

Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2022–2026 er lögð sérstök áhersla á að bæta stöðu barnafjölskyldna í Hveragerði.
Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði.
Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform.
Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi.
Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga.
Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo.