Lögreglumál

Fréttamynd

Meirihluti vændismála felldur niður

Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal.

Innlent
Fréttamynd

Lagði eigin íbúð í Hlíðunum í rúst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í gærkvöldi rétt fyrir miðnættið en hann hafði brotið hurð að eigin íbúð í Hlíðunum í Reykjavík og lagt þar allt í rúst.

Innlent
Fréttamynd

Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast

Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega.

Innlent
Fréttamynd

Stígur fram vegna máls sonar síns

Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú.

Innlent
Fréttamynd

Skallaði konu í and­litið

Maður skallaði konu í andlitið í Hafnarfirði skömmu fyrir tvö í nótt. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu en konan hlaut meðal annars bólgur í andliti.

Innlent
Fréttamynd

Nota dróna og hunda við leitina

Á þriðja tug björgunarsveitarmanna hófu skömmu fyrir hádegi leit á ný að Svanhvíti Harðardóttur, konu sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Sau­tján ára fluttur með sjúkra­bíl eftir árás

Ráðist var á sautján ára dreng í miðborg Reykjavíkur klukkan hálf fjögur í nótt. Árásarmennirnir flúðu af vettvangi en drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Líðan drengsins liggur ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Vélin er komin á þurrt land

Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni rétt í þessu. Aðgerðir hafa staðið yfir við vatnið í allan dag og vélin hefur verið hífð upp í áföngum.

Innlent
Fréttamynd

Guð­ríður komin í hald lög­reglu

Lögreglan á Vesturlandi hefur lagt hald á styttuna af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku og komið fyrir inni í listaverki fyrir framan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir Svanhvíti Harðardóttur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Svanhvíti Harðardóttur, 37 ára. Hún er 167 sm á hæð, sólbrún með ljóslitað rúmlega axlarsítt hár.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar

Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma.

Innlent
Fréttamynd

Hífa vélina upp í skrefum og vona að að­gerðum ljúki í kvöld

Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp af botni Þingvallavatns í dag en vélin brotlenti í vatninu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu en flakið verður fært upp á land í nokkrum skrefum. Vonir eru bundnar við að aðgerðum verði lokið um kvöldmatarleytið.

Innlent
Fréttamynd

Segir rauðhærða og skeggjaða oft lenda í „þessu veseni“

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, telur að fólk þurfi að vera „sérkennilega innréttað“ til að sjá kynþáttafordóma í máli þar sem sextán ára þeldökkur drengur var í tvígang stöðvaður af lögreglu í tengslum við leit hennar að strokufanga.

Innlent