Bókasöfn

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.

Bókun 35 aftur rædd fram á nótt
Þingmenn Miðflokksins ræddu frumvarp utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 til klukkan 02:19 í nótt. Þá var rúmlega fjórtán klukkustunda fundi Alþingis slitið en þar af var tæplega hálfum sólarhring varið í umræður um bókun 35.

Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim
Ákveðið var á aðalfundi Blindrafélagsins að skora á stjórnvöld að koma Hljóðbókasafninu heim. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er kallað eftir því að safnið fái framtíðarhúsnæði í Hamrahlíð 17, þar sem það byrjaði árið 1982 og á eðlilegum samastað innan öflugs þjónustukjarna fyrir blint og sjónskert fólk.

Bók skilað eftir 56 ára útlán
Bók sem tekin var í útlán árið 1969 var skilað til Bókasafns Kópavogs í vikunni. Sjálfur Jón úr Vör afgreiddi lánþegann en hann var fyrsti bæjarbókavörður bæjarins.

Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli
Háskólinn á Akureyri hefur gert tveggja ára samning um aðgang að Scite sem mun veita rannsakendum og nemendum við skólann aðgang að rannsóknartóli með innbyggðum stuðningi við fræðslu og gervigreind.

Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi
Tilteknar miðaldabækur frá norðausturhluta Frakklands er lýst sem „dularfullum“ í umfjöllun New York Times vegna þess að fræðimenn áttu ansi erfitt með að segja til um hvers konar skinn var notað til að binda þær inn. Rannsókn hefur leitt í ljós að þær hafi líklega komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Íslandi eða Grænlandi.

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar.

Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla
Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna.

Örn skipaður landsbókavörður
Menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra Logi Már Einarsson hefur skipað Örn Hrafnkelsson í embætti landsbókavarðar.

Þau sóttu um embætti landsbókavarðar
Alls sóttu fimmtán manns um stöðu landsbókavarðar sem auglýst var laus til umstóknar í október síðastliðinn. Einn dró umsókn sína til baka.

„Látið jólaljós ykkar skína skært“
Jólalagakeppni Borgarbókasafnsins verður haldin í þriðja sinn í desember. Keppnin er opin öllum en lokafrestur til að senda inn lag er sunnudaginn 1. desember klukkan 23:59.

Áhyggjufullir upplýsingafræðingar
Upplýsing, fagfélag á sviði bókasafns- og upplýsingafræða hélt pallborðsumræður um stöðu stéttarinnar þann 26. janúar sl. Þar áttu orðið landsbókavörður, borgarbókavörður, framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna, formaður stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga, prófessor í Upplýsingafræði Háskóla Íslands og verkefnastjóri á Landsbókasafni – Háskólabókasafni sem var fulltrúi áhyggjufullra upplýsingafræðinga.