

Þrír Íslendingar keppa á heimsmeistaramótinu í hraðpúsli sem fram fer á Spáni. Fulltrúar okkar hafa púslað sig inn í undanúrslit þrátt fyrir hremmingar.
Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla.