Bókmenntir

Fréttamynd

„Ég bý ekki einu sinni í Reykja­vík“

Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif.

Innlent
Fréttamynd

Þetta eru upp­á­halds barna­bækur ráð­herranna

Bækurnar Palli var einn í heiminum, Bróðir minn Ljónshjarta og Blómin á þakinu eru í miklu uppáhaldi hjá ráðherrum landsins. Þeir völdu sínar uppáhaldsbækur í tilefni Svakalegu lestrarkeppninnar sem stendur yfir í grunnskólum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Unnur Birna verður Elma

Leikkonan og rísandi stjarnan Unnur Birna Bachman fer með hlutverk Elmu í samnefndri þáttaröð sem er væntanleg næsta vetur. Serían er byggð á glæpasögunni Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur.

Lífið
Fréttamynd

Sam­fé­lags­lega mikil­væg innviðafjárfesting að efla ís­lenska tungu

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að.

Innlent
Fréttamynd

„Sultaról rit­höfunda enn hert“ í fjár­lögum

Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis.

Innlent
Fréttamynd

Gestur Guð­munds­son er látinn

Gestur Guðmundsson lést í gær, 74 ára að aldri. Hann var félagsfræðingur, fræðimaður og rithöfundur sem markaði djúp spor í íslenskt menningar- og fræðasamfélag.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú söfn í eina sæng

Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött.

Lífið
Fréttamynd

Saka Storytel um að for­gangs­raða eigin efni á kostnað annarra

Rithöfundasamband Íslands sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun um hugsanlega misnotkun hljóðbókarfyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu. Formaður sambandsins segir Storytel hafa forgangsraðað sínu eigin efni á kostnað annarra bókmenntaverka. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið rann­sakar Storytel

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á hendur fyrirtækinu Storytel. Til rannsóknar er hvort fyrirtækið hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Rit­höfundur ráðinn til varnar­mála­skrif­stofunnar

Halldór Armand rithöfundur hefur hafið störf hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Ekki er þó um jafndrastísk vistaskipti að ræða og mætti halda, en Halldór er menntaður í alþjóðalögum og hefur lengi haft áhuga á utanríkismálum.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna fær Inn­rásin frá Mars núll í ein­kunn?

Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum.

Lífið
Fréttamynd

Berg­þórs­hvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð

Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma.

Innlent
Fréttamynd

Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísa­firði

Bókaklúbburinn Gormar pantaði pítsur frá Hamraborg á Ísafirði með flugi því barnaperri í glæpasögunni Hildi eftir Satu Rämö elskar að fá sér Hamraborgarpítsu með rækjum, ananas og kjúklingi. Pítsurnar voru barnaafmælisvolgar en ljúffengar.

Lífið
Fréttamynd

Stór saga í litlum um­búðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“

Í sínu fyrsta útgefna verki kafar unga skáldið Fríða Þorkelsdóttir ofan í hugarfylgsni æskunnar og tekst á við tímamót, breytingar og sorg eins og fáum er lagið. Bókin ber nafnið Fjölskyldusaga og óhætt er að segja að um sé að ræða stóra sögu í litlum umbúðum, enda kemst bókin öll fyrir í meðalstóran brjóstvasa.

Lífið
Fréttamynd

Eldri borgarar skemmtu sér í múmín­kastalanum

Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fæ alltaf gæsa­húð af góðum texta“

Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. 

Lífið
Fréttamynd

Telja Múmínlundinn klárt brot á höfunda­rétti

Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi.

Innlent
Fréttamynd

„Las þetta allt í drasl í gamla daga“

Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér.

Lífið