta aðstoðar flughers landsins sem dreifir vatni yfir svæðið úr lofti. Miklir skógareldar hafa brotist út á Sikiley, meðal annars nærri byggð í nágrenni Curcuraci í Messina.AP/ítalska slökkviliðið Þá hafa miklir skógareldar brotist út á Sikiley á Ítalíu og logar víða mjög nálægt byggð. Einnig hafa tugir heimila og eitt sjúkrahús verið rýmd nærri Miðjarðarhafsbænum Kemer í Tyrklandi. Þar brenna skógareldar á um 120 hekturum lands. Tíu vatnsflugvélar og tuttugu og tvær þyrlur hafa verið notaðar til að dreifa vatni yfir eldana. Þar vonast menn til að ráða niðurlögum eldanna í dag. Hitabylgja í Evrópu 2023 Gróðureldar í Grikklandi Loftslagsmál Grikkland Ítalía Króatía Tyrkland Alsír Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33 Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Frá því seinni partinn í gær og í dag hefur verið barist við skógarelda í Grikklandi, Króatíu, Tyrklandi, á Sikiley á Ítalíu og í Alsír í norður Afríku. Tuttugu og fimm manns, þar af tíu slökkviliðsmenn, hafa farist í skógareldum í Alsír. Þessi mynd var tekin í Bouira um 100 kílómetra frá Algeirsborg.AP Miklir eldar loga nærri höfuðborginni Algeirsborg og víðar. Fimmtán íbúar hafa farist í eldunum ásamt tíu slökkviliðsmönnum sem börðust við eldana. Á þriðja tug manna hefur slasast. Eldarnir dreifast hratt vegna hvassviðris og hlífa hvorki skógum né ræktarlandi í sextán héruðum Alsírs. Í Grikklandi voru menn að vona að hitinn færi lækkandi en í morgun skall þriðja hitabylgjan í röð á landinu þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Undanfarna tólf daga hafa daglega brotist út skógareldar á um 50 stöðum í Grikklandi. Það eru um 600 eldar á þessu tímabili.AP/Petros Giannakouris Pavlos Marinakis talsmaður stjórnvalda í Grikklandi segir 19 þúsund manns hafa verið flutt á brott frá hættusvæðum á Rhodes undanfarna daga. Sextán þúsund hafi verið flutt landleiðina en um þrjú þúsund með bátum. Þetta væru mestu mannflutningar í sögu Grikklands. „Við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika. Þetta er tólfti dagurinn í röð þar sem eldar brjótast daglega út á um fimmtíu stöðum. Það þýðir að skógareldar hafa kviknað á um 600 stöðum á þessu tímabili,“ Marinakis. Miklir skógareldar hafa brotist út í nágrenni hinnar sögulegu borgar Dubrovnik í Króatíu. Hvassviðri hraðar útbreiðslu eldanna. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar er nú krökkt af ferðamönnum. Níutíu og fimm slökkviliðsmenn með sextán slökkvibíla berjast við eldana og njóta aðstoðar flughers landsins sem dreifir vatni yfir svæðið úr lofti. Miklir skógareldar hafa brotist út á Sikiley, meðal annars nærri byggð í nágrenni Curcuraci í Messina.AP/ítalska slökkviliðið Þá hafa miklir skógareldar brotist út á Sikiley á Ítalíu og logar víða mjög nálægt byggð. Einnig hafa tugir heimila og eitt sjúkrahús verið rýmd nærri Miðjarðarhafsbænum Kemer í Tyrklandi. Þar brenna skógareldar á um 120 hekturum lands. Tíu vatnsflugvélar og tuttugu og tvær þyrlur hafa verið notaðar til að dreifa vatni yfir eldana. Þar vonast menn til að ráða niðurlögum eldanna í dag.
Hitabylgja í Evrópu 2023 Gróðureldar í Grikklandi Loftslagsmál Grikkland Ítalía Króatía Tyrkland Alsír Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33 Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33
Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40
Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54
Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47