Lögreglumál

Fréttamynd

Grímuklæddir á rafskútum að stela gaskútum

Í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um fjóra einstaklinga á rafskútum sem voru að stela gaskútum í hverfi 108. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þeir grunuðu fundust ekki þrátt fyrir mikla leit lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Lenti í snjóflóði í Hlíðarfjalli

Björgunarsveitir á Akureyri voru kallaður út laust eftir klukkan eitt í dag eftir að skíðamaður lenti í snjóflóði fyrir ofan skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Skíðamaðurinn grófst ekki í flóðinu en slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Tony Omos stefnir ís­lenska ríkinu

Lekamálið ætlar enn að draga dilk á eftir sér en nú hefur Tony Omos stefnt íslenska ríkinu og krefst fjögurra milljóna króna auk vaxta í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru börn

Innleiða á sérstakt áhættumat til að tryggja betur öryggi barna gegn kynferðisbrotum fullorðinna. Rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar sitja tveggja daga vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum til að undirbúa þróun forvarnaviðbragða og forgangsröðunar mála.

Innlent
Fréttamynd

Leita að vitni að líkamsárás

Lögreglan á Vestfjörðum leitar að vitni að líkamsárás sem framin var aðfaranótt sunnudags 17. apríl. Málið er til rannsóknar hjá embættinu. 

Innlent
Fréttamynd

Hand­tók tvo menn vopnaða öxi í Árbæ

Lögreglan þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af tveimur mönnum í Árbæ sem voru á ferli í hverfinu í annarlegu ástandi vopnaðir öxi. Þeir voru settir í fangageymslu uns hægt verður að ræða við þá.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaðir menn til vand­ræða

Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var nokkuð um ölvaða menn til vandræða, bæði á bílum og á tveimur jafnfljótum.

Innlent
Fréttamynd

Níð­stöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdra­vitund“ for­tíðarinnar

Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ók raf­vespu á lög­reglu­bíl

Laust fyrir miðnætti í gær hugðust lögreglumenn stöðva för konu á rafvespu. Sú sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók þess í stað á lögreglubílinn.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara líflátshótun“

Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla

Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði.

Innlent