

Maríus Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins Noregs, hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland.
Norskir fjölmiðlar fullyrða að saksóknari hafi ákveðið að ákæra stjúpson Hákons krónprins fyrir fjölda afbrota. Saksóknari ætlar að tilkynna formlega um ákærur á blaðamannafundi í dag.
Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið
Héraðsdómur Óslór hefur úrskurðað Marius Borg Høiby í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið gegn konum. Hann er ákærður fyrir tvær nauðganir.
Lögreglan í Noregi hefur farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Mariusi Borg Høiby, stjúpsyni Hákonar krónprins. Høiby var handtekinn á mánudagskvöld en tvær nauðganir eru nú til rannsóknar í máli hans.
Lögregla í norsku höfuðborginni Osló handtók í gær Marius Borg Høiby, stjúpson Hákonar krónprins, á ný, nú vegna vegna gruns um nauðgun.
Marius Borg Høiby stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi var handtekinn um helgina vegna líkamsárásar og skemmdarverka sem áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum norskra fjölmiðla þekkir Høiby þann sem varð fyrir árásinni.