Lögreglumál Innbrotsþjófurinn stal myndavélum, tölvum og klósettpappír Óskemmtileg aðkoma beið þeirra Svölu Jóhannsdóttur og Emils Christoffers Bager Holm þegar þau komu heim úr vinnu í gær. Óprúttinn aðili hafði brotist inn á heimili þeirra í Laugardalnum og stolið öllu steini léttara, allt frá dýrum myndvélabúnaði, tölvum og yfirhöfnum yfir í klósettpappír og óhreinatau parsins. Innlent 9.12.2020 23:01 Grunur um stórfelldan fjárdrátt og brask með veiðileyfi innan SVFR Fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur er talinn hafa braskað með veiðileyfi fyrir milljónir króna til eigin hagsbóta. Mannlegur harmleikur segir formaðurinn. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi er steinhissa á öllu saman. Innlent 9.12.2020 07:01 Fluttur á slysadeild eftir fall af rafskútu Upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um slys í Hlíðahverfi. Innlent 9.12.2020 06:29 Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. Innlent 8.12.2020 12:15 Sauma þurfti sex spor í andlit manns eftir slagsmál í Hlíðunum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál í Hlíðahverfi klukkan hálftólf í gærkvöldi. Innlent 8.12.2020 06:28 Ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald: Rannsókn málsins miðar vel Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn í kjölfar þess að hafa birt myndskeið af sér ganga í skrokk á öðrum manni. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu. Innlent 7.12.2020 14:10 Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ Innlent 7.12.2020 12:20 Stálu þvotti af snúrum í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um kvöldmatarleytið í gær tvo karlmenn sem grunaðir eru um húsbrot í Hlíðunum. Þeir gistu fangageymslur í nótt á meðan málið var í rannsókn. Innlent 7.12.2020 07:02 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. Innlent 6.12.2020 10:24 Frelssisvipting og fall á rafskutlu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og nótt. Innlent 6.12.2020 07:27 Þvottavél stolið í miðjum þvotti Svo virðist sem að ansi bíræfinn þjófur hafi stolið þvottavél úr þvottahúsi í fjölbýlishúsi í 101 Reykjavík í gærkvöldi, í miðjum þvotti. Innlent 6.12.2020 07:21 Grunur um sóttvarnarbrot á sýningu Lögreglan hefur nú til rannsóknar mögulegt brot á sóttvarnareglum eftir að sextán manna hópur mætti á sýningu í miðborg Reykjavíkur. Innlent 5.12.2020 12:04 Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. Innlent 5.12.2020 07:20 Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Innlent 4.12.2020 19:28 Fimm handteknir í máli sem talið er tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fimm vegna umfangsmiklar rannsóknar sem talin er tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin snýr að framleiðslu og sölu fíkniefna og hafa þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 4.12.2020 15:38 Var að störfum á eigin landi þegar hann féll í gegnum vökina Karlmaður sem lést eftir að hann féll í gegnum vök í gær var að störfum í mýrlendi á eigin landi í Flóanum austan við Selfoss, að sögn lögreglu. Ekki er ljóst hversu djúpt maðurinn sökk eða hver dánarorsök hans var. Innlent 4.12.2020 12:32 Studdust við staðsetningarforrit og leituðu án leyfis í herbergi hælisleitenda Tekist verður á um það í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur hversu háa fjárhæð tveir hælisleitendur fá í skaðabætur frá ríkinu vegna fjölmennrar leitar lögreglu að síma sem grunur var um að stolið hefði verið af barni í Reykjanesbæ. Innlent 4.12.2020 09:01 Þakplötur fuku af húsi í Mosfellsbæ Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um að þakplötur væru að fjúka af húsi í Mosfellsbæ í hvassviðrinu skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi. Innlent 4.12.2020 07:28 Lést af slysförum í Árnessýslu Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Innlent 3.12.2020 22:14 Fór niður um vök í grennd við Selfoss Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök. Innlent 3.12.2020 18:51 Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Innlent 3.12.2020 16:19 Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. Innlent 3.12.2020 10:54 Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl í vesturbæ Reykjavíkur eftir að ökumaðurinn hafði sleppt því að ganga tryggilega frá bílnum þegar hann hafði verið stöðvaður af lögreglu og stigið út úr bílnum. Innlent 3.12.2020 07:14 Ekkert spurst til Arnars síðan í september Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Arnari Sveinssyni, 32 ára karlmanni, en ekkert hefur spurst til hans síðan í september síðastliðnum. Innlent 2.12.2020 14:57 Anna Aurora bakvörður ætlar í mál við íslenska ríkið og fleiri Anna Aurora Waage Óskarsdóttir ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna handtöku hennar á Vestfjörðum í apríl þar sem hún var grunuð um að villa á sér heimildir sem bakvörður á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þá ætlar hún að stefna fjölmiðlum og einstaklingum sömuleiðis. Lögmaður hennar segir mikla vinnu framundan að hreinsa mannorð skjólstæðings síns. Innlent 2.12.2020 14:57 Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Innlent 2.12.2020 13:05 Grímulaus og til vandræða í matvöruverslun Laust eftir klukkan fimm síðdegis í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem var í annarlegu ástandi, grímulaus og almennt til vandræða í matvöruverslun. Innlent 2.12.2020 06:25 Brotaþolar geti fylgst með máli sínu í stafrænni gátt Unnið er að uppsetningu rafrænnar gáttar þar sem þolendum kynferðisbrota verður gert kleift að fylgjast með framgangi mála sinna þannig að þeir geti fylgst með því hvar mál þeirra er statt í ferlinu. Innlent 30.11.2020 21:13 „Alltof mörg“ héldu gleðskapnum gangandi á hótelinu eftir lokun Allt að þrjátíu gestir voru samankomnir í einu rými á hóteli á Suðurlandi um helgina þegar lögreglu bar þar að garði við eftirlit. Hótelið hefur verið kært fyrir brot á sóttvarnalögum. Innlent 30.11.2020 18:53 Fór inn í bíl og rændi ökumann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán í Laugardalnum þar sem maður fór inn í bíl, ógnaði ökumanni og hafði á brott muni í eigu ökumannsins. Þá varð slys í Garðabæ þar sem tveir bílar skullu saman og urðu báðir óökufærir. Innlent 29.11.2020 07:22 « ‹ 168 169 170 171 172 173 174 175 176 … 280 ›
Innbrotsþjófurinn stal myndavélum, tölvum og klósettpappír Óskemmtileg aðkoma beið þeirra Svölu Jóhannsdóttur og Emils Christoffers Bager Holm þegar þau komu heim úr vinnu í gær. Óprúttinn aðili hafði brotist inn á heimili þeirra í Laugardalnum og stolið öllu steini léttara, allt frá dýrum myndvélabúnaði, tölvum og yfirhöfnum yfir í klósettpappír og óhreinatau parsins. Innlent 9.12.2020 23:01
Grunur um stórfelldan fjárdrátt og brask með veiðileyfi innan SVFR Fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur er talinn hafa braskað með veiðileyfi fyrir milljónir króna til eigin hagsbóta. Mannlegur harmleikur segir formaðurinn. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi er steinhissa á öllu saman. Innlent 9.12.2020 07:01
Fluttur á slysadeild eftir fall af rafskútu Upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um slys í Hlíðahverfi. Innlent 9.12.2020 06:29
Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. Innlent 8.12.2020 12:15
Sauma þurfti sex spor í andlit manns eftir slagsmál í Hlíðunum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál í Hlíðahverfi klukkan hálftólf í gærkvöldi. Innlent 8.12.2020 06:28
Ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald: Rannsókn málsins miðar vel Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn í kjölfar þess að hafa birt myndskeið af sér ganga í skrokk á öðrum manni. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu. Innlent 7.12.2020 14:10
Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ Innlent 7.12.2020 12:20
Stálu þvotti af snúrum í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um kvöldmatarleytið í gær tvo karlmenn sem grunaðir eru um húsbrot í Hlíðunum. Þeir gistu fangageymslur í nótt á meðan málið var í rannsókn. Innlent 7.12.2020 07:02
Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. Innlent 6.12.2020 10:24
Frelssisvipting og fall á rafskutlu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og nótt. Innlent 6.12.2020 07:27
Þvottavél stolið í miðjum þvotti Svo virðist sem að ansi bíræfinn þjófur hafi stolið þvottavél úr þvottahúsi í fjölbýlishúsi í 101 Reykjavík í gærkvöldi, í miðjum þvotti. Innlent 6.12.2020 07:21
Grunur um sóttvarnarbrot á sýningu Lögreglan hefur nú til rannsóknar mögulegt brot á sóttvarnareglum eftir að sextán manna hópur mætti á sýningu í miðborg Reykjavíkur. Innlent 5.12.2020 12:04
Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. Innlent 5.12.2020 07:20
Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Innlent 4.12.2020 19:28
Fimm handteknir í máli sem talið er tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fimm vegna umfangsmiklar rannsóknar sem talin er tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin snýr að framleiðslu og sölu fíkniefna og hafa þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 4.12.2020 15:38
Var að störfum á eigin landi þegar hann féll í gegnum vökina Karlmaður sem lést eftir að hann féll í gegnum vök í gær var að störfum í mýrlendi á eigin landi í Flóanum austan við Selfoss, að sögn lögreglu. Ekki er ljóst hversu djúpt maðurinn sökk eða hver dánarorsök hans var. Innlent 4.12.2020 12:32
Studdust við staðsetningarforrit og leituðu án leyfis í herbergi hælisleitenda Tekist verður á um það í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur hversu háa fjárhæð tveir hælisleitendur fá í skaðabætur frá ríkinu vegna fjölmennrar leitar lögreglu að síma sem grunur var um að stolið hefði verið af barni í Reykjanesbæ. Innlent 4.12.2020 09:01
Þakplötur fuku af húsi í Mosfellsbæ Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um að þakplötur væru að fjúka af húsi í Mosfellsbæ í hvassviðrinu skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi. Innlent 4.12.2020 07:28
Lést af slysförum í Árnessýslu Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Innlent 3.12.2020 22:14
Fór niður um vök í grennd við Selfoss Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök. Innlent 3.12.2020 18:51
Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Innlent 3.12.2020 16:19
Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. Innlent 3.12.2020 10:54
Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl í vesturbæ Reykjavíkur eftir að ökumaðurinn hafði sleppt því að ganga tryggilega frá bílnum þegar hann hafði verið stöðvaður af lögreglu og stigið út úr bílnum. Innlent 3.12.2020 07:14
Ekkert spurst til Arnars síðan í september Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Arnari Sveinssyni, 32 ára karlmanni, en ekkert hefur spurst til hans síðan í september síðastliðnum. Innlent 2.12.2020 14:57
Anna Aurora bakvörður ætlar í mál við íslenska ríkið og fleiri Anna Aurora Waage Óskarsdóttir ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna handtöku hennar á Vestfjörðum í apríl þar sem hún var grunuð um að villa á sér heimildir sem bakvörður á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þá ætlar hún að stefna fjölmiðlum og einstaklingum sömuleiðis. Lögmaður hennar segir mikla vinnu framundan að hreinsa mannorð skjólstæðings síns. Innlent 2.12.2020 14:57
Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Innlent 2.12.2020 13:05
Grímulaus og til vandræða í matvöruverslun Laust eftir klukkan fimm síðdegis í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem var í annarlegu ástandi, grímulaus og almennt til vandræða í matvöruverslun. Innlent 2.12.2020 06:25
Brotaþolar geti fylgst með máli sínu í stafrænni gátt Unnið er að uppsetningu rafrænnar gáttar þar sem þolendum kynferðisbrota verður gert kleift að fylgjast með framgangi mála sinna þannig að þeir geti fylgst með því hvar mál þeirra er statt í ferlinu. Innlent 30.11.2020 21:13
„Alltof mörg“ héldu gleðskapnum gangandi á hótelinu eftir lokun Allt að þrjátíu gestir voru samankomnir í einu rými á hóteli á Suðurlandi um helgina þegar lögreglu bar þar að garði við eftirlit. Hótelið hefur verið kært fyrir brot á sóttvarnalögum. Innlent 30.11.2020 18:53
Fór inn í bíl og rændi ökumann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán í Laugardalnum þar sem maður fór inn í bíl, ógnaði ökumanni og hafði á brott muni í eigu ökumannsins. Þá varð slys í Garðabæ þar sem tveir bílar skullu saman og urðu báðir óökufærir. Innlent 29.11.2020 07:22